Var tilbúinn að fórna næsta leik til að reyna bjarga þessum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2021 15:00 Kári Árnason var til umræðu í Pepsi Max Stúkunni. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik, Víkingur og Valur eru á toppi Pepsi Max deildar karla þegar þrjár umferðir eru eftir. Mótið hefur ekki verið jafn spennandi í háa herrans tíð. Í Stúkunni að loknum leikjum gærdagsins var farið yfir stöðuna í töflunni sem og tæklingu sem hefði getað leitt til þess að Kári Árnason yrði í banni í næsta leik Víkings eða jafnvel næstu leikjum. Eftir 19 umferðir er Breiðablik á toppnum með 41 stig. Þar á eftir koma Víkingar með 39 stig og svo Íslandsmeistarar Vals með 36 stig. Breiðablik á Val, FH og HK eftir. Víkingur á HK, KR og Leikni Reykjavík. Valur á Breiðablik, KA og Fylki. „Sjáum að Valsmenn eru fimm stigum á eftir Blikum, jafnvel sex stigum miðað við markatöluna sem Blikar eru að búa sér til þessa dagana. Hvað lesið þið úr þessu,“ spurði Guðmundur Benediktsson þáttastjórnandi Pepsi Max Stúkunnar er farið var yfir stöðu deildarinnar að lokinni 19. umferð. „Staða Breiðabliks eru verulega góð, það er ósköp einfalt. Markatala, frammistaða og stig. Öll vötn renna til Kópavogs, í Kópavogslæk,“ sagði Atli Viðar Björnsson. „Ekki spurning. Víkingarnir hafa samt verið ótrúlega heillandi. Ákefðin í þeirra leik, hvernig þeir spila varnarleikinn. Allt á fullu, allt á milljón, fórna sér fyrir skot. Það er skemmtilegt yfirbragð yfir Víkingunum. Held að þeir gætu komið bakdyra megin að þessu,“ bætti Margrét Lára Viðarsdóttir við. „Kári (Árnason) ætlaði að taka hann niður og Kári hefði klárlega fengið rautt spjald miðað við hvernig hann fór í þessa tæklingu. Hann var bara tilbúinn – og ég trúi ekki öðru en Kári hafi áttað sig á því þarna, kannski þegar hann var í loftinu að reyna tækla hann – að hann væri að fara í leikbann. Mögulega tveggja leikja ef hann hefði farið illa í hann aftan frá. Held hann hafi ekki alveg verið búinn að hugsa þetta út,“ sagði Guðmundur um atvikið þegar Kári ætlaði að taka Oliver Hreiðarsson niður sem var sloppinn einn í gegn. „Ég held að hann hafi hugsað þarna að með því að tryggja 2-0 sigur þá hefði hann verið að gera meira gegn en ef hann myndi missa þennan leik í vandræði og spila hinn leikinn. Hann var tilbúinn að fórna næsta leik til að reyna bjarga þessum. Svo var það náttúrulega Ingvar (Jónsson, markvörður) sem bjargaði honum á endanum og það kom ekki til þess að þetta yrði að veruleika,“ bætti Atli Viðar við. „Held að það sé mjög hættulegt sem íþróttamaður að vera kominn inn í næsta leik eða næstu viku. Það er dæmigert fyrir Víkingana, það er bara staður og stund og núna eða aldrei,“ sagði Margrét Lára að endingu. Umræðu þeirra Guðmundar, Atla Viðars og Margrétar Láru má sjá hér að neðan en allt það helsta úr leik FH og Víkings, þar á meðal tæklingu Kára, má sjá í spilaranum hér að ofan. Klippa: Um toppbaráttuna og tæklingu Kára Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Víkingur Reykjavík Breiðablik Valur Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Slegist um úrslitaleik Körfubolti Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Körfubolti Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Sjá meira
Í Stúkunni að loknum leikjum gærdagsins var farið yfir stöðuna í töflunni sem og tæklingu sem hefði getað leitt til þess að Kári Árnason yrði í banni í næsta leik Víkings eða jafnvel næstu leikjum. Eftir 19 umferðir er Breiðablik á toppnum með 41 stig. Þar á eftir koma Víkingar með 39 stig og svo Íslandsmeistarar Vals með 36 stig. Breiðablik á Val, FH og HK eftir. Víkingur á HK, KR og Leikni Reykjavík. Valur á Breiðablik, KA og Fylki. „Sjáum að Valsmenn eru fimm stigum á eftir Blikum, jafnvel sex stigum miðað við markatöluna sem Blikar eru að búa sér til þessa dagana. Hvað lesið þið úr þessu,“ spurði Guðmundur Benediktsson þáttastjórnandi Pepsi Max Stúkunnar er farið var yfir stöðu deildarinnar að lokinni 19. umferð. „Staða Breiðabliks eru verulega góð, það er ósköp einfalt. Markatala, frammistaða og stig. Öll vötn renna til Kópavogs, í Kópavogslæk,“ sagði Atli Viðar Björnsson. „Ekki spurning. Víkingarnir hafa samt verið ótrúlega heillandi. Ákefðin í þeirra leik, hvernig þeir spila varnarleikinn. Allt á fullu, allt á milljón, fórna sér fyrir skot. Það er skemmtilegt yfirbragð yfir Víkingunum. Held að þeir gætu komið bakdyra megin að þessu,“ bætti Margrét Lára Viðarsdóttir við. „Kári (Árnason) ætlaði að taka hann niður og Kári hefði klárlega fengið rautt spjald miðað við hvernig hann fór í þessa tæklingu. Hann var bara tilbúinn – og ég trúi ekki öðru en Kári hafi áttað sig á því þarna, kannski þegar hann var í loftinu að reyna tækla hann – að hann væri að fara í leikbann. Mögulega tveggja leikja ef hann hefði farið illa í hann aftan frá. Held hann hafi ekki alveg verið búinn að hugsa þetta út,“ sagði Guðmundur um atvikið þegar Kári ætlaði að taka Oliver Hreiðarsson niður sem var sloppinn einn í gegn. „Ég held að hann hafi hugsað þarna að með því að tryggja 2-0 sigur þá hefði hann verið að gera meira gegn en ef hann myndi missa þennan leik í vandræði og spila hinn leikinn. Hann var tilbúinn að fórna næsta leik til að reyna bjarga þessum. Svo var það náttúrulega Ingvar (Jónsson, markvörður) sem bjargaði honum á endanum og það kom ekki til þess að þetta yrði að veruleika,“ bætti Atli Viðar við. „Held að það sé mjög hættulegt sem íþróttamaður að vera kominn inn í næsta leik eða næstu viku. Það er dæmigert fyrir Víkingana, það er bara staður og stund og núna eða aldrei,“ sagði Margrét Lára að endingu. Umræðu þeirra Guðmundar, Atla Viðars og Margrétar Láru má sjá hér að neðan en allt það helsta úr leik FH og Víkings, þar á meðal tæklingu Kára, má sjá í spilaranum hér að ofan. Klippa: Um toppbaráttuna og tæklingu Kára Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Víkingur Reykjavík Breiðablik Valur Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Slegist um úrslitaleik Körfubolti Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Körfubolti Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Sjá meira