Húsleit í þýskum ráðuneytum vegna rannsóknar á spillingardeild Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2021 15:17 Húsleitin kemur á versta tíma fyrir Olaf Scholz, fjármálaráðherra, sem á möguleika á á verða næsti kanslari Þýskalands. Vísir/EPA Saksóknarar gerður húsleit í fjármála- og dómsmálaráðuneytum Þýskalands í dag. Leitin er sögð hluti af rannsókn á opinberri stofnun sem rannsakar peningaþvætti en hún kemur á versta tíma fyrir fjármálaráðherrann sem stendur í harðri kosningabaráttu. Fjármálaupplýsingadeildin (FIU) er hluti af fjármálaráðuneytinu en bæði hún og fjármálaeftirlit Þýskalands hafa sætt gagnrýni fyrir að hafa misst af stórfelldu misferli greiðslumiðlunarfyrirtækisins Wirecard sem fór á hausinn með tilþrifum í fyrra. Rannsóknin nú beinist að ásökunum um að deildin hafi fengið fyrirmæli um að hunsa tilkynningar banka um grunsamlegar peningafærslur til Afríku, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Aðgerðir þýskra stjórnvalda gegn peningaþvætti eru einnig til skoðunar hjá FATF, alþjóðlegs fjármálaaðgerðahóps ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Það eru sömu samtök og settu Ísland á gráan lista vegna aðgerðaleysis gegn peningaþvætti árið 2019. FIU er sögð hafa átt erfitt með að anna þeim tugum þúsunda tilkynninga sem henni berast frá fjármálastofnunum um grunsamlega fjármagnsflutninga. Ekki er langt síðan deildin hætti að taka við slíkum tilkynningum með faxi. Talsmaður saksóknaranna sem gerðu húsleitina segir að rannsóknin hafi hafist eftir að kvartanir bárust um að fjárglæpadeildin hefði ekkert aðhafst varðandi vafasamar millifærslur á miljónum evra, meðal annars til Afríku, á árunum 2018 til 2020. Bankar hafi haft grunsemdir um að færslurnar tengdust viðskiptum með vopn og fíkniefni eða fjármögnun hryðjuverka. FIU hafi staðfest móttöku tilkynninganna en ekki vísað þeim áfram til löggæslustofnana. Rannsóknin beinist einnig að því að eftir að deildin tók við rannsókn á peningaþvætti árið 2017 hafi tilkynningum um grunsamlegar fjármagnsflutninga snarfækkað. Þýskaland sagt paradís fyrir glæpona Olaf Scholz, fjármálaráðherra úr flokki Sósíaldemókrata, eygir nú góða möguleika á að verða næsti kanslari Þýskalands í þingkosningunum sem fara fram 26. september ef marka má skoðanakannanir. Stjórnarandstaðan gagnýnir Scholz og segir að undir stjórn hans sé Þýskaland paradís fyrir glæpamenn. Fjármálaráðuneytið segist hafa fjölgað starfsfólki peningaþvættisdeildarinnar og að enginn starfsmaður ráðuneytisins liggi undir grun um saknæmt athæfi. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Fjármálaupplýsingadeildin (FIU) er hluti af fjármálaráðuneytinu en bæði hún og fjármálaeftirlit Þýskalands hafa sætt gagnrýni fyrir að hafa misst af stórfelldu misferli greiðslumiðlunarfyrirtækisins Wirecard sem fór á hausinn með tilþrifum í fyrra. Rannsóknin nú beinist að ásökunum um að deildin hafi fengið fyrirmæli um að hunsa tilkynningar banka um grunsamlegar peningafærslur til Afríku, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Aðgerðir þýskra stjórnvalda gegn peningaþvætti eru einnig til skoðunar hjá FATF, alþjóðlegs fjármálaaðgerðahóps ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Það eru sömu samtök og settu Ísland á gráan lista vegna aðgerðaleysis gegn peningaþvætti árið 2019. FIU er sögð hafa átt erfitt með að anna þeim tugum þúsunda tilkynninga sem henni berast frá fjármálastofnunum um grunsamlega fjármagnsflutninga. Ekki er langt síðan deildin hætti að taka við slíkum tilkynningum með faxi. Talsmaður saksóknaranna sem gerðu húsleitina segir að rannsóknin hafi hafist eftir að kvartanir bárust um að fjárglæpadeildin hefði ekkert aðhafst varðandi vafasamar millifærslur á miljónum evra, meðal annars til Afríku, á árunum 2018 til 2020. Bankar hafi haft grunsemdir um að færslurnar tengdust viðskiptum með vopn og fíkniefni eða fjármögnun hryðjuverka. FIU hafi staðfest móttöku tilkynninganna en ekki vísað þeim áfram til löggæslustofnana. Rannsóknin beinist einnig að því að eftir að deildin tók við rannsókn á peningaþvætti árið 2017 hafi tilkynningum um grunsamlegar fjármagnsflutninga snarfækkað. Þýskaland sagt paradís fyrir glæpona Olaf Scholz, fjármálaráðherra úr flokki Sósíaldemókrata, eygir nú góða möguleika á að verða næsti kanslari Þýskalands í þingkosningunum sem fara fram 26. september ef marka má skoðanakannanir. Stjórnarandstaðan gagnýnir Scholz og segir að undir stjórn hans sé Þýskaland paradís fyrir glæpamenn. Fjármálaráðuneytið segist hafa fjölgað starfsfólki peningaþvættisdeildarinnar og að enginn starfsmaður ráðuneytisins liggi undir grun um saknæmt athæfi.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira