Stefna borginni og vilja að bíleigendur fái að nota stöðvarnar Eiður Þór Árnason skrifar 26. ágúst 2021 15:44 Orka náttúrunnar er hluti af Orkuveitu Reykjavíkur. vísir/vilhelm Orka náttúrunnar (ON) hefur stefnt Ísorku og Reykjavíkurborg til að freista þess að fá niðurstöðu kærunefndar útboðsmála fellda úr gildi. Vonast fyrirtækið til að geta opnað 156 götuhleðslur fyrir rafbíla á ný. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á beiðni ON um flýtimeðferð og verður málið þingfest á mánudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Kærunefnd útboðsmála úrskurðaði fyrr á þessu ári að útboð fyrir uppsetningu og rekstur hleðslustöðvanna sem ON vann hafi verið ólöglegt þar sem Reykjavíkurborg hafi ekki boðið verkið út á evrópska efnahagssvæðinu. Samkeppnisaðilinn Ísorka kærði niðurstöðu útboðsins. Í kjölfarið var lokað fyrir notkun stöðvanna sem standa víðsvegar við bílastæði í eigu borgarinnar. Fyrirtækið hefur farið fram að réttaráhrifum niðurstöðunnar verði frestað svo fyrirtækið geti haft hleðslustöðvarnar opnar þangað til niðurstaða dómstólsins liggur fyrir. Fara ekki fram á bætur ON hefur nú sent erindi til borgarlögmanns. Að sögn fyrirtækisins er Reykjavíkurborg þar innt eftir því hvort flýtimeðferð dómsmálsins og sú yfirlýsing forráðamanns Ísorku við Fréttablaðið að það sé „alveg Ísorku að meinalausu hvort stöðvarnar fái að þjóna rafbílaeigendum áfram,“ gefi tilefni til að endurmeta stöðuna. Að sögn ON fer fyrirtækið hvorki fram á bætur né málskostnað í dómsmálinu heldur einungis að niðurstaða kærunefndar útboðsmála verði felld úr gildi. Ekki er hægt að stefna kærunefndinni og því er form dómsmálsins það að kæranda útboðsins, Ísorku og Reykjavíkurborg er stefnt. Enginn sigurvegari „Sú staða sem upp kom eftir niðurstöðu kærunefndarinnar var í senn flókin og kolómöguleg,“ segir Kristján Már Atlason, forstöðumaður fyrirtækjamarkaða ON, í tilkynningu. „Það var enginn sigurvegari en öll töpuðu, ekki síst rafbíleigendur og loftslagið. Við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma þessari þjónustu í gagnið á ný, enda sýndi sig að margir rafbílaeigendur, sem ekki eiga kost á að hlaða heima, treystu á þessa lausn þegar þeir keyptu sér rafmagnsbíl. Við hjá Orku náttúrunnar erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að komast út úr þessari ómögulegu stöðu sem nú er, enda eru orkuskipti í samgöngum fljótlegasta og mikilvægasta framlag okkar til loftslagsmála,“ segir Kristján Már. Bílar Orkumál Reykjavík Tengdar fréttir Áfram slökkt á hleðslustöðvunum: Kærunefnd útboðsmála hafnar endurupptöku Kærunefnd útboðsmála hefur hafnað því að fresta áhrifum úrskurðar síns um ólögmæti útboðs Reykjavíkurborgar á götuhleðslum fyrir rafbíla. Þá hefur nefndin hafnað því að taka málið upp að nýju. 11. ágúst 2021 10:52 Ísorka minnti kærunefnd á sektarheimildir vegna hleðslustöðva Lögmaður Ísorku sendi kærunefnd útboðsmála bréf með athugasemdum við að rafmagn væri áfram veitt í hleðslustöðvum Orku náttúrunnar í Reykjavík þrátt fyrir að nefndin hefði úrskurðað samning um þær óvirkan. Framkvæmdastjóri Ísorku fullyrti í gær að engin samskipti hefðu átt sér stað við kærunefndina. 26. júní 2021 18:23 Ísorka hafnar ábyrgð á að slökkt verði á hleðlustöðvum Framkvæmdastjóri Ísorku hafnar því að kvörtun fyrirtækisins sé orsök þess að Orka náttúrunnar ætlar að taka straum af á annað hundrað hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík. Hann segir Reykjavíkurborg rót vandans. 25. júní 2021 18:01 Slökkva á 156 götuhleðslum í borginni og kenna Ísorku um Orka náttúrunnar hyggst taka strauminn af þeim 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp um víða borg. Félagið sér sig knúið til þess í kjölfar kvörtunar Ísorku yfir að hleðslurnar væru opnar hverjum sem er og það gjaldfrjálst. Slökkt verður á stöðvunum 28. júní. 25. júní 2021 14:32 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á beiðni ON um flýtimeðferð og verður málið þingfest á mánudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Kærunefnd útboðsmála úrskurðaði fyrr á þessu ári að útboð fyrir uppsetningu og rekstur hleðslustöðvanna sem ON vann hafi verið ólöglegt þar sem Reykjavíkurborg hafi ekki boðið verkið út á evrópska efnahagssvæðinu. Samkeppnisaðilinn Ísorka kærði niðurstöðu útboðsins. Í kjölfarið var lokað fyrir notkun stöðvanna sem standa víðsvegar við bílastæði í eigu borgarinnar. Fyrirtækið hefur farið fram að réttaráhrifum niðurstöðunnar verði frestað svo fyrirtækið geti haft hleðslustöðvarnar opnar þangað til niðurstaða dómstólsins liggur fyrir. Fara ekki fram á bætur ON hefur nú sent erindi til borgarlögmanns. Að sögn fyrirtækisins er Reykjavíkurborg þar innt eftir því hvort flýtimeðferð dómsmálsins og sú yfirlýsing forráðamanns Ísorku við Fréttablaðið að það sé „alveg Ísorku að meinalausu hvort stöðvarnar fái að þjóna rafbílaeigendum áfram,“ gefi tilefni til að endurmeta stöðuna. Að sögn ON fer fyrirtækið hvorki fram á bætur né málskostnað í dómsmálinu heldur einungis að niðurstaða kærunefndar útboðsmála verði felld úr gildi. Ekki er hægt að stefna kærunefndinni og því er form dómsmálsins það að kæranda útboðsins, Ísorku og Reykjavíkurborg er stefnt. Enginn sigurvegari „Sú staða sem upp kom eftir niðurstöðu kærunefndarinnar var í senn flókin og kolómöguleg,“ segir Kristján Már Atlason, forstöðumaður fyrirtækjamarkaða ON, í tilkynningu. „Það var enginn sigurvegari en öll töpuðu, ekki síst rafbíleigendur og loftslagið. Við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma þessari þjónustu í gagnið á ný, enda sýndi sig að margir rafbílaeigendur, sem ekki eiga kost á að hlaða heima, treystu á þessa lausn þegar þeir keyptu sér rafmagnsbíl. Við hjá Orku náttúrunnar erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að komast út úr þessari ómögulegu stöðu sem nú er, enda eru orkuskipti í samgöngum fljótlegasta og mikilvægasta framlag okkar til loftslagsmála,“ segir Kristján Már.
Bílar Orkumál Reykjavík Tengdar fréttir Áfram slökkt á hleðslustöðvunum: Kærunefnd útboðsmála hafnar endurupptöku Kærunefnd útboðsmála hefur hafnað því að fresta áhrifum úrskurðar síns um ólögmæti útboðs Reykjavíkurborgar á götuhleðslum fyrir rafbíla. Þá hefur nefndin hafnað því að taka málið upp að nýju. 11. ágúst 2021 10:52 Ísorka minnti kærunefnd á sektarheimildir vegna hleðslustöðva Lögmaður Ísorku sendi kærunefnd útboðsmála bréf með athugasemdum við að rafmagn væri áfram veitt í hleðslustöðvum Orku náttúrunnar í Reykjavík þrátt fyrir að nefndin hefði úrskurðað samning um þær óvirkan. Framkvæmdastjóri Ísorku fullyrti í gær að engin samskipti hefðu átt sér stað við kærunefndina. 26. júní 2021 18:23 Ísorka hafnar ábyrgð á að slökkt verði á hleðlustöðvum Framkvæmdastjóri Ísorku hafnar því að kvörtun fyrirtækisins sé orsök þess að Orka náttúrunnar ætlar að taka straum af á annað hundrað hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík. Hann segir Reykjavíkurborg rót vandans. 25. júní 2021 18:01 Slökkva á 156 götuhleðslum í borginni og kenna Ísorku um Orka náttúrunnar hyggst taka strauminn af þeim 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp um víða borg. Félagið sér sig knúið til þess í kjölfar kvörtunar Ísorku yfir að hleðslurnar væru opnar hverjum sem er og það gjaldfrjálst. Slökkt verður á stöðvunum 28. júní. 25. júní 2021 14:32 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Áfram slökkt á hleðslustöðvunum: Kærunefnd útboðsmála hafnar endurupptöku Kærunefnd útboðsmála hefur hafnað því að fresta áhrifum úrskurðar síns um ólögmæti útboðs Reykjavíkurborgar á götuhleðslum fyrir rafbíla. Þá hefur nefndin hafnað því að taka málið upp að nýju. 11. ágúst 2021 10:52
Ísorka minnti kærunefnd á sektarheimildir vegna hleðslustöðva Lögmaður Ísorku sendi kærunefnd útboðsmála bréf með athugasemdum við að rafmagn væri áfram veitt í hleðslustöðvum Orku náttúrunnar í Reykjavík þrátt fyrir að nefndin hefði úrskurðað samning um þær óvirkan. Framkvæmdastjóri Ísorku fullyrti í gær að engin samskipti hefðu átt sér stað við kærunefndina. 26. júní 2021 18:23
Ísorka hafnar ábyrgð á að slökkt verði á hleðlustöðvum Framkvæmdastjóri Ísorku hafnar því að kvörtun fyrirtækisins sé orsök þess að Orka náttúrunnar ætlar að taka straum af á annað hundrað hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík. Hann segir Reykjavíkurborg rót vandans. 25. júní 2021 18:01
Slökkva á 156 götuhleðslum í borginni og kenna Ísorku um Orka náttúrunnar hyggst taka strauminn af þeim 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp um víða borg. Félagið sér sig knúið til þess í kjölfar kvörtunar Ísorku yfir að hleðslurnar væru opnar hverjum sem er og það gjaldfrjálst. Slökkt verður á stöðvunum 28. júní. 25. júní 2021 14:32