Borgarfulltrúar óttaslegnir: Maðurinn sem hafði í hótunum hvorki verið handtekinn né yfirheyrður Tryggvi Páll Tryggvason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 9. september 2021 19:21 Borgarfulltrúar eru áhyggjufullir vegna málsins. Vísir/Vilhelm Maður, sem skaut á bíl borgarstjóra fyrr á árinu og hafði í hótunum við varaborgarfulltrúa fyrr í vikunni, hefur hvorki verið handtekinn né yfirheyrður. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í forsætisnefnd Reykjavíkurborgar, segir að borgarfulltrúar hafi ekki bara áhyggjur af sjálfum sér, heldur einnig af fjölskyldum sínum og starfsmönnum Reykjavíkurborgar vegna málsins. Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins sætti alvarlegum hótunum af hálfu sama manns og er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra fyrr á árinu, á þriðjudag. Sérsveit ríkislögreglustjóra vaktaði Ráðhús Reykjavíkur meðan borgarstjórnarfundur stóð yfir vegna hótananna. Samkvæmt upplýingum fréttastofu hefur maðurinn hvorki verið handtekinn né yfirheyrður vegna málsins. Rætt var við Mörtu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld vegna málsins. Þar sagði hún borgarfulltrúa vera áhyggjufulla vegna málsins. „Þetta er alvarlegt tilfelli og þau tilfelli sem hafa komið upp á þessu ári. Við höfum ekki bara áhyggjur af okkur sjálfum heldur höfum við áhyggjur af fjölskyldum okkar og okkar nánustu og ekki síst starfsmönnum,“ sagði Marta. Í Ráðhúsinu starfar fjöldi starfsfólks auk þess sem að þangað kemur töluverður fjöldi íbúa og ferðamanna í ýmsum erindagjörðum. „Og það er vissara að hafa varann á til að tryggja öryggi alls þessa fólks,“ sagði Marta. Er þetta nýr veruleiki sem blasir við kjörnum fulltrúm í Reykjavík? „Já, það má segja það. Ég kannast ekki við að hafa upplifað svona tilfelli áður og þetta hefur komið upp nú fyrst á þessu kjörtímabili, því miður,“ sagði Marta. Eftir að skotið var á bíl borgarstjóra var ráðist í úttekt á öryggi ráðhússins og öryggisáætlunum í samstarfi við lögreglu. Marta reiknar með að brugðist verði við nýjustu vendingum í málinu. „Sú vinna er þegar hafin og það er sjálfsagt að þegar svona atvik kemur upp þá kalla þau á frekari aðgerðir. Við höfum nú þegar í minnihlutanum óskað eftir því að lögreglan mæti á næsta fund forsætisnefndar.“ Borgarstjórn Skotið á bíl borgarstjóra Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Brugðið eftir alvarlegar hótanir Varaborgarfulltrúi Miðflokksins sætti alvarlegum hótunum af hálfu sama manns og er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra fyrr á árinu á þriðjudag. Sérsveit ríkislögreglustjóra vaktaði Ráðhús Reykjavíkur meðan borgarstjórnarfundur stóð yfir vegna hótananna. 9. september 2021 12:15 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í forsætisnefnd Reykjavíkurborgar, segir að borgarfulltrúar hafi ekki bara áhyggjur af sjálfum sér, heldur einnig af fjölskyldum sínum og starfsmönnum Reykjavíkurborgar vegna málsins. Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins sætti alvarlegum hótunum af hálfu sama manns og er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra fyrr á árinu, á þriðjudag. Sérsveit ríkislögreglustjóra vaktaði Ráðhús Reykjavíkur meðan borgarstjórnarfundur stóð yfir vegna hótananna. Samkvæmt upplýingum fréttastofu hefur maðurinn hvorki verið handtekinn né yfirheyrður vegna málsins. Rætt var við Mörtu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld vegna málsins. Þar sagði hún borgarfulltrúa vera áhyggjufulla vegna málsins. „Þetta er alvarlegt tilfelli og þau tilfelli sem hafa komið upp á þessu ári. Við höfum ekki bara áhyggjur af okkur sjálfum heldur höfum við áhyggjur af fjölskyldum okkar og okkar nánustu og ekki síst starfsmönnum,“ sagði Marta. Í Ráðhúsinu starfar fjöldi starfsfólks auk þess sem að þangað kemur töluverður fjöldi íbúa og ferðamanna í ýmsum erindagjörðum. „Og það er vissara að hafa varann á til að tryggja öryggi alls þessa fólks,“ sagði Marta. Er þetta nýr veruleiki sem blasir við kjörnum fulltrúm í Reykjavík? „Já, það má segja það. Ég kannast ekki við að hafa upplifað svona tilfelli áður og þetta hefur komið upp nú fyrst á þessu kjörtímabili, því miður,“ sagði Marta. Eftir að skotið var á bíl borgarstjóra var ráðist í úttekt á öryggi ráðhússins og öryggisáætlunum í samstarfi við lögreglu. Marta reiknar með að brugðist verði við nýjustu vendingum í málinu. „Sú vinna er þegar hafin og það er sjálfsagt að þegar svona atvik kemur upp þá kalla þau á frekari aðgerðir. Við höfum nú þegar í minnihlutanum óskað eftir því að lögreglan mæti á næsta fund forsætisnefndar.“
Borgarstjórn Skotið á bíl borgarstjóra Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Brugðið eftir alvarlegar hótanir Varaborgarfulltrúi Miðflokksins sætti alvarlegum hótunum af hálfu sama manns og er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra fyrr á árinu á þriðjudag. Sérsveit ríkislögreglustjóra vaktaði Ráðhús Reykjavíkur meðan borgarstjórnarfundur stóð yfir vegna hótananna. 9. september 2021 12:15 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Brugðið eftir alvarlegar hótanir Varaborgarfulltrúi Miðflokksins sætti alvarlegum hótunum af hálfu sama manns og er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra fyrr á árinu á þriðjudag. Sérsveit ríkislögreglustjóra vaktaði Ráðhús Reykjavíkur meðan borgarstjórnarfundur stóð yfir vegna hótananna. 9. september 2021 12:15