Börn sem ættu að sleppa við sóttkví þurfa samt í sóttkví vegna undirbúningsleysis Snorri Másson skrifar 31. ágúst 2021 21:25 Hraðpróf á fyrsta og fjórða degi eftir samskipti við smitaðan áttu að leysa ófáan undan sóttkvíarskyldu. En hraðprófin hafa ekki staðið til boða, þrátt fyrir að nýja úrræðið hafi tekið gildi fyrir viku. Vísir/Sigurjón Foreldrar eru margir í óvissu vegna nýrra leiðbeininga um sóttkví barna. Þar er gert ráð fyrir að börn sem ekki eiga í nánum samskiptum við hinn smitaða geti farið tvisvar í hraðpróf og sloppið við sóttkví. Ekkert hraðpróf hefur hins vegar enn verið tekið í þessu skyni. Sóttvarnalæknir gaf út endurskoðaðar leiðbeiningar um sóttkví fyrir tíu dögum, sem tóku svo gildi á þriðjudeginum fyrir viku. Það var til að milda höggið þegar smit kæmu upp í skólum víða um land og þau hafa ekki látið á sér standa. Fjöldi barna er í sóttkví en enn fleiri viðhafa smitgát, eins og þar segir. „Í smitgát geta krakkarnir farið áfram í skólann, fólk getur farið áfram í vinnu, en fer þá í hraðpróf á fyrsta degi og fjórða degi og er síðan laust úr þessu smitgát og þá sóttkví. Þannig að þetta er ákveðin breyting en það er bara ekki komin reynsla á þetta enn þá. Kerfin eru í vinnslu,“ segir Guðrún Aspelund, staðgengill sóttvarnalæknis. Hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu er undirbúningur í fullum gangi og vonast fólk til að geta farið að hraðprófa Íslendinga vegna smitgátar í fyrsta lagi í næstu viku. Þangað til má segja að nýja smitgátin sé í raun og veru í skötulíki, af því að hraðprófin eru auðvitað forsendan fyrir því að fólk fái að sleppa við sóttkví. Á þessari stundu eru þau ekki skylda, enda eru þau ekki í boði. Þegar smit greindust í Flataskóla um helgina varð skólastjóranum ljóst að viðbrögð skólans gætu ekki orðið þau sem ferlar sóttvarnalæknis gerðu ráð fyrir, enda stæðu úrræðin einfaldlega ekki til boða. „Nei, við fengum allavega þær upplýsingar á sunnudagskvöld að þetta væri ekki orðið virkt, þannig að við gætum ekki vísað til þessara hraðprófa. Á móti kemur að eins og staðan var hjá okkur í dag var 10% nemenda hjá okkur veikindameldaður, sem ég túlka þannig að fólk hafi tekið þau tilmæli mjög alvarlega að halda krökkunum heima ef það væru einkenni og panta sýnatöku,“ segir Ágúst Frímann Jakobsson skólastjóri í Flataskóla. Að því leyti sé fólk að taka málin í eigin hendur. „Ég held að það sé einkennandi. Það eru allir að spila með og sýna ábyrgð,“ segir Ágúst. Þrátt fyrir að úrræðið sé á þessu stigi ekki alveg komið í gagnið fagnar Ágúst því að smitgát sé valkostur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Sóttvarnalæknir gaf út endurskoðaðar leiðbeiningar um sóttkví fyrir tíu dögum, sem tóku svo gildi á þriðjudeginum fyrir viku. Það var til að milda höggið þegar smit kæmu upp í skólum víða um land og þau hafa ekki látið á sér standa. Fjöldi barna er í sóttkví en enn fleiri viðhafa smitgát, eins og þar segir. „Í smitgát geta krakkarnir farið áfram í skólann, fólk getur farið áfram í vinnu, en fer þá í hraðpróf á fyrsta degi og fjórða degi og er síðan laust úr þessu smitgát og þá sóttkví. Þannig að þetta er ákveðin breyting en það er bara ekki komin reynsla á þetta enn þá. Kerfin eru í vinnslu,“ segir Guðrún Aspelund, staðgengill sóttvarnalæknis. Hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu er undirbúningur í fullum gangi og vonast fólk til að geta farið að hraðprófa Íslendinga vegna smitgátar í fyrsta lagi í næstu viku. Þangað til má segja að nýja smitgátin sé í raun og veru í skötulíki, af því að hraðprófin eru auðvitað forsendan fyrir því að fólk fái að sleppa við sóttkví. Á þessari stundu eru þau ekki skylda, enda eru þau ekki í boði. Þegar smit greindust í Flataskóla um helgina varð skólastjóranum ljóst að viðbrögð skólans gætu ekki orðið þau sem ferlar sóttvarnalæknis gerðu ráð fyrir, enda stæðu úrræðin einfaldlega ekki til boða. „Nei, við fengum allavega þær upplýsingar á sunnudagskvöld að þetta væri ekki orðið virkt, þannig að við gætum ekki vísað til þessara hraðprófa. Á móti kemur að eins og staðan var hjá okkur í dag var 10% nemenda hjá okkur veikindameldaður, sem ég túlka þannig að fólk hafi tekið þau tilmæli mjög alvarlega að halda krökkunum heima ef það væru einkenni og panta sýnatöku,“ segir Ágúst Frímann Jakobsson skólastjóri í Flataskóla. Að því leyti sé fólk að taka málin í eigin hendur. „Ég held að það sé einkennandi. Það eru allir að spila með og sýna ábyrgð,“ segir Ágúst. Þrátt fyrir að úrræðið sé á þessu stigi ekki alveg komið í gagnið fagnar Ágúst því að smitgát sé valkostur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira