Innlent

25 greindust innan­lands

Atli Ísleifsson skrifar
Alls hafa rúmelga 11 þúsund manns greinst með kórónuveiruna innanlands frá upphafi faraldursins.
Alls hafa rúmelga 11 þúsund manns greinst með kórónuveiruna innanlands frá upphafi faraldursins. Vísir/Vilhelm

Alls greindust 25 með kórónuveiruna innanlands í gær. Sautján þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 68 prósent. Átta voru utan sóttkvíar, eða um 32 prósent.

Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á vefnum covid.is.

Alls eru nú 596 í einangrun, en voru 629 í gær. 1139 eru nú í sóttkví, en voru 1.349 í gær. 539 eru nú í skimunarsóttkví.

Átta eru nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, sami fjöldi og í gær. Enginn er á gjörgæslu.

Tólf þeirra sem greindust innanlands í gær voru fullbólusettir en þrettán óbólusettir.

Einn greindist á landamærum í gær og er niðurstöðu mótefnamælingar beðið í tilviki viðkomandi.

Nýgengi á smiti innanlands, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 219,0, en var 228,5 í gær. Nýgengi á smiti á landamærum er nú 9,0, en var 11,5 í gær.

Alls hafa 11.090 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi frá því faraldurinn hófst í lok febrúar á síðasta ári. Þá hafa 33 andlát verið rakin til Covid-19 hér á landi frá upphafi faraldursins.

Tekin voru 1.936 einkennasýni í gær, 1.273 sýni á landsmærum og þá greindust 759 í svokallaðri sóttkvíar- og handahófsskimun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×