Fjölmiðlamógúll mildar loftslagsafneitun Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2021 23:41 Loftslagsaðgerðasinni með grímu sem á að líkjast Rupert Murdoch mótmælir fyrir utan skrifstofur útgáfufélagsins The Herald and Weekly Times, eins fyrirtækja News Corp, í Melbourne í mars. Vísir/EPA Fjölmiðlar Ruperts Murdoch í heimalandinu Ástralíu er nú sagðir leggja drög að ritstjórnargreinum sem tala fyrir kolefnishlutleysi. Þeir hafa fram að þessu verið þekktir fyrir afneitun og að þyrla upp moðreyk um loftslagsmál. Stjórnendur News Corp, móðurfyrirtækis fjölmiðla eins og Sky News-sjónvarpsstöðvarinnar, boða umfjallanir og leiðara í dagblöðum og sjónvarpi um hvernig Ástralíu getur náð kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 líkt og margar aðrar þjóðir stefna að til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga af völdum manna. Áströlsk stjórnvöld hafa lengi dregið lappirnar í loftslagsmálum og miðlar Murdoch hafa um árabil reynt að þvæla umræðuna til þess að véfengja alvarleika loftslagsbreytinga og ábyrgð manna á þeim. New York Times lýsir Sky News-sjónvarpsstöðinni sem öfgafyllsta miðli News Corp. Stöðinni var meðal annars bannað að deila efni á samfélagsmiðlinum Youtube í viku fyrir að brjóta notendaskilmála hans um upplýsingafals um kórónuveirufaraldurinn í síðasta mánuði. Fyrir tveimur árum lýsti þáttastjórnandi á stöðinni loftslagsbreytingum sem „sviksamlegum og hættulegum sértrúarsöfnuði“ þar sem annarlegir hagsmunir byggju að baki. Dagblöð News Corp hafa svo reglulega birt vafasamar greinar sem eru á mörk frétta og skoðanapistla. Ætli News Corp raunverulega að vinda kvæði sínu í kross í loftslagsmálum gæti það liðkað fyrir stefnubreytingu hjá ríkisstjórn íhaldsmanna sem hefur fram að þessu þráast við að setja Ástralíu metnaðarfull markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Það gæti einnig sett þrýsting á fjölmiðla Murdoch annars staðar eins og Fox News í Bandaríkjunum og bresku dagblöðum hans sem hafa lengi hamast gegn loftslagsvísindum og aðgerðum. Rupert Murdoch hefur verið einn umsvifamesti fjölmiðlaútgefandi í heiminum um áratugaskeið. Margir fjölmiðlar hans hafa rekið harðan áróður gegn loftslagsaðgerðum.Vísir/EPA Brella til að endurhæfa ímynd „loftslagsvarmennis“ Ekki eru allir bjartsýnir á að News Corp hafi séð að sér. Michael Mann, loftslagsvísindamaður við Ríkisháskólann í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, segist fullur efasemda. „Þar til Rupert Murdoch og News Corp taka í tauminn á varðhundum sínum á Fox News og The Wall Street Journal, sem halda áfram að halda á lofti upplýsingafalsi um loftslagsbreytingar daglega, ætti að líta á þessi innantómu loforð sem örvæntingarfulla brellu sem er ætlað að endurhæfa opinbera ímynd leiðandi loftslagsvarmennis,“ segir Mann. Aðrir vara við hættunni á að News Corp ætli aðeins að færa sig úr harðri loftslagsafneitun yfir í að tala fyrir því að loftslagsaðgerðum verði frestað með marklausum langtímamarkmiðum og falslausnum. Malcolm Turnbull, fyrrverandi forsætisráðherra sem varð oft fyrir barðinu á News Corp og var settur af á sínum tíma vegna ágreinings innan Frjálslynda flokksins um loftslagsmál, segir að nokkurra vikna umfjöllun frá News Corp eyði ekki langri sögu loftslagsafneitunar í miðlum þess. Fjölmiðlarisinn verði að hætta að berja á málsvörum loftslagsaðgerða á sama tíma og hann haldi hlífiskildi yfir íhaldssömum þingmönnum sem standi í vegi þeirra. „Þessi hægrisinnaði popúliski loftslagsafneitunararmur bandalagssins hefur mikil áhrif og er grunnur fjölmiðla News Corp. Þar lifa þeir og þrífast. Ef það verður breyting þar gæti það skipt sköpum,“ segir Turnbull. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá Turnbull ræða News Corp og loftslagsmál í umræðuþætti í Ástralíu í fyrra. Loftslagsmál Ástralía Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Metfjöldi undirskrifta fyrir rannsókn á fjölmiðlaveldi Murdoch Fleiri en hálf milljón Ástrala hefur skrifað undir áskorun um að stjórnvöld komi á fót nefnd til að rannsaka meinta misnotkun fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch á markaðsráðandi stöðu sinni. Fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum Verkamannaflokksins hóf undirskriftasöfnunina. 5. nóvember 2020 13:10 Metfjöldi undirskrifta fyrir rannsókn á fjölmiðlaveldi Murdoch Fleiri en hálf milljón Ástrala hefur skrifað undir áskorun um að stjórnvöld komi á fót nefnd til að rannsaka meinta misnotkun fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch á markaðsráðandi stöðu sinni. Fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum Verkamannaflokksins hóf undirskriftasöfnunina. 5. nóvember 2020 13:10 Ráðherra pirraður á Kyrrahafsríkjum sem vilja lifa af Ástralar komu í veg fyrir að fjallað væri um stöðvun kolavinnslu í sameiginlegri yfirlýsingu fundar Kyrrahafsríkja. Aðstoðarforsætisráðherra sagðist á meðan pirraður á ríkjum sem vildu stöðva iðnað í Ástralíu svo þau mættu komast af. 16. ágúst 2019 11:34 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Sjá meira
Stjórnendur News Corp, móðurfyrirtækis fjölmiðla eins og Sky News-sjónvarpsstöðvarinnar, boða umfjallanir og leiðara í dagblöðum og sjónvarpi um hvernig Ástralíu getur náð kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 líkt og margar aðrar þjóðir stefna að til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga af völdum manna. Áströlsk stjórnvöld hafa lengi dregið lappirnar í loftslagsmálum og miðlar Murdoch hafa um árabil reynt að þvæla umræðuna til þess að véfengja alvarleika loftslagsbreytinga og ábyrgð manna á þeim. New York Times lýsir Sky News-sjónvarpsstöðinni sem öfgafyllsta miðli News Corp. Stöðinni var meðal annars bannað að deila efni á samfélagsmiðlinum Youtube í viku fyrir að brjóta notendaskilmála hans um upplýsingafals um kórónuveirufaraldurinn í síðasta mánuði. Fyrir tveimur árum lýsti þáttastjórnandi á stöðinni loftslagsbreytingum sem „sviksamlegum og hættulegum sértrúarsöfnuði“ þar sem annarlegir hagsmunir byggju að baki. Dagblöð News Corp hafa svo reglulega birt vafasamar greinar sem eru á mörk frétta og skoðanapistla. Ætli News Corp raunverulega að vinda kvæði sínu í kross í loftslagsmálum gæti það liðkað fyrir stefnubreytingu hjá ríkisstjórn íhaldsmanna sem hefur fram að þessu þráast við að setja Ástralíu metnaðarfull markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Það gæti einnig sett þrýsting á fjölmiðla Murdoch annars staðar eins og Fox News í Bandaríkjunum og bresku dagblöðum hans sem hafa lengi hamast gegn loftslagsvísindum og aðgerðum. Rupert Murdoch hefur verið einn umsvifamesti fjölmiðlaútgefandi í heiminum um áratugaskeið. Margir fjölmiðlar hans hafa rekið harðan áróður gegn loftslagsaðgerðum.Vísir/EPA Brella til að endurhæfa ímynd „loftslagsvarmennis“ Ekki eru allir bjartsýnir á að News Corp hafi séð að sér. Michael Mann, loftslagsvísindamaður við Ríkisháskólann í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, segist fullur efasemda. „Þar til Rupert Murdoch og News Corp taka í tauminn á varðhundum sínum á Fox News og The Wall Street Journal, sem halda áfram að halda á lofti upplýsingafalsi um loftslagsbreytingar daglega, ætti að líta á þessi innantómu loforð sem örvæntingarfulla brellu sem er ætlað að endurhæfa opinbera ímynd leiðandi loftslagsvarmennis,“ segir Mann. Aðrir vara við hættunni á að News Corp ætli aðeins að færa sig úr harðri loftslagsafneitun yfir í að tala fyrir því að loftslagsaðgerðum verði frestað með marklausum langtímamarkmiðum og falslausnum. Malcolm Turnbull, fyrrverandi forsætisráðherra sem varð oft fyrir barðinu á News Corp og var settur af á sínum tíma vegna ágreinings innan Frjálslynda flokksins um loftslagsmál, segir að nokkurra vikna umfjöllun frá News Corp eyði ekki langri sögu loftslagsafneitunar í miðlum þess. Fjölmiðlarisinn verði að hætta að berja á málsvörum loftslagsaðgerða á sama tíma og hann haldi hlífiskildi yfir íhaldssömum þingmönnum sem standi í vegi þeirra. „Þessi hægrisinnaði popúliski loftslagsafneitunararmur bandalagssins hefur mikil áhrif og er grunnur fjölmiðla News Corp. Þar lifa þeir og þrífast. Ef það verður breyting þar gæti það skipt sköpum,“ segir Turnbull. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá Turnbull ræða News Corp og loftslagsmál í umræðuþætti í Ástralíu í fyrra.
Loftslagsmál Ástralía Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Metfjöldi undirskrifta fyrir rannsókn á fjölmiðlaveldi Murdoch Fleiri en hálf milljón Ástrala hefur skrifað undir áskorun um að stjórnvöld komi á fót nefnd til að rannsaka meinta misnotkun fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch á markaðsráðandi stöðu sinni. Fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum Verkamannaflokksins hóf undirskriftasöfnunina. 5. nóvember 2020 13:10 Metfjöldi undirskrifta fyrir rannsókn á fjölmiðlaveldi Murdoch Fleiri en hálf milljón Ástrala hefur skrifað undir áskorun um að stjórnvöld komi á fót nefnd til að rannsaka meinta misnotkun fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch á markaðsráðandi stöðu sinni. Fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum Verkamannaflokksins hóf undirskriftasöfnunina. 5. nóvember 2020 13:10 Ráðherra pirraður á Kyrrahafsríkjum sem vilja lifa af Ástralar komu í veg fyrir að fjallað væri um stöðvun kolavinnslu í sameiginlegri yfirlýsingu fundar Kyrrahafsríkja. Aðstoðarforsætisráðherra sagðist á meðan pirraður á ríkjum sem vildu stöðva iðnað í Ástralíu svo þau mættu komast af. 16. ágúst 2019 11:34 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Sjá meira
Metfjöldi undirskrifta fyrir rannsókn á fjölmiðlaveldi Murdoch Fleiri en hálf milljón Ástrala hefur skrifað undir áskorun um að stjórnvöld komi á fót nefnd til að rannsaka meinta misnotkun fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch á markaðsráðandi stöðu sinni. Fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum Verkamannaflokksins hóf undirskriftasöfnunina. 5. nóvember 2020 13:10
Metfjöldi undirskrifta fyrir rannsókn á fjölmiðlaveldi Murdoch Fleiri en hálf milljón Ástrala hefur skrifað undir áskorun um að stjórnvöld komi á fót nefnd til að rannsaka meinta misnotkun fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch á markaðsráðandi stöðu sinni. Fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum Verkamannaflokksins hóf undirskriftasöfnunina. 5. nóvember 2020 13:10
Ráðherra pirraður á Kyrrahafsríkjum sem vilja lifa af Ástralar komu í veg fyrir að fjallað væri um stöðvun kolavinnslu í sameiginlegri yfirlýsingu fundar Kyrrahafsríkja. Aðstoðarforsætisráðherra sagðist á meðan pirraður á ríkjum sem vildu stöðva iðnað í Ástralíu svo þau mættu komast af. 16. ágúst 2019 11:34