Viðskipti innlent

Tekur við stjórn Ilvu og fer beint í að flytja verslunina frá Korpu­torgi

Eiður Þór Árnason skrifar
Kristján Geir Gunnarsson, nýr framkvæmdastjóri Ilvu.
Kristján Geir Gunnarsson, nýr framkvæmdastjóri Ilvu. Ilva

Kristján Geir Gunnarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri húsgagnaverslunarinnar Ilvu og hefur þegar hafið störf. Kristján Geir var áður framkvæmdastjóri Odda, Kassagerðar Reykjavíkur og sölu- og markaðssviðs Nóa Síríus.

„Það eru afskaplega spennandi tímar framundan hjá ILVA en undirbúningur að flutningum verslunarinnar af Korputorgi á nýjan og spennandi stað stendur nú yfir. Þá hefur ILVA nýverið opnað verslun á Norðurtorgi á Akureyri sem hefur fengið frábærar móttökur og síðast en ekki síst er vefverslunin á miklu flugi, svo það vantar ekki verkefnin,“ segir Kristján Geir í tilkynningu.

Kristján Geir er með MBA frá Copenhagen Business School, BSc í alþjóðamarkaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík og stundaði jafnframt viðskiptafræðinám með áherslu á markaðsmál. Hann er giftur Kristbjörgu Hjaltadóttur, stjórnanda félagsþjónustu í Mosfellsbæ, og eiga þau þrjú börn.

Ilva hefur frá árinu 2008 starfrækt sjö þúsund fermetra verslun á Korputorgi og rekur einnig verslanir á Akureyri, í Danmörku og Svíþjóð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×