Byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2021 17:08 Með þessum tækjabúnaði svissneska fyrirtækisins Climeworks er koltvísýringur sogaður úr andrúmsloftinu og honum síðan fargað með aðferð íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Carbfix. Stöð 2/Bjarni Í dag hófst starfsemi í lofthreinsistöðinni Orca skammt frá Hellisheiðarvirkjun sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbfix. Þetta er fyrsta lofthreinsistöð þessarar tegundar í heiminum. „Aðferð svissneska fyrirtækisins Climeworks gerir beina loftföngun og -förgun að raunveruleika,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þannig sé verið að svara kalli Loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðina um brýna þörf á föngun og förgun koltvísýrings úr andrúmsloftinu. Christoph Beuttler yfirmaður loftlagsstefnu Climeworks var viðstaddur þegar starfsemi hófst í Orca stöð fyrirtækisins við Hellisheiðarvirkjun í dag.Stöð 2/Bjarni Cristoph Beuttler yfirmaður loftlagsstefnu Climeworks var viðstaddur opnun Orca stöðvarinnar við Hellisheiðarvirkjun í dag. Hann segir stöðina gríðarstóran áfang í beinni loftföngun en stöðin geti fangað 4.000 tonn af CO2 á ári hverju. Koltvísýringnurinn væri fjarlæður beint úr andrúmslofti á öruggan hátt og fargað varanlega með því að breyta honum í stein með náttúrulegri aðferð íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Carbfix. „Þessi aðferð getur verið hluti af lausn loftlagsvandans ef starfsemin er verður aukin eftir því sem fram líða stundir víða um heim,“ segir Beuttler. Losa þurfi milljarða tonna af koltvísýringi úr andrúmsloftinu fram til ársins 2050 eigi mannkynið að komast af. Stöðin væri sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum og stökkpallur fyrir Climeworks sem stefni að því að geta fangað megatonni fyrir síðari hluta þessa áratugar með leiðandi lausn sem jafnframt væri auðvelt er að skala upp. Orca fargi CO2 á varanlegan og mælanlegan hátt. „Og setur fordæmi á markaði fyrir hágæða, sannreynanlega förgun á koltvísýringi með því að vera fyrsta beina loftföngunar- og förgunarþjónustan með sannreinanlegt ferli í heiminum," segir í tilkynningu. Þetta hafi verið staðfest um miðjan júní á þessu ári af sjálfstæðum DNV stöðlunaraðila. Beuttler segir hægt að fanga koltvísýring með tækni fyrirtækisins alls staðar í heiminum. „Ísland er hins vegar augljós kostur þar sem aðgangur er af ódýrri orku með sem er framleidd með nánast engu kolefnisspori. Þá höfum við aðgang að tækni Carbfix sem kemur koltvísýringnum varanlega fyrir með því að breyta honum í stein með niðurdælingu í jörð,“ segir Beuttler. Edda Sif Pind Aradóttir forstjóri Carbfix segir Climeworks mikilvægan viðskiptavin í kaupum á förgun koltvísýrings.Stöð 2/Bjarni Edda Sif Pind Aradóttir forstjóri Carbfix segir samstarfið við Climeworks mikilvægt í útbreiðslu förgunaraðferðar fyrirtækisins. En Carbfix er nú þegar með í verkefnum í Tyrklandi og fleiri ríkjum við að farga koltvísýringi og koma honum fyrir í jörðu niðri og umbreyta honum í stein. „Við höfum verið að vinna með Orku náttúrunnar í að koldíoxíð sem annars yrði sleppt frá Hellisheiðarvirkjun. Nú erum við að gera gott um betur og líka hreinsa það sem þegar hefur verið losað út í andrúmsloftið," segir Edda Sif. Nánar verður fjallað um þetta mál í kvöldfréttum okkar á Stöð 2. Loftslagsmál Ölfus Jarðhiti Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
„Aðferð svissneska fyrirtækisins Climeworks gerir beina loftföngun og -förgun að raunveruleika,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þannig sé verið að svara kalli Loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðina um brýna þörf á föngun og förgun koltvísýrings úr andrúmsloftinu. Christoph Beuttler yfirmaður loftlagsstefnu Climeworks var viðstaddur þegar starfsemi hófst í Orca stöð fyrirtækisins við Hellisheiðarvirkjun í dag.Stöð 2/Bjarni Cristoph Beuttler yfirmaður loftlagsstefnu Climeworks var viðstaddur opnun Orca stöðvarinnar við Hellisheiðarvirkjun í dag. Hann segir stöðina gríðarstóran áfang í beinni loftföngun en stöðin geti fangað 4.000 tonn af CO2 á ári hverju. Koltvísýringnurinn væri fjarlæður beint úr andrúmslofti á öruggan hátt og fargað varanlega með því að breyta honum í stein með náttúrulegri aðferð íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Carbfix. „Þessi aðferð getur verið hluti af lausn loftlagsvandans ef starfsemin er verður aukin eftir því sem fram líða stundir víða um heim,“ segir Beuttler. Losa þurfi milljarða tonna af koltvísýringi úr andrúmsloftinu fram til ársins 2050 eigi mannkynið að komast af. Stöðin væri sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum og stökkpallur fyrir Climeworks sem stefni að því að geta fangað megatonni fyrir síðari hluta þessa áratugar með leiðandi lausn sem jafnframt væri auðvelt er að skala upp. Orca fargi CO2 á varanlegan og mælanlegan hátt. „Og setur fordæmi á markaði fyrir hágæða, sannreynanlega förgun á koltvísýringi með því að vera fyrsta beina loftföngunar- og förgunarþjónustan með sannreinanlegt ferli í heiminum," segir í tilkynningu. Þetta hafi verið staðfest um miðjan júní á þessu ári af sjálfstæðum DNV stöðlunaraðila. Beuttler segir hægt að fanga koltvísýring með tækni fyrirtækisins alls staðar í heiminum. „Ísland er hins vegar augljós kostur þar sem aðgangur er af ódýrri orku með sem er framleidd með nánast engu kolefnisspori. Þá höfum við aðgang að tækni Carbfix sem kemur koltvísýringnum varanlega fyrir með því að breyta honum í stein með niðurdælingu í jörð,“ segir Beuttler. Edda Sif Pind Aradóttir forstjóri Carbfix segir Climeworks mikilvægan viðskiptavin í kaupum á förgun koltvísýrings.Stöð 2/Bjarni Edda Sif Pind Aradóttir forstjóri Carbfix segir samstarfið við Climeworks mikilvægt í útbreiðslu förgunaraðferðar fyrirtækisins. En Carbfix er nú þegar með í verkefnum í Tyrklandi og fleiri ríkjum við að farga koltvísýringi og koma honum fyrir í jörðu niðri og umbreyta honum í stein. „Við höfum verið að vinna með Orku náttúrunnar í að koldíoxíð sem annars yrði sleppt frá Hellisheiðarvirkjun. Nú erum við að gera gott um betur og líka hreinsa það sem þegar hefur verið losað út í andrúmsloftið," segir Edda Sif. Nánar verður fjallað um þetta mál í kvöldfréttum okkar á Stöð 2.
Loftslagsmál Ölfus Jarðhiti Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira