Fótbolti

Riðlakeppni Evrópu­deildarinnar: Mikael og fé­lagar fara til Serbíu | Leicester og Napoli saman í riðli

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mikael Anderson og félagar fara til Serbíu þar sem þeir mæta Rauðu Stjörnunni.
Mikael Anderson og félagar fara til Serbíu þar sem þeir mæta Rauðu Stjörnunni. Jonathan Moscrop/Getty

Búið er að draga í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta. Midtjylland og Olympiacos eru einu Íslendingaliðin sem komust í riðlakeppnina.

Ögmundur Kristinsson og félagar í Olympiacos eru í D-riðli ásamt Frankfurt, Fenerbahce og Antwerp. Mikael Neville Anderson og samherjar hans í Midtjylland eru með Braga, Rauðu Stjörnunni og Ludogorets í F-riðli.

Nokkrir áhugaverðir leikir ættu að eiga sér stað í riðlakeppninni. Lyon og Rangers koma bæði til Kaupmannahafnar og mæta þar Bröndby. Monaco, PSV og Real Sociedad eru öll saman í riðli.

Einnig eru Napoli og Leicester City saman í riðli og þá má reikna með að læti stuðningsmanna liða í E-riðli verði hvað mest. Þar eru Lazio, Marseille og Galatasaray.

Hér að neðan má sjá alla riðla Evrópudeildarinnar.

Riðlakeppni Evrópudeildar 2021-2022

A-riðill

Lyon

Rangers

Sparta Prag

Bröndby

B-riðill

Monaco

PSV

Real Sociedad

Sturm Graz

C-riðill

Napoli

Leicester City

Spartak Moskva

Legia Varsjá

D-riðill

Olympiacos

Frankfurt

Fenerbahce

Antwerp

E-riðill

Lazio

Lokomotiv Moskva

Marseille

Galatasaray

F-riðill

Braga

Rauða Stjarnan

Ludogorets

Midtjylland

G-riðill

Bayer Leverkusen

Celtic

Real Betis

Ferencváros

H-riðill

Dinamo Zagreb

Genk

West Ham

Rapid Vín


Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×