Segir Ísak Bergmann hafi valið rétt og að FCK muni græða: „Munu selja hann fyrir hærri upphæð en þeir greiddu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2021 12:02 Ísak Bergmann í leik með íslenska landsliðinu. DeFodi Images/Getty Images Ísak Bergmann Jóhannesson, einn eftirsóttasti og efnilegasti leikmaður Svíþjóðar, samdi við FC Kaupmannahöfn á dögunum. Sænski miðillinn Sportbladet fór ofan í saumana á því hvernig einn eftirsóttasti leikmaður efstu deildar endaði í Danmörku. „Fyrst Danir geta selt leikmenn fyrir 100 til 200 milljónir sænskra króna þá ættu sænsk lið að geta það líka,“ segir í upphafi greinar Sportbladet um sölu Ísaks Bergmanns. Nafni hans, Alexander Isak, er nefndur sem undantekningin sem sannar regluna. Sá leikur í dag með Real Sociedad á Spáni. Jonathan Levi, fyrrum samherji Ísaks Bergmanns hjá Norrköping, var viss um að Skagamaðurinn ungi yrði seldur á metfé. „Ég vona, og trúi, að við sjáum nýtt met. Hann ætti að vera seldur fyrir meira en 100 milljónir sænskra króna. Hann er ótrúlegur leikmaður og persónuleiki,“ sagði Levi í viðtali við Sportbladet í október á síðasta ári. Sænski miðillinn ákvað að leita svara við þeirri spurningu hvernig einn eftirsóttasti leikmaður Svíþjóðar endaði í Danmörku. Til þess fengu þeir Norðmanninn Stig Torbjörnsen í viðtal. Sá starfar fyrir Norrköping og hefur mótað innkaupastefnu liðsins undanfarin ár. Hann er því ein helsta ástæða þess að fjöldi Íslendinga er á mála hjá félaginu. Ákveðið stigveldi innan Norðurlanda „Það dreymir öllum um að fá gull og græna skóga fyrir leikmenn sína. Það er samt ákveðið stigveldi innan Norðurlanda og fólk þarf að átta sig á því. Í Noregi eru góðir leikmenn seldir fyrir rúmlega 20-25 milljónir sænskra króna. Í Svíþjóð eru leikmenn seldir á 30 til 60 milljónir sænskra króna en í Danmörku eru félög að selja leikmenn fyrir 100, 150 eða jafnvel 200 milljónir sænskra króna,“ segir Torbjörnsen. Ein sænsk króna eru 14,82 íslenskar krónur á núverandi gengi. Ísak Bergmann var seldur á rúmlega 50 milljónir sænskra króna eða nokkuð yfir 700 milljónir íslenskra króna. Miðað við það sem Torbjörnsen segir geta dönsk félög selt leikmenn á vel yfir milljarð íslenskra króna. Mohamed Daramy er nefndur sem dæmi en Ajax keypti hann á fyrir rúmlega 150 milljónir sænskra króna í sumar. Þá fór Kamaldeen Sulemana frá Nordsjælland til Rennais í Frakklandi fyrir allt að 200 milljónir sænskra króna. Torbjörnsen segir það einfaldlega vera upphæðir sem sjáist ekki í Svíþjóð. Danmörk á toppnum „Danmörk er einfaldlega betri knattspyrnuþjóð heldur en hinar Norðurlandaþjóðirnar,“ sagði Torbjörnsen og andvarpaði. Svíþjóð er í öðru sæti og þar á eftir kemur Noregur bætti hann svo við. Hann bendir einnig á að danska A og U-21 árs landsliðið ásamt stærstu liðum Danmerkur séu einfaldlega í öðrum gæðaflokki en önnur lið á Norðurlöndunum. Þar skiptir sköpum að erlendir fjárfestar sem og ríkir einstaklingar heima fyrir geti fjárfest í félögunum og í raun stýrt þeim. „Danir eru með fjögur lið í Evrópukeppnunum þremur. Svíþjóð og Noregur eru með eitt hvort. Fólk blótar því að við höfum selt Ísak Bergmann til Kaupmannahafnar en FCK hefur verið í Evrópu nær statt og stöðugt í 15 til 20 ár. Malmö á skilið mikið hrós fyrir afrek sín en önnur lið í sænsku úrvalsdeildinni eru ekki á þeim stað.“ "Hade inte sålt honom för 30 miljoner"https://t.co/1Y11gda2FS— Sportbladet (@sportbladet) September 1, 2021 Torbjörnsen gagnrýndi einnig blaðamenn fyrir fréttaflutning sinn. Það að stórlið Evrópu hafi mætt og fylgst með Ísaki Bergmanni þýðir ekki að hann hafi verið á leið þangað fyrir fúlgur fjár. „Njósnarar stærstu liða Evrópu heimsækja öll stórliðin á Norðurlöndunum. Þau vilja fá staðfestingu á því hvort leikmenn séu jafn góðir og orðrómarnir segja til um. Ef leikmaður á svo slakan leik þegar njósnarinn mætir fara þeir bara í „Áhugaverðir leikmenn“ möppuna. Það er mjög langur vegur frá því að njósnari komi á leik og þangað til leikmaður er seldur.“ Segir Ísak Bergmann hafa valið rétt „Ég skil að stuðningsfólk vilji selja leikmenn fyrir eins háa upphæð og mögulegt er. En hvað ef þau tilboð koma ekki, hvað gerist þá? Fólk var að spyrja sig af hverju hann fór ekki til Chelsea en fyrir leikmann á borð við Ísak Bergmann er betra að fara í smærra lið á þessum tímapunkti.“ „Holland er góður kostur en FC Kaupmannahöfn er klárlega betri kostur. Félagið er mun betra og stærra en flest félög Hollands fyrir utan stórliðin. FCK vinnur Groningen í sjö af tíu skiptum og spilar næstum alltaf í Evrópu.“ „FCK mun selja hann fyrir hærri upphæð en þeir borguðu okkur. Þannig virkar stigveldið.“ Norðmaðurinn Jens Petter Hauge er nefndur á nafn í tengslum við sölur leikmanna frá Norðurlöndunum. Hann fór frá Bodø/Glimt til AC Milan á 40 milljónir sænskra króna. Hann fékk lítið að spila í Mílanó og var á endanum seldur til þýska úrvalsdeildarfélagsins Eintracht Frankfurtá 120 milljónir sænskra króna. Torbjörnsen nefnir einnig hvernig leikmenn frá Afríku fara nær aldrei beint til stórliða í Evrópu. Kamaldeen Sulemana verandi nýjasta dæmið en hann kemur frá Ghana. „Stórliðin hafa efni á því að bíða, svo þegar leikmaðurinn hefur sýnt sig og sannað þá eru þau tilbúin að fjárfesta í þeim.“ Norrköping er góður stökkpallur Þó Norrköping geti ekki selt leikmenn á sama verði og félög í Danmörku þá er félagið góður stökkpallur fyrir leikmenn sem vilja ná lengra á sínum ferli. Á undanförnum árum hefur félagið verið duglegt að selja leikmenn fyrir 30-50 milljónir sænskra króna. Leikmenn á borð við Arnór Sigurðsson (Venezia, á láni frá CSKA Moskvu), Pontus Almqvist (Rostov), Niclas Eliasson (Nîmes), Jordan Larsson (Spartak Moskva) og Sead Hakšabanović (Rubin Kazan) hafa allir verið seldir út fyrir landsteinana. Allir nema Eliasson fóru frá Norrköping til Rússlands. „Þetta er ekki heppni. Við höfum skapað ákveðna ímynd hjá Norrköping. Við seljum leikmenn fyrir slíkar upphæðir því við sækjum leikmenn sem við teljum að verði góðar söluvörur þegar fram líða stundir. Þó það sé jákvætt þá vinnum við innan ákveðins stigveldi. Það er ákveðið þak á þeirri upphæð sem við getum fengið fyrir leikmennina okkar.“ Langt í land Það er enn töluvert í að sænsk félög geti selt leikmenn fyrir jafn háar upphæðir og gengur og gerist í Danmörku. „Okkur dreymir um að ná Danmörku en það er ekki svo auðvelt, hvorki fyrir okkur né Noreg. Verð leikmanna í Danmörku mun hækka í framtíðinni, félög þar í landi gætu selt leikmann fyrir 250 milljónir á meðan við getum selt fyrir 80 milljónir. Munurinn á milli deildanna mun því áfram vera sá sami,“ sagði Torbjörnsen að lokum í ítarlegu viðtali sínu við Sportbladet í Svíþjóð. Fótbolti Danski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Í beinni: Danmörk - Spánn | Evrópumeistararnir mæta á Parken Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Sjá meira
„Fyrst Danir geta selt leikmenn fyrir 100 til 200 milljónir sænskra króna þá ættu sænsk lið að geta það líka,“ segir í upphafi greinar Sportbladet um sölu Ísaks Bergmanns. Nafni hans, Alexander Isak, er nefndur sem undantekningin sem sannar regluna. Sá leikur í dag með Real Sociedad á Spáni. Jonathan Levi, fyrrum samherji Ísaks Bergmanns hjá Norrköping, var viss um að Skagamaðurinn ungi yrði seldur á metfé. „Ég vona, og trúi, að við sjáum nýtt met. Hann ætti að vera seldur fyrir meira en 100 milljónir sænskra króna. Hann er ótrúlegur leikmaður og persónuleiki,“ sagði Levi í viðtali við Sportbladet í október á síðasta ári. Sænski miðillinn ákvað að leita svara við þeirri spurningu hvernig einn eftirsóttasti leikmaður Svíþjóðar endaði í Danmörku. Til þess fengu þeir Norðmanninn Stig Torbjörnsen í viðtal. Sá starfar fyrir Norrköping og hefur mótað innkaupastefnu liðsins undanfarin ár. Hann er því ein helsta ástæða þess að fjöldi Íslendinga er á mála hjá félaginu. Ákveðið stigveldi innan Norðurlanda „Það dreymir öllum um að fá gull og græna skóga fyrir leikmenn sína. Það er samt ákveðið stigveldi innan Norðurlanda og fólk þarf að átta sig á því. Í Noregi eru góðir leikmenn seldir fyrir rúmlega 20-25 milljónir sænskra króna. Í Svíþjóð eru leikmenn seldir á 30 til 60 milljónir sænskra króna en í Danmörku eru félög að selja leikmenn fyrir 100, 150 eða jafnvel 200 milljónir sænskra króna,“ segir Torbjörnsen. Ein sænsk króna eru 14,82 íslenskar krónur á núverandi gengi. Ísak Bergmann var seldur á rúmlega 50 milljónir sænskra króna eða nokkuð yfir 700 milljónir íslenskra króna. Miðað við það sem Torbjörnsen segir geta dönsk félög selt leikmenn á vel yfir milljarð íslenskra króna. Mohamed Daramy er nefndur sem dæmi en Ajax keypti hann á fyrir rúmlega 150 milljónir sænskra króna í sumar. Þá fór Kamaldeen Sulemana frá Nordsjælland til Rennais í Frakklandi fyrir allt að 200 milljónir sænskra króna. Torbjörnsen segir það einfaldlega vera upphæðir sem sjáist ekki í Svíþjóð. Danmörk á toppnum „Danmörk er einfaldlega betri knattspyrnuþjóð heldur en hinar Norðurlandaþjóðirnar,“ sagði Torbjörnsen og andvarpaði. Svíþjóð er í öðru sæti og þar á eftir kemur Noregur bætti hann svo við. Hann bendir einnig á að danska A og U-21 árs landsliðið ásamt stærstu liðum Danmerkur séu einfaldlega í öðrum gæðaflokki en önnur lið á Norðurlöndunum. Þar skiptir sköpum að erlendir fjárfestar sem og ríkir einstaklingar heima fyrir geti fjárfest í félögunum og í raun stýrt þeim. „Danir eru með fjögur lið í Evrópukeppnunum þremur. Svíþjóð og Noregur eru með eitt hvort. Fólk blótar því að við höfum selt Ísak Bergmann til Kaupmannahafnar en FCK hefur verið í Evrópu nær statt og stöðugt í 15 til 20 ár. Malmö á skilið mikið hrós fyrir afrek sín en önnur lið í sænsku úrvalsdeildinni eru ekki á þeim stað.“ "Hade inte sålt honom för 30 miljoner"https://t.co/1Y11gda2FS— Sportbladet (@sportbladet) September 1, 2021 Torbjörnsen gagnrýndi einnig blaðamenn fyrir fréttaflutning sinn. Það að stórlið Evrópu hafi mætt og fylgst með Ísaki Bergmanni þýðir ekki að hann hafi verið á leið þangað fyrir fúlgur fjár. „Njósnarar stærstu liða Evrópu heimsækja öll stórliðin á Norðurlöndunum. Þau vilja fá staðfestingu á því hvort leikmenn séu jafn góðir og orðrómarnir segja til um. Ef leikmaður á svo slakan leik þegar njósnarinn mætir fara þeir bara í „Áhugaverðir leikmenn“ möppuna. Það er mjög langur vegur frá því að njósnari komi á leik og þangað til leikmaður er seldur.“ Segir Ísak Bergmann hafa valið rétt „Ég skil að stuðningsfólk vilji selja leikmenn fyrir eins háa upphæð og mögulegt er. En hvað ef þau tilboð koma ekki, hvað gerist þá? Fólk var að spyrja sig af hverju hann fór ekki til Chelsea en fyrir leikmann á borð við Ísak Bergmann er betra að fara í smærra lið á þessum tímapunkti.“ „Holland er góður kostur en FC Kaupmannahöfn er klárlega betri kostur. Félagið er mun betra og stærra en flest félög Hollands fyrir utan stórliðin. FCK vinnur Groningen í sjö af tíu skiptum og spilar næstum alltaf í Evrópu.“ „FCK mun selja hann fyrir hærri upphæð en þeir borguðu okkur. Þannig virkar stigveldið.“ Norðmaðurinn Jens Petter Hauge er nefndur á nafn í tengslum við sölur leikmanna frá Norðurlöndunum. Hann fór frá Bodø/Glimt til AC Milan á 40 milljónir sænskra króna. Hann fékk lítið að spila í Mílanó og var á endanum seldur til þýska úrvalsdeildarfélagsins Eintracht Frankfurtá 120 milljónir sænskra króna. Torbjörnsen nefnir einnig hvernig leikmenn frá Afríku fara nær aldrei beint til stórliða í Evrópu. Kamaldeen Sulemana verandi nýjasta dæmið en hann kemur frá Ghana. „Stórliðin hafa efni á því að bíða, svo þegar leikmaðurinn hefur sýnt sig og sannað þá eru þau tilbúin að fjárfesta í þeim.“ Norrköping er góður stökkpallur Þó Norrköping geti ekki selt leikmenn á sama verði og félög í Danmörku þá er félagið góður stökkpallur fyrir leikmenn sem vilja ná lengra á sínum ferli. Á undanförnum árum hefur félagið verið duglegt að selja leikmenn fyrir 30-50 milljónir sænskra króna. Leikmenn á borð við Arnór Sigurðsson (Venezia, á láni frá CSKA Moskvu), Pontus Almqvist (Rostov), Niclas Eliasson (Nîmes), Jordan Larsson (Spartak Moskva) og Sead Hakšabanović (Rubin Kazan) hafa allir verið seldir út fyrir landsteinana. Allir nema Eliasson fóru frá Norrköping til Rússlands. „Þetta er ekki heppni. Við höfum skapað ákveðna ímynd hjá Norrköping. Við seljum leikmenn fyrir slíkar upphæðir því við sækjum leikmenn sem við teljum að verði góðar söluvörur þegar fram líða stundir. Þó það sé jákvætt þá vinnum við innan ákveðins stigveldi. Það er ákveðið þak á þeirri upphæð sem við getum fengið fyrir leikmennina okkar.“ Langt í land Það er enn töluvert í að sænsk félög geti selt leikmenn fyrir jafn háar upphæðir og gengur og gerist í Danmörku. „Okkur dreymir um að ná Danmörku en það er ekki svo auðvelt, hvorki fyrir okkur né Noreg. Verð leikmanna í Danmörku mun hækka í framtíðinni, félög þar í landi gætu selt leikmann fyrir 250 milljónir á meðan við getum selt fyrir 80 milljónir. Munurinn á milli deildanna mun því áfram vera sá sami,“ sagði Torbjörnsen að lokum í ítarlegu viðtali sínu við Sportbladet í Svíþjóð.
Fótbolti Danski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Í beinni: Danmörk - Spánn | Evrópumeistararnir mæta á Parken Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Sjá meira
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti