Gangast við því að traust samfélagsins til KSÍ sé „algjörlega horfið“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. ágúst 2021 06:20 Forsvarsmenn KSÍ boða fundi með samstarfsaðilum sínum. Forsvarsmenn KSÍ munu funda með öllum samstarfsaðilum sínum á næstu dögum, hlusta á sjónarmið þeirra og upplýsa um þær aðgerðir sem sambandið hyggst grípa til. Þetta kemur fram í tilkynningu sem KSÍ sendi á fjölmiðla seint í gærkvöldi. Þar segir að forsvarsmenn KSÍ hafi sent bréf til allra helstu samstarfsaðila sinna, þar sem þeir segjast ætla að endurheimta traust þeirra sem hafa stutt sambandið í gegnum árin, hvort sem um er að ræða styrktaraðila, sjálfboðaliða eða áhorfendur. „Í bréfinu kemur fram að KSÍ finni fyrir háværri kröfu hjá öllum helstu stuðningsaðilum sínum um að gerðar verði raunverulegar breytingar á menningunni í knattspyrnuhreyfingunni og innan Knattspyrnusambandsins. Tilefni bréfsins sé sú umræða sem nú eigi sér stað um kynferðisbrot og annað ofbeldi innan þeirra raða. Þá segir í bréfinu að samskipti KSÍ og samstarfsaðila sambandsins hafa í flestum tilfellum snúið að fleiri þáttum en fjárhagslegum og í samstarfi felist að báðir geti mótað það og komið með tillögur til úrbóta. Því sé leitað eftir samtali við alla þessa aðila,“ segir í tilkynningunni. Þá segjast forsvarsmenn KSÍ kunna að meta þau „skýru skilaboð“ sem styrktaraðilar hafa sent um að stíga verði trúverðug skref til úrbóta. Ljós sé að samstarf þurfi að byggjast á trausti og „traust samfélagsins gagnvart sambandinu hafi því miður algjörlega horfið á síðustu dögum“. Virkt samtal þurfi að eiga sér stað til að endurheimta traustið. Þá segjast forsvarsmenn KSÍ að lokum vonast eftir því að sem flestir samstarfsaðilar séu tilbúnir til að starfa áfram með sambandinu „og taka þátt að stuðla að þeim mikilvægu breytingum sem svo mjög hefur verið kallað eftir á síðustu misserum“. Icelandair, N1 og Coca-Cola á Íslandi eru meðal þeirra sem hafa sett spurningamerki við áframhaldandi stuðning við KSÍ í kjölfar atburða undanfarinna daga. KSÍ Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Þar segir að forsvarsmenn KSÍ hafi sent bréf til allra helstu samstarfsaðila sinna, þar sem þeir segjast ætla að endurheimta traust þeirra sem hafa stutt sambandið í gegnum árin, hvort sem um er að ræða styrktaraðila, sjálfboðaliða eða áhorfendur. „Í bréfinu kemur fram að KSÍ finni fyrir háværri kröfu hjá öllum helstu stuðningsaðilum sínum um að gerðar verði raunverulegar breytingar á menningunni í knattspyrnuhreyfingunni og innan Knattspyrnusambandsins. Tilefni bréfsins sé sú umræða sem nú eigi sér stað um kynferðisbrot og annað ofbeldi innan þeirra raða. Þá segir í bréfinu að samskipti KSÍ og samstarfsaðila sambandsins hafa í flestum tilfellum snúið að fleiri þáttum en fjárhagslegum og í samstarfi felist að báðir geti mótað það og komið með tillögur til úrbóta. Því sé leitað eftir samtali við alla þessa aðila,“ segir í tilkynningunni. Þá segjast forsvarsmenn KSÍ kunna að meta þau „skýru skilaboð“ sem styrktaraðilar hafa sent um að stíga verði trúverðug skref til úrbóta. Ljós sé að samstarf þurfi að byggjast á trausti og „traust samfélagsins gagnvart sambandinu hafi því miður algjörlega horfið á síðustu dögum“. Virkt samtal þurfi að eiga sér stað til að endurheimta traustið. Þá segjast forsvarsmenn KSÍ að lokum vonast eftir því að sem flestir samstarfsaðilar séu tilbúnir til að starfa áfram með sambandinu „og taka þátt að stuðla að þeim mikilvægu breytingum sem svo mjög hefur verið kallað eftir á síðustu misserum“. Icelandair, N1 og Coca-Cola á Íslandi eru meðal þeirra sem hafa sett spurningamerki við áframhaldandi stuðning við KSÍ í kjölfar atburða undanfarinna daga.
KSÍ Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira