Fótbolti

Sjáðu lagleg mörk varamannsins og klaufaleg mistök Elíasar í Hvíta-Rússlandi

Sindri Sverrisson skrifar
Finnur Tómas Pálmason stóð í vörn íslenska liðsins í Hvíta-Rússlandi í gær og horfir hér á boltann í höndum Elíasar Rafns Ólafssonar.
Finnur Tómas Pálmason stóð í vörn íslenska liðsins í Hvíta-Rússlandi í gær og horfir hér á boltann í höndum Elíasar Rafns Ólafssonar. Facebook/@belarusff

Íslenska U21-landsliðið í fótbolta karla hóf undankeppni EM á góðum sigri gegn Hvíta-Rússlandi á útivelli í gær, 2-1. Í fréttinni má sjá öll helstu atvik úr leiknum.

Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson kom inn á sem varamaður, fyrir fyrirliðann Brynjólf Willumsson, strax á 5. mínútu leiksins og reyndist hetja Íslands því hann skoraði bæði mörk liðsins.

Hákon skoraði fyrra markið á 20. mínútu með frábæru skoti eftir sendingu Kolbeins Þórðarsonar fram völlinn. Seinna markið skoraði hann snemma í seinni hálfleik eftir stórgóða fyrirgjöf Atla Barkarsonar af vinstri kantinum.

Eina mark Hvít-Rússa kom eftir slæm mistök Elíasar Rafns Ólafssonar sem sendi boltann of stutt frá sér, beint á Aleksandr Shestyuk sem vippaði glæsilega yfir Elías og í markið.

Öll helstu atvikin úr leiknum má sjá hér að neðan.

Ísland fékk því þrjú stig með sér heim en liðið mætir Grikklandi á Fylkisvelli á þriðjudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×