Öldruðum hrúgað í vöruskemmu þegar Ída gekk yfir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. september 2021 10:31 Heilbrigðisstarfsmenn flytja íbúa á brott úr vöruskemmunni. AP/Chris Granger Þegar fellibylurinn Ída var farinn hjá og storminn lægði, áttu margir í Louisiana erfitt með að hafa uppi á öldruðum ástvinum. Í ljós kom að um 800 íbúar sjö hjúkrunarheimila höfðu verið fluttir í vöruhús og sjö áttu ekki afturkvæmt. „Ég næ því ekki að enginn skuli hafa sett sig í samband við mig,“ segir hin 36 ára Melissa Barbier, sem var marga daga að leita móður sinnar. „Hver gaf hjúkrunarheimilunum leyfi til að flytja fólkið? Ég upplifi það að móður minni og þessu vesalings fólki hafi verið smalað eins og nautgripum.“ Yfirvöld í Louisiana rannsaka nú hvernig það gerðist að íbúar hjúkrunarheimilana sjö var komið fyrir í vöruskemmu í bænum Independence. Skömmu eftir flutningana gerðu staðaryfirvöld viðvart um vonda lykt og slæmar aðstæður og þá var bráðaliðum vísað frá eftir að íbúar hringdu eftir hjálp. Sjö létust og búið er að loka hjúkrunarheimilunum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem spurningar vakna um aðstæður aldraðra þegar náttúruhamfarir ganga yfir en fyrir 16 árum drukknuðu nærri 40 manns á einu hjúkrunarheimili þegar fellibylurinn Katrína gekk yfir. Rannsókn yfirvalda nú snýr meðal annars að því hver tók ákvörðunina um að flytja fólkið á óöruggan stað og hver kom í veg fyrir að staðaryfirvöld skærust í leikinn. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum gerðu fulltrúar þess tilraun til að heimsækja vöruskemmuna á þriðjudag en var vísað á brott af starfsmönnum hjúkrunarheimilana. Bob Dean, eigandi hjúkrunarheimilana, sagði fjölda látinna ekki óvenjulegan og að vel hefði verið séð um fólkið. Umrædd hjúkrunarheimili hafa hins vegar jafnan hlotið lægstu mögulegu einkunn í úttektum. Til dæmis lést 86 ára íbúi eftir að hafa setið fastur um borð í rútu án loftræstingar árið 1998 og árið 2005 var greint frá því í fjölmiðlum að einn íbúa hefði verið fluttur á sjúkrahús eftir árás maura. Nicholas Muscarello Jr., einn þingmanna Louisiana, sagðist hafa heimsótt skemmuna á þriðjudag ásamt borgarstjóra Independence og fleirum eftir að hafa heyrt að mörg áköll eftir hjálp væru að berast frá íbúum. Fyrir utan hefðu verið haugar af rusli og inni fyrir hefði fólk legið þétt saman. Muscarello sagði að forsvarsmenn hjúkrunarheimilanna hefðu augljóslega ekki gert neitt til að gera skemmuna að ásættanlegum íverustað. Þeir sem létust voru á aldrinum 52 til 84 ára en þeir sem voru fluttir annað eftir að hafa verið bjargað úr skemmunni voru þreyttir og hungraðir. Margir höfðu ekki fengið lyfin sín í að minnsta kosti sólahring. Sex voru fluttir á sjúkrahús og tveir reyndust smitaðir af Covid-19. Washington Post fjallar ítarlega um málið. Bandaríkin Náttúruhamfarir Veður Eldri borgarar Fellibylurinn Ída Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
„Ég næ því ekki að enginn skuli hafa sett sig í samband við mig,“ segir hin 36 ára Melissa Barbier, sem var marga daga að leita móður sinnar. „Hver gaf hjúkrunarheimilunum leyfi til að flytja fólkið? Ég upplifi það að móður minni og þessu vesalings fólki hafi verið smalað eins og nautgripum.“ Yfirvöld í Louisiana rannsaka nú hvernig það gerðist að íbúar hjúkrunarheimilana sjö var komið fyrir í vöruskemmu í bænum Independence. Skömmu eftir flutningana gerðu staðaryfirvöld viðvart um vonda lykt og slæmar aðstæður og þá var bráðaliðum vísað frá eftir að íbúar hringdu eftir hjálp. Sjö létust og búið er að loka hjúkrunarheimilunum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem spurningar vakna um aðstæður aldraðra þegar náttúruhamfarir ganga yfir en fyrir 16 árum drukknuðu nærri 40 manns á einu hjúkrunarheimili þegar fellibylurinn Katrína gekk yfir. Rannsókn yfirvalda nú snýr meðal annars að því hver tók ákvörðunina um að flytja fólkið á óöruggan stað og hver kom í veg fyrir að staðaryfirvöld skærust í leikinn. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum gerðu fulltrúar þess tilraun til að heimsækja vöruskemmuna á þriðjudag en var vísað á brott af starfsmönnum hjúkrunarheimilana. Bob Dean, eigandi hjúkrunarheimilana, sagði fjölda látinna ekki óvenjulegan og að vel hefði verið séð um fólkið. Umrædd hjúkrunarheimili hafa hins vegar jafnan hlotið lægstu mögulegu einkunn í úttektum. Til dæmis lést 86 ára íbúi eftir að hafa setið fastur um borð í rútu án loftræstingar árið 1998 og árið 2005 var greint frá því í fjölmiðlum að einn íbúa hefði verið fluttur á sjúkrahús eftir árás maura. Nicholas Muscarello Jr., einn þingmanna Louisiana, sagðist hafa heimsótt skemmuna á þriðjudag ásamt borgarstjóra Independence og fleirum eftir að hafa heyrt að mörg áköll eftir hjálp væru að berast frá íbúum. Fyrir utan hefðu verið haugar af rusli og inni fyrir hefði fólk legið þétt saman. Muscarello sagði að forsvarsmenn hjúkrunarheimilanna hefðu augljóslega ekki gert neitt til að gera skemmuna að ásættanlegum íverustað. Þeir sem létust voru á aldrinum 52 til 84 ára en þeir sem voru fluttir annað eftir að hafa verið bjargað úr skemmunni voru þreyttir og hungraðir. Margir höfðu ekki fengið lyfin sín í að minnsta kosti sólahring. Sex voru fluttir á sjúkrahús og tveir reyndust smitaðir af Covid-19. Washington Post fjallar ítarlega um málið.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Veður Eldri borgarar Fellibylurinn Ída Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira