Hvað gekk ráðherra til? Hanna Katrín Friðriksson skrifar 3. september 2021 13:01 Sjúkraþjálfarar eru komnir aftur í náðina hjá heilbrigðisráðherra. Svona að mestu. Líklega væri þó réttara að segja að ráðherrann væri hættur að gera upp á milli skjólstæðinga sjúkraþjálfara. Það eru góðar fréttir og ekki alveg óviðbúnar, enda eru að koma kosningar. Eftir stendur hins vegar stóra spurningin sem ekki hefur fengist svar við; hvað gekk ráðherra til? Það urðu sem sagt þau tímamót núna í vikunni að heilbrigðisráðherra felldi úr gildi skilyrði sitt um að sjúkraþjálfarar þyrftu að hafa starfað í tvö ár hjá ríkinu áður en yfirvöld tækju þátt í kostnaði sjúklinga þeirra. Þessi reglugerð kom eins og skrattinn úr sauðaleggnum í vetur. Reglugerðin skaðaði atvinnumöguleika fjölda nýútskrifaðra sjúkraþjálfara auk þess sem nemar á lokaári, sem voru í starfsþjálfun á stofum og búnir að fá vilyrði fyrir áframhaldandi vinnu þar enda komnir með eigin skjólstæðingahóp, þurftu að leita annað eftir útskrift. Til ríkisrekinna heilbrigðisstofnana, sem alls ekki gátu tekið við öllum né boðið upp á sérhæfingu í því sem þetta unga fagfólk vildi helst sérhæfa sig í. Það vita enda allir sem vilja vita að viðfangsefni sjúkraþjálfara eru mörg og misjöfn og verkefni sjúkraþjálfara á heilbrigðisstofnunum ólík þeim sem einkastofur fást helst við. Tvöfalt kerfi í boði ríkisstjórnarinnar Eigum við að tala um áhrifin á fólk, á skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins? Á fólk sem stjórnvöld segja að eigi að hafa jafnan aðgang að þjónustunni? Það eru fleiri hundruð á biðlistum eftir þjónustu sjúkraþjálfara og þeim fjölgaði verulega við þetta óskiljanlega útspil stjórnvalda. Reyndar komust alls ekki allir á biðlistana því margir sjúkraþjálfarar voru einfaldlega hættir að bæta við fólki. Þrautalending hjá mörgum var að leita til þeirra sjúkraþjálfara sem heilbrigðisráðherra hafði hent út og borga þar með mun hærri upphæð en aðrir, þrátt fyrir að hafa sömu almennu sjúkratryggingu. Þetta er einfaldlega uppskriftin að tvöföldu heilbrigðiskerfi, þar sem fólk getur greitt hærra verð til að komast framar í röðinni – kerfi sem til þessa hefur verið algjör samhljómur um að við viljum ekki í íslensku samfélagi. Hvað með talþjálfun barna? Í samskiptum heilbrigðisyfirvalda við talmeinafræðinga hefur sama ruglið viðgengist. Ríkisvæðing án þess að ríkið sé tilbúið. Afleiðingin er sú að hátt í eitt þúsund börn bíða eftir aðstoð talmeinafræðinga og biðin getur verið allt að þrjú ár. Börn með málþroskaröskun bíða ekki í þrjú ár eftir aðstoð án þess að það komi verulega niður á lífsgæðum þeirra. Og hvernig líður foreldrum þessara barna í vanmætti sínum? Vonandi kemur önnur frétt næstu daga frá heilbrigðisráðherra um að þessari reglugerð verði kippt úr sambandi líka. Svona gera menn ekki Það er auðvitað fagnaðarefni að heilbrigðisráðherra hafi séð ljósið, alla vega með sjúkraþjálfarana. En eftir stendur spurningin um hvað ráðherra hafi gengið til. Þessi flumbrugangur, þessi illa ígrundaða breyting, hefur til viðbótar við lengingu biðlista haft slæm og mögulega óafturkræf áhrif á starf fjölda fólks. Sjúkraþjálfara- og talmeinastofur hafa sagt upp fólki. Þær hafa sagt upp samningum um þjónustu t.d. við sveitarfélög og það þarf ekki sérstaka innsýn í rekstur til að skilja að afleiðingar af svona fúski verða ekki lagfærðar á einni nóttu. Samvinna í stað sundrungar Ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur unnið sér það til frægðar að hafa þrengt úr öllu hófi að fjölbreytni innan heilbrigðiskerfisins. Við þurfum ríkisstjórn sem snýr af þessari óheillabraut. Ríkisstjórn sem setur þjónustuna við fólk í fyrsta sæti. Þar sem kraftar fagfólks eru notaðir þar sem þeir nýtast best. Þar sem lykilorðið er samvinna en ekki sundrung. Það eru almannahagsmunir. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Heilbrigðismál Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Sjúkraþjálfarar eru komnir aftur í náðina hjá heilbrigðisráðherra. Svona að mestu. Líklega væri þó réttara að segja að ráðherrann væri hættur að gera upp á milli skjólstæðinga sjúkraþjálfara. Það eru góðar fréttir og ekki alveg óviðbúnar, enda eru að koma kosningar. Eftir stendur hins vegar stóra spurningin sem ekki hefur fengist svar við; hvað gekk ráðherra til? Það urðu sem sagt þau tímamót núna í vikunni að heilbrigðisráðherra felldi úr gildi skilyrði sitt um að sjúkraþjálfarar þyrftu að hafa starfað í tvö ár hjá ríkinu áður en yfirvöld tækju þátt í kostnaði sjúklinga þeirra. Þessi reglugerð kom eins og skrattinn úr sauðaleggnum í vetur. Reglugerðin skaðaði atvinnumöguleika fjölda nýútskrifaðra sjúkraþjálfara auk þess sem nemar á lokaári, sem voru í starfsþjálfun á stofum og búnir að fá vilyrði fyrir áframhaldandi vinnu þar enda komnir með eigin skjólstæðingahóp, þurftu að leita annað eftir útskrift. Til ríkisrekinna heilbrigðisstofnana, sem alls ekki gátu tekið við öllum né boðið upp á sérhæfingu í því sem þetta unga fagfólk vildi helst sérhæfa sig í. Það vita enda allir sem vilja vita að viðfangsefni sjúkraþjálfara eru mörg og misjöfn og verkefni sjúkraþjálfara á heilbrigðisstofnunum ólík þeim sem einkastofur fást helst við. Tvöfalt kerfi í boði ríkisstjórnarinnar Eigum við að tala um áhrifin á fólk, á skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins? Á fólk sem stjórnvöld segja að eigi að hafa jafnan aðgang að þjónustunni? Það eru fleiri hundruð á biðlistum eftir þjónustu sjúkraþjálfara og þeim fjölgaði verulega við þetta óskiljanlega útspil stjórnvalda. Reyndar komust alls ekki allir á biðlistana því margir sjúkraþjálfarar voru einfaldlega hættir að bæta við fólki. Þrautalending hjá mörgum var að leita til þeirra sjúkraþjálfara sem heilbrigðisráðherra hafði hent út og borga þar með mun hærri upphæð en aðrir, þrátt fyrir að hafa sömu almennu sjúkratryggingu. Þetta er einfaldlega uppskriftin að tvöföldu heilbrigðiskerfi, þar sem fólk getur greitt hærra verð til að komast framar í röðinni – kerfi sem til þessa hefur verið algjör samhljómur um að við viljum ekki í íslensku samfélagi. Hvað með talþjálfun barna? Í samskiptum heilbrigðisyfirvalda við talmeinafræðinga hefur sama ruglið viðgengist. Ríkisvæðing án þess að ríkið sé tilbúið. Afleiðingin er sú að hátt í eitt þúsund börn bíða eftir aðstoð talmeinafræðinga og biðin getur verið allt að þrjú ár. Börn með málþroskaröskun bíða ekki í þrjú ár eftir aðstoð án þess að það komi verulega niður á lífsgæðum þeirra. Og hvernig líður foreldrum þessara barna í vanmætti sínum? Vonandi kemur önnur frétt næstu daga frá heilbrigðisráðherra um að þessari reglugerð verði kippt úr sambandi líka. Svona gera menn ekki Það er auðvitað fagnaðarefni að heilbrigðisráðherra hafi séð ljósið, alla vega með sjúkraþjálfarana. En eftir stendur spurningin um hvað ráðherra hafi gengið til. Þessi flumbrugangur, þessi illa ígrundaða breyting, hefur til viðbótar við lengingu biðlista haft slæm og mögulega óafturkræf áhrif á starf fjölda fólks. Sjúkraþjálfara- og talmeinastofur hafa sagt upp fólki. Þær hafa sagt upp samningum um þjónustu t.d. við sveitarfélög og það þarf ekki sérstaka innsýn í rekstur til að skilja að afleiðingar af svona fúski verða ekki lagfærðar á einni nóttu. Samvinna í stað sundrungar Ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur unnið sér það til frægðar að hafa þrengt úr öllu hófi að fjölbreytni innan heilbrigðiskerfisins. Við þurfum ríkisstjórn sem snýr af þessari óheillabraut. Ríkisstjórn sem setur þjónustuna við fólk í fyrsta sæti. Þar sem kraftar fagfólks eru notaðir þar sem þeir nýtast best. Þar sem lykilorðið er samvinna en ekki sundrung. Það eru almannahagsmunir. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun