Meðallaun hækkað um 204 prósent frá árinu 2000 Eiður Þór Árnason skrifar 27. ágúst 2021 15:00 Meiri sveiflur eru í launaþróun hér á landi en annars staðar sé þróunin mæld á föstu verðlagi og í sama gjaldmiðli. Vísir/vilhelm Meðallaun á Íslandi hafa hækkað um 204% í íslenskum krónum á árunum 2000 til 2020 samkvæmt tölum OECD. Það er mun meiri hækkun en í nálægum löndum en næsta ríki í röðinni er Noregur með 114% hækkun í norskum krónum. Þá er meðalhækkun 81% á hinum Norðurlöndunum, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans. Samkvæmt tölum Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) sem samanstendur af 30 aðildarríkjum hafa meðallaun á Íslandi hækkað um 5,8% á þessum 20 árum að meðaltali. Á sama tíma hafa þau að jafnaði hækkað um 3% á ári á hinum Norðurlöndunum. „Sé litið á mestu og minnstu árlegar breytingar kemur í ljós að Ísland skorar hæst í báðum tilvikum. Tekjur hækkuðu um 12,9% hér á landi á árinu 2006 og lækkuðu um 15,4% á árinu 2009. Írland kemur næst okkur hvað mestu árshækkun varðar, en engin þjóð nálgast okkur með mestu árslækkun,“ segir í Hagsjánni. Samanburðurinn breytist þegar miðað er við sömu mynt Ef samanburðurinn er gerður í sömu mynt og upphæðum umbreytt í bandaríkjadali breytist myndin og skýrist það að stórum hluta af óvenjumiklum gengissveiflum hér á landi. Meðalbreyting á ári í dölum á þessu tímabili var einungis 1,3% og er Ísland í fjórða sæti þar meðal þeirra þjóða sem samanburðurinn nær til. Launabreytingar voru þannig meiri í bæði Noregi og Svíþjóð en hér á þessu tímabili reiknað í dölum. Meðallaun einna hæst hér á landi Samkvæmt OECD voru ársmeðallaun á Íslandi um 67.500 Bandaríkjadalir árið 2020 og voru þau 16% hærri en í Danmörku þar sem launin voru næst hæst á Norðurlöndunum. „Af þeim löndum sem hér eru skoðuð voru launin einungis hærri í Bandaríkjunum og Lúxemborg, en þessi tvö lönd og Ísland eru í nokkrum sérflokki. Staðan var mjög svipuð á árinu 2000. Þá var Ísland í þriðja sæti af þessum þjóðum og með 16% hærri laun en í Danmörku sem var næst hæst Norðurlandanna. Meðallaun í Svíþjóð og Finnlandi eru svo aftur nokkuð lægri en í Danmörku og Noregi.“ Ekki er horft til þess hvort mismunandi þróun vinnutíma hafi haft áhrif á samanburðinn en Hagfræðideildin telur ólíklegt að þau áhrif séu mikil. Vinnumarkaður Mest lesið Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Þá er meðalhækkun 81% á hinum Norðurlöndunum, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans. Samkvæmt tölum Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) sem samanstendur af 30 aðildarríkjum hafa meðallaun á Íslandi hækkað um 5,8% á þessum 20 árum að meðaltali. Á sama tíma hafa þau að jafnaði hækkað um 3% á ári á hinum Norðurlöndunum. „Sé litið á mestu og minnstu árlegar breytingar kemur í ljós að Ísland skorar hæst í báðum tilvikum. Tekjur hækkuðu um 12,9% hér á landi á árinu 2006 og lækkuðu um 15,4% á árinu 2009. Írland kemur næst okkur hvað mestu árshækkun varðar, en engin þjóð nálgast okkur með mestu árslækkun,“ segir í Hagsjánni. Samanburðurinn breytist þegar miðað er við sömu mynt Ef samanburðurinn er gerður í sömu mynt og upphæðum umbreytt í bandaríkjadali breytist myndin og skýrist það að stórum hluta af óvenjumiklum gengissveiflum hér á landi. Meðalbreyting á ári í dölum á þessu tímabili var einungis 1,3% og er Ísland í fjórða sæti þar meðal þeirra þjóða sem samanburðurinn nær til. Launabreytingar voru þannig meiri í bæði Noregi og Svíþjóð en hér á þessu tímabili reiknað í dölum. Meðallaun einna hæst hér á landi Samkvæmt OECD voru ársmeðallaun á Íslandi um 67.500 Bandaríkjadalir árið 2020 og voru þau 16% hærri en í Danmörku þar sem launin voru næst hæst á Norðurlöndunum. „Af þeim löndum sem hér eru skoðuð voru launin einungis hærri í Bandaríkjunum og Lúxemborg, en þessi tvö lönd og Ísland eru í nokkrum sérflokki. Staðan var mjög svipuð á árinu 2000. Þá var Ísland í þriðja sæti af þessum þjóðum og með 16% hærri laun en í Danmörku sem var næst hæst Norðurlandanna. Meðallaun í Svíþjóð og Finnlandi eru svo aftur nokkuð lægri en í Danmörku og Noregi.“ Ekki er horft til þess hvort mismunandi þróun vinnutíma hafi haft áhrif á samanburðinn en Hagfræðideildin telur ólíklegt að þau áhrif séu mikil.
Vinnumarkaður Mest lesið Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira