Bændum í Skaftárhreppi stendur hreint ekki á sama um hlaupið Vésteinn Örn Pétursson og Snorri Másson skrifa 5. september 2021 14:07 Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum. Eldvatn í baksýn. Vísir/Egill Bóndi á Ytri-Ásum í Skaftárhreppi segist hafa áhyggjur af hlaupinu sem nú er hafið úr Eystri-Skaftárkatli. Hann segir að ef hlaupinu myndi svipa til þess sem varð árið 2015 yrði það allt annað en gæfulegt. „Það myndi fara mjög mikið fyrir því hérna. Því það er svo sáralítið farið að fjara hér eftir síðasta hlaup, í raun ekki neitt,“ segir Gísli Halldór Magnússon bóndi. Vatnið í Skaftá sé mikið fyrir, vegna hlaups úr vestari katlinum sem hófst í vikunni. Útlit er fyrir að vatn úr hlaupinu nái þjóðveginum annað kvöld. Þó er allur gangur á því hversu fljót hlaupin geta verið að brjótast fram. Því hefur Gísli sjálfur fengið að kynnast og hlaupið árið 2015 er honum í fersku minni, „Þá var þetta eins og flóðbylgja, sem var mjög óvenjulegt. En toppurinn kemur eftir svona tvo sólarhringa, lágmark.“ Vöxturinn í því hlaupi var mikill, líkt og Gísli vitnar sjálfur um. „Þá stóð mönnum ekki orðið á sama. Þetta kom bara eins og flóðbylgja fram, sem var sérstakt. Ég man að ég setti eitthvert prik út klukkan fimm um morguninn og til hálf tólf þá óx það um fjóra og hálfan metra í farveginum. Það er mikill vöxtur.“ Ráðum lítið við náttúruöflin Gísli segir fólk uggandi yfir hlaupinu sem nú er hafið. „Fólki er ekkert sama. Það er fénaður hér í hrauninu og hér á bæjum, til dæmis úti á Flögu, þá er hætta við að þar fari yfir tún og annað ef þetta verður mikið hlaup. Þetta brýtur úr öllum bökkum og rótar, fer yfir gróið land og eyðileggur. Þetta er svoddan leðja í þessu.“ Gísli hefur þannig nokkrar áhyggjur af því að mikið muni fara fyrir hlaupinu, með tilheyrandi eyðileggingu á gróðri og sandfoki sem kæmi upp þegar tæki að þorna. Hann segir þó að enn um sinn sé erfitt að segja til um áhrifin. „Ég vona náttúrulega að hlaupið verði sem minnst, það er nú ekkert annað. Við ráðum nú ekki neitt við náttúruna eða yfir henni, kannski sem betur fer.“ Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Landbúnaður Tengdar fréttir Hlaup hafið í Eystri-Skaftárkatli Hlaup er hafið úr Eystri-Skaftárkatli, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Hlaupið kemur í kjölfar hlaups úr vestari katlinum, sem nú er sagt í rénun. Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að hlaupvatn nái þjóðveginum annað kvöld. 5. september 2021 12:06 Flogið yfir sigkatlana í Skaftárjökli Rennsli virðist fara hægt minnkandi í Skaftá við Sveinstind. Rennslið náði hámarki á miðnætti aðfaranótt 2. september og var þá um 520 rúmmetrar á sekúndu. 4. september 2021 10:08 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Það myndi fara mjög mikið fyrir því hérna. Því það er svo sáralítið farið að fjara hér eftir síðasta hlaup, í raun ekki neitt,“ segir Gísli Halldór Magnússon bóndi. Vatnið í Skaftá sé mikið fyrir, vegna hlaups úr vestari katlinum sem hófst í vikunni. Útlit er fyrir að vatn úr hlaupinu nái þjóðveginum annað kvöld. Þó er allur gangur á því hversu fljót hlaupin geta verið að brjótast fram. Því hefur Gísli sjálfur fengið að kynnast og hlaupið árið 2015 er honum í fersku minni, „Þá var þetta eins og flóðbylgja, sem var mjög óvenjulegt. En toppurinn kemur eftir svona tvo sólarhringa, lágmark.“ Vöxturinn í því hlaupi var mikill, líkt og Gísli vitnar sjálfur um. „Þá stóð mönnum ekki orðið á sama. Þetta kom bara eins og flóðbylgja fram, sem var sérstakt. Ég man að ég setti eitthvert prik út klukkan fimm um morguninn og til hálf tólf þá óx það um fjóra og hálfan metra í farveginum. Það er mikill vöxtur.“ Ráðum lítið við náttúruöflin Gísli segir fólk uggandi yfir hlaupinu sem nú er hafið. „Fólki er ekkert sama. Það er fénaður hér í hrauninu og hér á bæjum, til dæmis úti á Flögu, þá er hætta við að þar fari yfir tún og annað ef þetta verður mikið hlaup. Þetta brýtur úr öllum bökkum og rótar, fer yfir gróið land og eyðileggur. Þetta er svoddan leðja í þessu.“ Gísli hefur þannig nokkrar áhyggjur af því að mikið muni fara fyrir hlaupinu, með tilheyrandi eyðileggingu á gróðri og sandfoki sem kæmi upp þegar tæki að þorna. Hann segir þó að enn um sinn sé erfitt að segja til um áhrifin. „Ég vona náttúrulega að hlaupið verði sem minnst, það er nú ekkert annað. Við ráðum nú ekki neitt við náttúruna eða yfir henni, kannski sem betur fer.“
Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Landbúnaður Tengdar fréttir Hlaup hafið í Eystri-Skaftárkatli Hlaup er hafið úr Eystri-Skaftárkatli, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Hlaupið kemur í kjölfar hlaups úr vestari katlinum, sem nú er sagt í rénun. Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að hlaupvatn nái þjóðveginum annað kvöld. 5. september 2021 12:06 Flogið yfir sigkatlana í Skaftárjökli Rennsli virðist fara hægt minnkandi í Skaftá við Sveinstind. Rennslið náði hámarki á miðnætti aðfaranótt 2. september og var þá um 520 rúmmetrar á sekúndu. 4. september 2021 10:08 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hlaup hafið í Eystri-Skaftárkatli Hlaup er hafið úr Eystri-Skaftárkatli, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Hlaupið kemur í kjölfar hlaups úr vestari katlinum, sem nú er sagt í rénun. Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að hlaupvatn nái þjóðveginum annað kvöld. 5. september 2021 12:06
Flogið yfir sigkatlana í Skaftárjökli Rennsli virðist fara hægt minnkandi í Skaftá við Sveinstind. Rennslið náði hámarki á miðnætti aðfaranótt 2. september og var þá um 520 rúmmetrar á sekúndu. 4. september 2021 10:08