Hvort ætlar þú að standa með þolendum eða gerendum? Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 29. ágúst 2021 21:00 Ýmiss konar ofbeldi hefur verið fyrirferðarmikið í samfélagsumræðunni síðustu mánuði. Það er þó ein tegund ofbeldis sem ekki hefur fengið verðskuldaða athygli, að minnsta kosti ekki frá yfirvöldum og frambjóðendum til Alþingis, en það er vanræksla barna í skólakerfinu. Vanræksla er skortur á athöfn og þegar mikilvægum þörfum barna er ekki mætt þá er það vanræksla. Þögul og minna sýnileg tegund ofbeldis en jafn skaðlegt engu að síður. Þann 1. maí síðastliðinn birtist fyrsti pistillinn minn um vanrækslu barna í íslensku skólakerfi undir yfirskriftinni „Af hverju mega yfirvöld vanrækja barnið mitt?“. Fljótlega var stofnaður hópurinn Sagan okkar þar sem fólki gafst tækifæri til þess að segja sína sögu úr skólakerfinu. Í sumar var svo undirbúin herferðin #Saganokkar í þeim tilgangi að draga vandann enn frekar fram í dagsljósið. Í gegnum alla baráttuna höfum við lagt áherslu á að vandamálið er ekki kennarar og skólarnir. Vandamálið liggur í meingölluðu kerfi sem bitnar bæði á börnum, kennurum og ekki síður foreldrum sem þurfa að vera í stöðugu stríði við kerfið fyrir sjálfsögðum réttindum barna og aðstoð fyrir þau. Þann 17 ágúst síðastliðinn hélt Öryrkjabandalag Íslands blaðamannafund þar sem herferðin #Saganokkar var kynnt. Á þeim fundi sátu einnig lögmenn Öryrkjabandalagsins þar sem þeir kynntu áform um málsókn ef ekki yrði brugðist við vandanum. Þegar farið er að rugga bátnum má búast við því að sumir fari í vörn og gagnrýni aðferðarfræðina og þá sérstaklega yfirvofandi málaferli. Okkur hefur verið bent á mikilvægi þess að taka samtalið. Það hefur ekki staðið á okkur að taka samtalið Við höfum reynt allt frá því í vor að eiga samtal við stjórnvöld um málefnið. Við höfum óskað eftir fundi með ráðherra. Við höfum haft samband við einstaka alþingismenn. Við höfum ítrekað sent út opinbert ákall og erum með áskorun til stjórnvalda um að halda krísufund vegna ástandsins. Okkur er hins vegar svarað með tómlæti. Jafnvel þó dómsmál vofi yfir. Það skiptir engu. Það heyrist hvorki hósta né stuna frá ráðamönnum. Í mörg ár hafa ýmsir sérfræðingar, kennarar og foreldrar bent á vandann í skólakerfinu bæði með opinberum skrifum, rannsóknum og fleiru. Í aðdraganda síðustu kosninga fengu stjórnmálaflokkarnir fyrirspurn frá þrýstihóp um bætta þjónustu við börn með sérþarfir. Ekki er að sjá að hugur hafi fylgt máli í svörum stjórnmálaflokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn vísaði mikið í úttekt Evrópumiðstöðvar á skóla án aðgreiningar í sínum svörum. Það yrði að bíða eftir skýrslunni og meta stöðuna út frá henni. Skýrslan kom út árið 2017 og var áfellisdómur á skólakerfið. Svo virðist sem hún hafi flogið hratt ofan í skúffu stjórnvalda og fengið að dúsa þar síðan. Á þeim árum sem reynt hefur verið að taka samtalið hafa margir árgangar hafið sína skólagöngu og klárað hana. Fullt af börnum hafa farið mölbrotin út í samfélagið og sum hafa á þessum tíma náð að falla fyrir eigin hendi. Þetta er bláköld staðreynd. Það hefur ekkert breyst. Þvert á móti hefur ástandið versnað. Málaflokkurinn er erfiður Málaflokkurinn er erfiður, við gerum okkur grein fyrir því en það réttlætir ekki að hann sé hunsaður. Fyrir nokkrum dögum sendum við út eitt af myndböndum herferðarinnar #Saganokkar en þar les Hallgrímur Ólafsson brot úr sögu foreldris. Myndbandið er átakanlegt og hefur fengið verðskuldaða athygli. Þetta er brot úr sögu sama foreldris og á „Barnið sem örorkubætur munu bjarga“. Um ræðir barn sem stendur við þröskuld fullorðinsáranna en þráir ekkert heitar en að deyja. Barnið er mölbrotið eftir skóla án aðgreiningar. Ætlar þú að segja þessari móður að hún þurfi bara að taka samtalið? Að málsókn sé ekki rétta leiðin? Eða ætlar þú að standa með barninu gegn meingölluðu kerfi? Í réttarríki er þetta okkar réttur Lög eru leikreglur samfélagsins, réttarríkisins. Ef einhver telur að þær leikreglur séu brotnar þá er það sjálfsagður réttur að fá úr því skorið hjá dómstólum. Það á ekki að letja fólk til þess að leita réttar síns þegar um ræðir ofbeldi og er í raun alvarlegt þegar áhrifaríkir einstaklingar og öflugar stofnanir eða félagasamtök gera slíkt. Það er enginn sem óskar sér þess að fara í mál við bæjarfélagið sitt, hvað þá skóla barnsins síns. Þetta er neyðarúrræði sem fólk þarf að grípa til vegna þess að á það er ekki hlustað. Það eru stjórnvöld sem ekki eru tilbúin til þess að taka samtalið. Fyrir hvern er farið í vörn? Þó menntamál sé auðvitað mjög pólitískt mál þá má segja að vandinn í skólakerfinu sé ópólitískur að því leyti að ástandið hefur verið viðvarandi í fjölda ára þvert á ríkisstjórnir og stjórnmálamenn, enda höfum við ekki beint spjótum okkar að einstaka flokkum eða fólki í þessari baráttu. Við erum einfaldlega að benda á að börnum líður illa og að sjálfsögðu þarf að bregðast við því. Eftir að herferðin #Saganokkar fór á flug verður ekki hjá því komist að heyra erfiðar reynslusögur barna, foreldra og kennara. Vandinn er því orðinn mjög sýnilegur í dag og það græðir enginn á því að hunsa málefnið. Við erum að tala um þriðja hvert barn í skólakerfinu. Miðað við nútíma fjölskyldumynstur má áætla að það standi að minnsta kosti 10 manns á bak við hvert barn. Foreldrar, kennarar, ættingjar og vinir sem horfa uppá þessa baráttu og vanlíðan. Það er klárt mál að það mun enginn frambjóðandi tapa atkvæðum á því að láta sig þetta mál varða eða að minnsta kosti sýna að hann „heyri“. Við ætlum okkur ekki að gefast upp! Frá því í vor hefur þessi hreyfing vaxið. Öryrkjabandalag Íslands og ADHD samtökin tóku af skarið með okkur. Fjöldi þekktra einstaklinga hefur lagt okkur lið og gefið vinnu sína í þessi myndbönd sem við erum að sýna. Fréttablaðið hefur verið ötult í að fjalla um málið og aðrir fjölmiðlar hafa eitthvað minnst á það. Nú í síðustu viku var haft samband við okkur frá Heimili og Skóla – Landssamtökum foreldra og vilja þeir einnig leggja okkur lið. Við fögnum því þegar öflug samtök og fjölmiðlar rísa upp gegn kerfinu og standa með börnunum. Á bak við slíkt standa sterkir einstaklingar sem taka hagsmuni barna fram yfir aðra hagsmuni. Spurningin er, hvað ætlar þú að gera? Ætlar þú að standa með þolendum (börnunum) eða gerandanum (kerfinu)? Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Björk Ástþórsdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ýmiss konar ofbeldi hefur verið fyrirferðarmikið í samfélagsumræðunni síðustu mánuði. Það er þó ein tegund ofbeldis sem ekki hefur fengið verðskuldaða athygli, að minnsta kosti ekki frá yfirvöldum og frambjóðendum til Alþingis, en það er vanræksla barna í skólakerfinu. Vanræksla er skortur á athöfn og þegar mikilvægum þörfum barna er ekki mætt þá er það vanræksla. Þögul og minna sýnileg tegund ofbeldis en jafn skaðlegt engu að síður. Þann 1. maí síðastliðinn birtist fyrsti pistillinn minn um vanrækslu barna í íslensku skólakerfi undir yfirskriftinni „Af hverju mega yfirvöld vanrækja barnið mitt?“. Fljótlega var stofnaður hópurinn Sagan okkar þar sem fólki gafst tækifæri til þess að segja sína sögu úr skólakerfinu. Í sumar var svo undirbúin herferðin #Saganokkar í þeim tilgangi að draga vandann enn frekar fram í dagsljósið. Í gegnum alla baráttuna höfum við lagt áherslu á að vandamálið er ekki kennarar og skólarnir. Vandamálið liggur í meingölluðu kerfi sem bitnar bæði á börnum, kennurum og ekki síður foreldrum sem þurfa að vera í stöðugu stríði við kerfið fyrir sjálfsögðum réttindum barna og aðstoð fyrir þau. Þann 17 ágúst síðastliðinn hélt Öryrkjabandalag Íslands blaðamannafund þar sem herferðin #Saganokkar var kynnt. Á þeim fundi sátu einnig lögmenn Öryrkjabandalagsins þar sem þeir kynntu áform um málsókn ef ekki yrði brugðist við vandanum. Þegar farið er að rugga bátnum má búast við því að sumir fari í vörn og gagnrýni aðferðarfræðina og þá sérstaklega yfirvofandi málaferli. Okkur hefur verið bent á mikilvægi þess að taka samtalið. Það hefur ekki staðið á okkur að taka samtalið Við höfum reynt allt frá því í vor að eiga samtal við stjórnvöld um málefnið. Við höfum óskað eftir fundi með ráðherra. Við höfum haft samband við einstaka alþingismenn. Við höfum ítrekað sent út opinbert ákall og erum með áskorun til stjórnvalda um að halda krísufund vegna ástandsins. Okkur er hins vegar svarað með tómlæti. Jafnvel þó dómsmál vofi yfir. Það skiptir engu. Það heyrist hvorki hósta né stuna frá ráðamönnum. Í mörg ár hafa ýmsir sérfræðingar, kennarar og foreldrar bent á vandann í skólakerfinu bæði með opinberum skrifum, rannsóknum og fleiru. Í aðdraganda síðustu kosninga fengu stjórnmálaflokkarnir fyrirspurn frá þrýstihóp um bætta þjónustu við börn með sérþarfir. Ekki er að sjá að hugur hafi fylgt máli í svörum stjórnmálaflokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn vísaði mikið í úttekt Evrópumiðstöðvar á skóla án aðgreiningar í sínum svörum. Það yrði að bíða eftir skýrslunni og meta stöðuna út frá henni. Skýrslan kom út árið 2017 og var áfellisdómur á skólakerfið. Svo virðist sem hún hafi flogið hratt ofan í skúffu stjórnvalda og fengið að dúsa þar síðan. Á þeim árum sem reynt hefur verið að taka samtalið hafa margir árgangar hafið sína skólagöngu og klárað hana. Fullt af börnum hafa farið mölbrotin út í samfélagið og sum hafa á þessum tíma náð að falla fyrir eigin hendi. Þetta er bláköld staðreynd. Það hefur ekkert breyst. Þvert á móti hefur ástandið versnað. Málaflokkurinn er erfiður Málaflokkurinn er erfiður, við gerum okkur grein fyrir því en það réttlætir ekki að hann sé hunsaður. Fyrir nokkrum dögum sendum við út eitt af myndböndum herferðarinnar #Saganokkar en þar les Hallgrímur Ólafsson brot úr sögu foreldris. Myndbandið er átakanlegt og hefur fengið verðskuldaða athygli. Þetta er brot úr sögu sama foreldris og á „Barnið sem örorkubætur munu bjarga“. Um ræðir barn sem stendur við þröskuld fullorðinsáranna en þráir ekkert heitar en að deyja. Barnið er mölbrotið eftir skóla án aðgreiningar. Ætlar þú að segja þessari móður að hún þurfi bara að taka samtalið? Að málsókn sé ekki rétta leiðin? Eða ætlar þú að standa með barninu gegn meingölluðu kerfi? Í réttarríki er þetta okkar réttur Lög eru leikreglur samfélagsins, réttarríkisins. Ef einhver telur að þær leikreglur séu brotnar þá er það sjálfsagður réttur að fá úr því skorið hjá dómstólum. Það á ekki að letja fólk til þess að leita réttar síns þegar um ræðir ofbeldi og er í raun alvarlegt þegar áhrifaríkir einstaklingar og öflugar stofnanir eða félagasamtök gera slíkt. Það er enginn sem óskar sér þess að fara í mál við bæjarfélagið sitt, hvað þá skóla barnsins síns. Þetta er neyðarúrræði sem fólk þarf að grípa til vegna þess að á það er ekki hlustað. Það eru stjórnvöld sem ekki eru tilbúin til þess að taka samtalið. Fyrir hvern er farið í vörn? Þó menntamál sé auðvitað mjög pólitískt mál þá má segja að vandinn í skólakerfinu sé ópólitískur að því leyti að ástandið hefur verið viðvarandi í fjölda ára þvert á ríkisstjórnir og stjórnmálamenn, enda höfum við ekki beint spjótum okkar að einstaka flokkum eða fólki í þessari baráttu. Við erum einfaldlega að benda á að börnum líður illa og að sjálfsögðu þarf að bregðast við því. Eftir að herferðin #Saganokkar fór á flug verður ekki hjá því komist að heyra erfiðar reynslusögur barna, foreldra og kennara. Vandinn er því orðinn mjög sýnilegur í dag og það græðir enginn á því að hunsa málefnið. Við erum að tala um þriðja hvert barn í skólakerfinu. Miðað við nútíma fjölskyldumynstur má áætla að það standi að minnsta kosti 10 manns á bak við hvert barn. Foreldrar, kennarar, ættingjar og vinir sem horfa uppá þessa baráttu og vanlíðan. Það er klárt mál að það mun enginn frambjóðandi tapa atkvæðum á því að láta sig þetta mál varða eða að minnsta kosti sýna að hann „heyri“. Við ætlum okkur ekki að gefast upp! Frá því í vor hefur þessi hreyfing vaxið. Öryrkjabandalag Íslands og ADHD samtökin tóku af skarið með okkur. Fjöldi þekktra einstaklinga hefur lagt okkur lið og gefið vinnu sína í þessi myndbönd sem við erum að sýna. Fréttablaðið hefur verið ötult í að fjalla um málið og aðrir fjölmiðlar hafa eitthvað minnst á það. Nú í síðustu viku var haft samband við okkur frá Heimili og Skóla – Landssamtökum foreldra og vilja þeir einnig leggja okkur lið. Við fögnum því þegar öflug samtök og fjölmiðlar rísa upp gegn kerfinu og standa með börnunum. Á bak við slíkt standa sterkir einstaklingar sem taka hagsmuni barna fram yfir aðra hagsmuni. Spurningin er, hvað ætlar þú að gera? Ætlar þú að standa með þolendum (börnunum) eða gerandanum (kerfinu)? Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar