Hvað gekk ráðherra til? Hanna Katrín Friðriksson skrifar 3. september 2021 13:01 Sjúkraþjálfarar eru komnir aftur í náðina hjá heilbrigðisráðherra. Svona að mestu. Líklega væri þó réttara að segja að ráðherrann væri hættur að gera upp á milli skjólstæðinga sjúkraþjálfara. Það eru góðar fréttir og ekki alveg óviðbúnar, enda eru að koma kosningar. Eftir stendur hins vegar stóra spurningin sem ekki hefur fengist svar við; hvað gekk ráðherra til? Það urðu sem sagt þau tímamót núna í vikunni að heilbrigðisráðherra felldi úr gildi skilyrði sitt um að sjúkraþjálfarar þyrftu að hafa starfað í tvö ár hjá ríkinu áður en yfirvöld tækju þátt í kostnaði sjúklinga þeirra. Þessi reglugerð kom eins og skrattinn úr sauðaleggnum í vetur. Reglugerðin skaðaði atvinnumöguleika fjölda nýútskrifaðra sjúkraþjálfara auk þess sem nemar á lokaári, sem voru í starfsþjálfun á stofum og búnir að fá vilyrði fyrir áframhaldandi vinnu þar enda komnir með eigin skjólstæðingahóp, þurftu að leita annað eftir útskrift. Til ríkisrekinna heilbrigðisstofnana, sem alls ekki gátu tekið við öllum né boðið upp á sérhæfingu í því sem þetta unga fagfólk vildi helst sérhæfa sig í. Það vita enda allir sem vilja vita að viðfangsefni sjúkraþjálfara eru mörg og misjöfn og verkefni sjúkraþjálfara á heilbrigðisstofnunum ólík þeim sem einkastofur fást helst við. Tvöfalt kerfi í boði ríkisstjórnarinnar Eigum við að tala um áhrifin á fólk, á skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins? Á fólk sem stjórnvöld segja að eigi að hafa jafnan aðgang að þjónustunni? Það eru fleiri hundruð á biðlistum eftir þjónustu sjúkraþjálfara og þeim fjölgaði verulega við þetta óskiljanlega útspil stjórnvalda. Reyndar komust alls ekki allir á biðlistana því margir sjúkraþjálfarar voru einfaldlega hættir að bæta við fólki. Þrautalending hjá mörgum var að leita til þeirra sjúkraþjálfara sem heilbrigðisráðherra hafði hent út og borga þar með mun hærri upphæð en aðrir, þrátt fyrir að hafa sömu almennu sjúkratryggingu. Þetta er einfaldlega uppskriftin að tvöföldu heilbrigðiskerfi, þar sem fólk getur greitt hærra verð til að komast framar í röðinni – kerfi sem til þessa hefur verið algjör samhljómur um að við viljum ekki í íslensku samfélagi. Hvað með talþjálfun barna? Í samskiptum heilbrigðisyfirvalda við talmeinafræðinga hefur sama ruglið viðgengist. Ríkisvæðing án þess að ríkið sé tilbúið. Afleiðingin er sú að hátt í eitt þúsund börn bíða eftir aðstoð talmeinafræðinga og biðin getur verið allt að þrjú ár. Börn með málþroskaröskun bíða ekki í þrjú ár eftir aðstoð án þess að það komi verulega niður á lífsgæðum þeirra. Og hvernig líður foreldrum þessara barna í vanmætti sínum? Vonandi kemur önnur frétt næstu daga frá heilbrigðisráðherra um að þessari reglugerð verði kippt úr sambandi líka. Svona gera menn ekki Það er auðvitað fagnaðarefni að heilbrigðisráðherra hafi séð ljósið, alla vega með sjúkraþjálfarana. En eftir stendur spurningin um hvað ráðherra hafi gengið til. Þessi flumbrugangur, þessi illa ígrundaða breyting, hefur til viðbótar við lengingu biðlista haft slæm og mögulega óafturkræf áhrif á starf fjölda fólks. Sjúkraþjálfara- og talmeinastofur hafa sagt upp fólki. Þær hafa sagt upp samningum um þjónustu t.d. við sveitarfélög og það þarf ekki sérstaka innsýn í rekstur til að skilja að afleiðingar af svona fúski verða ekki lagfærðar á einni nóttu. Samvinna í stað sundrungar Ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur unnið sér það til frægðar að hafa þrengt úr öllu hófi að fjölbreytni innan heilbrigðiskerfisins. Við þurfum ríkisstjórn sem snýr af þessari óheillabraut. Ríkisstjórn sem setur þjónustuna við fólk í fyrsta sæti. Þar sem kraftar fagfólks eru notaðir þar sem þeir nýtast best. Þar sem lykilorðið er samvinna en ekki sundrung. Það eru almannahagsmunir. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Heilbrigðismál Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Sjá meira
Sjúkraþjálfarar eru komnir aftur í náðina hjá heilbrigðisráðherra. Svona að mestu. Líklega væri þó réttara að segja að ráðherrann væri hættur að gera upp á milli skjólstæðinga sjúkraþjálfara. Það eru góðar fréttir og ekki alveg óviðbúnar, enda eru að koma kosningar. Eftir stendur hins vegar stóra spurningin sem ekki hefur fengist svar við; hvað gekk ráðherra til? Það urðu sem sagt þau tímamót núna í vikunni að heilbrigðisráðherra felldi úr gildi skilyrði sitt um að sjúkraþjálfarar þyrftu að hafa starfað í tvö ár hjá ríkinu áður en yfirvöld tækju þátt í kostnaði sjúklinga þeirra. Þessi reglugerð kom eins og skrattinn úr sauðaleggnum í vetur. Reglugerðin skaðaði atvinnumöguleika fjölda nýútskrifaðra sjúkraþjálfara auk þess sem nemar á lokaári, sem voru í starfsþjálfun á stofum og búnir að fá vilyrði fyrir áframhaldandi vinnu þar enda komnir með eigin skjólstæðingahóp, þurftu að leita annað eftir útskrift. Til ríkisrekinna heilbrigðisstofnana, sem alls ekki gátu tekið við öllum né boðið upp á sérhæfingu í því sem þetta unga fagfólk vildi helst sérhæfa sig í. Það vita enda allir sem vilja vita að viðfangsefni sjúkraþjálfara eru mörg og misjöfn og verkefni sjúkraþjálfara á heilbrigðisstofnunum ólík þeim sem einkastofur fást helst við. Tvöfalt kerfi í boði ríkisstjórnarinnar Eigum við að tala um áhrifin á fólk, á skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins? Á fólk sem stjórnvöld segja að eigi að hafa jafnan aðgang að þjónustunni? Það eru fleiri hundruð á biðlistum eftir þjónustu sjúkraþjálfara og þeim fjölgaði verulega við þetta óskiljanlega útspil stjórnvalda. Reyndar komust alls ekki allir á biðlistana því margir sjúkraþjálfarar voru einfaldlega hættir að bæta við fólki. Þrautalending hjá mörgum var að leita til þeirra sjúkraþjálfara sem heilbrigðisráðherra hafði hent út og borga þar með mun hærri upphæð en aðrir, þrátt fyrir að hafa sömu almennu sjúkratryggingu. Þetta er einfaldlega uppskriftin að tvöföldu heilbrigðiskerfi, þar sem fólk getur greitt hærra verð til að komast framar í röðinni – kerfi sem til þessa hefur verið algjör samhljómur um að við viljum ekki í íslensku samfélagi. Hvað með talþjálfun barna? Í samskiptum heilbrigðisyfirvalda við talmeinafræðinga hefur sama ruglið viðgengist. Ríkisvæðing án þess að ríkið sé tilbúið. Afleiðingin er sú að hátt í eitt þúsund börn bíða eftir aðstoð talmeinafræðinga og biðin getur verið allt að þrjú ár. Börn með málþroskaröskun bíða ekki í þrjú ár eftir aðstoð án þess að það komi verulega niður á lífsgæðum þeirra. Og hvernig líður foreldrum þessara barna í vanmætti sínum? Vonandi kemur önnur frétt næstu daga frá heilbrigðisráðherra um að þessari reglugerð verði kippt úr sambandi líka. Svona gera menn ekki Það er auðvitað fagnaðarefni að heilbrigðisráðherra hafi séð ljósið, alla vega með sjúkraþjálfarana. En eftir stendur spurningin um hvað ráðherra hafi gengið til. Þessi flumbrugangur, þessi illa ígrundaða breyting, hefur til viðbótar við lengingu biðlista haft slæm og mögulega óafturkræf áhrif á starf fjölda fólks. Sjúkraþjálfara- og talmeinastofur hafa sagt upp fólki. Þær hafa sagt upp samningum um þjónustu t.d. við sveitarfélög og það þarf ekki sérstaka innsýn í rekstur til að skilja að afleiðingar af svona fúski verða ekki lagfærðar á einni nóttu. Samvinna í stað sundrungar Ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur unnið sér það til frægðar að hafa þrengt úr öllu hófi að fjölbreytni innan heilbrigðiskerfisins. Við þurfum ríkisstjórn sem snýr af þessari óheillabraut. Ríkisstjórn sem setur þjónustuna við fólk í fyrsta sæti. Þar sem kraftar fagfólks eru notaðir þar sem þeir nýtast best. Þar sem lykilorðið er samvinna en ekki sundrung. Það eru almannahagsmunir. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun