Þak yfir höfuðið Valdís Ösp Árnadóttir skrifar 30. ágúst 2021 15:30 Öryrkjabandalag Íslands stendur nú fyrir herferðinni 24 góðar leiðir að betra samfélagi. Eitt af þessum 24 atriðum er að krefjast þess að fjölbreyttari húsnæðisúrræði séu í boði fyrir alla. Eins og staðan er í dag eru fjölmargir á biðlista eftir félagslegu húsnæði um land allt, margir þurfa að bíða í mörg ár. Á meðan fólk bíður þá reynir það að láta hlutina ganga upp á almennum leigumarkaði sem er ótraustur og leiguverð hátt. Það er nauðsynlegt fyrir alla einstaklinga og fjölskyldur að geta búið í öruggu húsnæði. Það að búa við stöðugt óöryggi er varðar húsnæðismál getur haft gríðarlega langvarandi afleiðingar fyrir fólk og þá sérstaklega börn. Í 28. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir að aðildarríkin „…viðurkenna rétt fatlaðs fólks og fjölskyldna þeirra til viðunandi fæðis og klæða og fullnægjandi húsnæðis og til sífellt batnandi lífsskilyrða og skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja og stuðla að því að þessi réttur verði að veruleika án mismununar vegna fötlunar“. Ríki og sveitafélög verða að taka höndum saman og auka þátt félagslega húsnæðiskerfisins á húsnæðismarkaðnum. Í Svíþjóð eru 28% allra fjölbýlishúsa í eigu sveitafélaga en hér á landi er hlutfallið sláandi lágt. Árið 2019 átti Reykjavíkurborg innan við 5% alls húsnæðis í Reykjavík og Garðabær einungis 0,5%. Þetta þarf að breytast og verða öll sveitarfélög að fjölga félagslegu húsnæði. Bygginga verkamannabústaða í Reykjavík hefur löngum verið talið eitt best heppnaða átak í húsnæðismálum verkafólks. Þar var gengið út frá því að almenningur hefði aðgang að vönduðu og heilsusamlegu húsnæði. Þarna bjó allskonar fólk, námsmenn, verkafólk, öryrkjar og aldraðir. Verkamannabústaðirnir fóstraði marga þá sem síðar hafa látið að sér kveða í samfélaginu. Það skammaðist sín enginn fyrir að búa í Verkó. Undanfarin ár hefur viðhorf Íslendinga gagnvart félagslegu húsnæði litast af fordómum. Þar sem húsnæðið er af svo skornum skammti þá hefur einungis fólk í mjög veikri félagslegri stöðu fengið úthlutuðu húsnæði hjá sveitafélögunum. Hægt væri að spyrja sig – hvers vegna félagslega rekið húsnæði? Það er bráðnauðsynlegt að ná niður húsnæðiskostnaði einstaklinga. Markaðurinn eins og hann er orðin í dag er orðin óviðráðanlegur fyrir þann hóp sem lægstar hefur tekjurnar. Málefnahópur ÖBÍ um húsnæðismál leggur til að minnsta kosti 20% allra íbúða í landinu verði reknar félagslega af sveitafélögunum, án hagnaðarsjónarmiða. Það yrði kjörinn viðsnúningur á núverandi húsnæðismarkaði þar sem Ísland er í þriðja sæti yfir þau ríki sem talin eru bera hvað hæstan húsnæðiskostnað árið 2021 samkvæmt efnahagspá OECD. Það er nauðsynlegt að hugafarsbreyting eigi sér stað bæði innan stjórnsýslunar og meðal almennings að allir eigi rétt á viðunandi húsnæði og húsnæðisöryggi. Ótal fyrirmyndir eru úti í heimi um félagslega rekin húsnæðiskerfi. Við þurfum ekki að finna upp hjólið – við þurfum einfaldlega að pumpa í dekkið! Höfundur er starfsmaður málefnahóps um húsnæðismál ÖBÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands stendur nú fyrir herferðinni 24 góðar leiðir að betra samfélagi. Eitt af þessum 24 atriðum er að krefjast þess að fjölbreyttari húsnæðisúrræði séu í boði fyrir alla. Eins og staðan er í dag eru fjölmargir á biðlista eftir félagslegu húsnæði um land allt, margir þurfa að bíða í mörg ár. Á meðan fólk bíður þá reynir það að láta hlutina ganga upp á almennum leigumarkaði sem er ótraustur og leiguverð hátt. Það er nauðsynlegt fyrir alla einstaklinga og fjölskyldur að geta búið í öruggu húsnæði. Það að búa við stöðugt óöryggi er varðar húsnæðismál getur haft gríðarlega langvarandi afleiðingar fyrir fólk og þá sérstaklega börn. Í 28. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir að aðildarríkin „…viðurkenna rétt fatlaðs fólks og fjölskyldna þeirra til viðunandi fæðis og klæða og fullnægjandi húsnæðis og til sífellt batnandi lífsskilyrða og skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja og stuðla að því að þessi réttur verði að veruleika án mismununar vegna fötlunar“. Ríki og sveitafélög verða að taka höndum saman og auka þátt félagslega húsnæðiskerfisins á húsnæðismarkaðnum. Í Svíþjóð eru 28% allra fjölbýlishúsa í eigu sveitafélaga en hér á landi er hlutfallið sláandi lágt. Árið 2019 átti Reykjavíkurborg innan við 5% alls húsnæðis í Reykjavík og Garðabær einungis 0,5%. Þetta þarf að breytast og verða öll sveitarfélög að fjölga félagslegu húsnæði. Bygginga verkamannabústaða í Reykjavík hefur löngum verið talið eitt best heppnaða átak í húsnæðismálum verkafólks. Þar var gengið út frá því að almenningur hefði aðgang að vönduðu og heilsusamlegu húsnæði. Þarna bjó allskonar fólk, námsmenn, verkafólk, öryrkjar og aldraðir. Verkamannabústaðirnir fóstraði marga þá sem síðar hafa látið að sér kveða í samfélaginu. Það skammaðist sín enginn fyrir að búa í Verkó. Undanfarin ár hefur viðhorf Íslendinga gagnvart félagslegu húsnæði litast af fordómum. Þar sem húsnæðið er af svo skornum skammti þá hefur einungis fólk í mjög veikri félagslegri stöðu fengið úthlutuðu húsnæði hjá sveitafélögunum. Hægt væri að spyrja sig – hvers vegna félagslega rekið húsnæði? Það er bráðnauðsynlegt að ná niður húsnæðiskostnaði einstaklinga. Markaðurinn eins og hann er orðin í dag er orðin óviðráðanlegur fyrir þann hóp sem lægstar hefur tekjurnar. Málefnahópur ÖBÍ um húsnæðismál leggur til að minnsta kosti 20% allra íbúða í landinu verði reknar félagslega af sveitafélögunum, án hagnaðarsjónarmiða. Það yrði kjörinn viðsnúningur á núverandi húsnæðismarkaði þar sem Ísland er í þriðja sæti yfir þau ríki sem talin eru bera hvað hæstan húsnæðiskostnað árið 2021 samkvæmt efnahagspá OECD. Það er nauðsynlegt að hugafarsbreyting eigi sér stað bæði innan stjórnsýslunar og meðal almennings að allir eigi rétt á viðunandi húsnæði og húsnæðisöryggi. Ótal fyrirmyndir eru úti í heimi um félagslega rekin húsnæðiskerfi. Við þurfum ekki að finna upp hjólið – við þurfum einfaldlega að pumpa í dekkið! Höfundur er starfsmaður málefnahóps um húsnæðismál ÖBÍ.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun