Óska eftir svigrúmi fyrir knattspyrnuhreyfinguna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. ágúst 2021 23:38 Stjórn KSÍ sagði af sér í gær, degi eftir að formaðurinn Guðni Bergsson sagði af sér. KSÍ/ksi.is Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íslenskur toppfótbolti og Knattspyrnusamband Íslands óskar eftir því að knattspyrnuhreyfingin á Íslandi fái svigrúm til þess að framfylgja aðgerðaráætlun sem samþykkt var á fundi stjórnar KSÍ í gær. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá samböndunum þremur. Þar segir að öll spjót hafi beinst að knattspyrnuhreyfingunni síðustu daga. Þar er vísað til þess að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sagði af sér á sunnudag eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu leikmanns karlalandsliðsins í knattspyrnu haustið 2017. Leikmaðurinn, sem reyndist vera Kolbeinn Sigþórsson, hafi gengist við ofbeldinu og greitt henni miskabætur. Guðni hafi vitað af málinu en sagði í Kastljósi í síðustu viku að ekkert kynferðisofbeldismál hafi komið inn á borð stjórnar KSÍ. Stjórn KSÍ eins og hún leggur sig sagði síðan af sér í gærkvöldi, eftir fyrri yfirlýsingar um að hún hygðist sitja áfram eftir afsögn Guðna. Orðspor knattspyrnuhreyfingarinnar hafi beðið hnekki „Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og félög innan Íslensks toppfótbolta (ÍTF) styðja KSÍ heilshugar við framkvæmd þeirrar aðgerðaráætlunar sem samþykkt var á fundi stjórnar KSÍ í gær. Boðunarfrestur aukaþings er einn mánuður og gera má ráð fyrir því að til þingsins verði boðað á allra næstu dögum,“ segir í yfirlýsingunni. Þá kemur fram að ÍSÍ og KSÍ hafi skipað faghóp sem vinni að gerð og endurskoðun verkferla, „svo tryggja megi enn betur rétt viðbrögð við tilkynningum viðkvæmra mála.“ Hópurinn vinni í samstarfi við samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsmála. Uppfærðir verkferlar verði í kjölfarið innleiddir í allar einingar ÍSÍ, svo hreyfingin í heild verði betur í stakk búin til að sinna málum af fagmennsku. „Orðspor knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi hefur beðið hnekki en hreyfingin býr yfir styrk, getu, tækifærum og öflugu starfsfólki, iðkendum og sjálfboðaliðum sem í sameiningu geta bætt úr og mætt þeim áskorunum sem fram hafa komið. ÍSÍ, KSÍ og ÍTF óska eftir því að knattspyrnuhreyfingin fái svigrúm til að framfylgja ofangreindri aðgerðaráætlun svo hægt sé bæta með sem skjótustum hætti úr málum. Fyrir liggja mörg krefjandi verkefni, meðal annars varðandi mótahald og þátttöku í alþjóðlegum mótum. ÍSÍ og félög innan ÍTF styðja KSÍ til þeirra verka, samhliða framkvæmd ofangreindra úrbótaaðgerða,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. ÍSÍ KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Stjórn KSÍ skoðar að fá sér talsmann vegna mála síðustu daga Stjórn Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) er með það til skoðunar að ráða inn utanaðkomandi aðila til að vera „talsmaður stjórnar“ í þeim málum sem hafa dunið á henni síðustu daga. 31. ágúst 2021 21:11 Óttast að FIFA taki yfir stjórn KSÍ ef Klara stígur til hliðar Meðlimir stjórnar Knattspyrnusambands Íslands, sem sagði af sér í gær og boðaði til aukaþings þar sem ný stjórn verður kjörin, hefur varist allra frétta af framgangi mála innan sambandsins í dag. Stjórnin óttast að FIFA taki yfir stjórn sambandsins, verði framkvæmdastjóranum vikið úr starfi. 31. ágúst 2021 19:11 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Sjá meira
Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá samböndunum þremur. Þar segir að öll spjót hafi beinst að knattspyrnuhreyfingunni síðustu daga. Þar er vísað til þess að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sagði af sér á sunnudag eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu leikmanns karlalandsliðsins í knattspyrnu haustið 2017. Leikmaðurinn, sem reyndist vera Kolbeinn Sigþórsson, hafi gengist við ofbeldinu og greitt henni miskabætur. Guðni hafi vitað af málinu en sagði í Kastljósi í síðustu viku að ekkert kynferðisofbeldismál hafi komið inn á borð stjórnar KSÍ. Stjórn KSÍ eins og hún leggur sig sagði síðan af sér í gærkvöldi, eftir fyrri yfirlýsingar um að hún hygðist sitja áfram eftir afsögn Guðna. Orðspor knattspyrnuhreyfingarinnar hafi beðið hnekki „Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og félög innan Íslensks toppfótbolta (ÍTF) styðja KSÍ heilshugar við framkvæmd þeirrar aðgerðaráætlunar sem samþykkt var á fundi stjórnar KSÍ í gær. Boðunarfrestur aukaþings er einn mánuður og gera má ráð fyrir því að til þingsins verði boðað á allra næstu dögum,“ segir í yfirlýsingunni. Þá kemur fram að ÍSÍ og KSÍ hafi skipað faghóp sem vinni að gerð og endurskoðun verkferla, „svo tryggja megi enn betur rétt viðbrögð við tilkynningum viðkvæmra mála.“ Hópurinn vinni í samstarfi við samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsmála. Uppfærðir verkferlar verði í kjölfarið innleiddir í allar einingar ÍSÍ, svo hreyfingin í heild verði betur í stakk búin til að sinna málum af fagmennsku. „Orðspor knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi hefur beðið hnekki en hreyfingin býr yfir styrk, getu, tækifærum og öflugu starfsfólki, iðkendum og sjálfboðaliðum sem í sameiningu geta bætt úr og mætt þeim áskorunum sem fram hafa komið. ÍSÍ, KSÍ og ÍTF óska eftir því að knattspyrnuhreyfingin fái svigrúm til að framfylgja ofangreindri aðgerðaráætlun svo hægt sé bæta með sem skjótustum hætti úr málum. Fyrir liggja mörg krefjandi verkefni, meðal annars varðandi mótahald og þátttöku í alþjóðlegum mótum. ÍSÍ og félög innan ÍTF styðja KSÍ til þeirra verka, samhliða framkvæmd ofangreindra úrbótaaðgerða,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni.
ÍSÍ KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Stjórn KSÍ skoðar að fá sér talsmann vegna mála síðustu daga Stjórn Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) er með það til skoðunar að ráða inn utanaðkomandi aðila til að vera „talsmaður stjórnar“ í þeim málum sem hafa dunið á henni síðustu daga. 31. ágúst 2021 21:11 Óttast að FIFA taki yfir stjórn KSÍ ef Klara stígur til hliðar Meðlimir stjórnar Knattspyrnusambands Íslands, sem sagði af sér í gær og boðaði til aukaþings þar sem ný stjórn verður kjörin, hefur varist allra frétta af framgangi mála innan sambandsins í dag. Stjórnin óttast að FIFA taki yfir stjórn sambandsins, verði framkvæmdastjóranum vikið úr starfi. 31. ágúst 2021 19:11 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Sjá meira
Stjórn KSÍ skoðar að fá sér talsmann vegna mála síðustu daga Stjórn Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) er með það til skoðunar að ráða inn utanaðkomandi aðila til að vera „talsmaður stjórnar“ í þeim málum sem hafa dunið á henni síðustu daga. 31. ágúst 2021 21:11
Óttast að FIFA taki yfir stjórn KSÍ ef Klara stígur til hliðar Meðlimir stjórnar Knattspyrnusambands Íslands, sem sagði af sér í gær og boðaði til aukaþings þar sem ný stjórn verður kjörin, hefur varist allra frétta af framgangi mála innan sambandsins í dag. Stjórnin óttast að FIFA taki yfir stjórn sambandsins, verði framkvæmdastjóranum vikið úr starfi. 31. ágúst 2021 19:11