Vakin með knúsi en tjaldútilegurnar með eiginmanninum bestar Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. ágúst 2021 10:01 Alma Dagbjört Möller. Vísir/Vilhelm Alma Dagbjört Möller landlæknir fær knús frá hundunum sínum þegar hún vaknar eldsnemma á morgnana og hlakkar alltaf til dagsins. Hún segir tjaldútilegu með eiginmanninum á hálendinu bestu leiðina til að aftengja sig frá daglegu amstri og í sumar fékk hún það nýja hlutverk að fara í morgungöngur með tvíburaömmustelpur í vagni. Í vinnunni gerir hún það sama og svo margir: Skrifar niður lista yfir helstu verkefni dagsins. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég er A-manneskja og elska að vakna snemma, yfirleitt klukkan sex. Hef verið svona alla ævi; man þegar ég var í Menntaskólanum á Akureyri og leigði með vinkonum sem sváfu frameftir að þá leiddist mér stundum. Mér leiðist sko ekki í dag þegar ég vakna á undan öðru heimilisfólki; finn mér alltaf eitthvað að gera. Ég vinn vel á morgnana og ef það er ekki vinnudagur þá fer ég út með hundana okkar tvo, les eða sest með handavinnu og tónlist. Svo finnst mér líka gott að gera ekkert og að bara njóta kyrrðarinnar. Almennt vakna ég hress og hlakka til dagsins.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Hefðbundinn dagur byrjar á hundaknúsi því hundarnir okkar, labradorarnir og feðgarnir Mói og Máni gefa mér knús; setja framloppur upp í rúm og knúsa beinlínis, þegar þeir verða varir við að maður rumskar. Þá er að gefa þeim að borða og hleypa þeim aðeins út í garð. Ég byrja svo almennt daginn á að fara í sturtu og taka mig til; það er fín núvitundaræfing. Því næst er morgunverður sem ég tek mér oftast góðan tíma í að taka til, elda og njóta, jafnan yfir helstu fréttum. Svo er að taka spjall við eiginmann og annað heimilisfólk þegar það kemur á fætur, nokkru seinna en ég. Hreyfing bíður oftast seinniparts því ég mæti snemma til vinnu. Þegar þú vilt aftengja þig alveg frá vinnu og öðru amstri, hvað gerir þú þá? Það sem er best en talsvert fyrirtæki: að fara upp á hálendi Íslands, þangað sem torfært er og fáir eru, helst þar sem ekki er gsm-samband. Dvelja þar í tjaldi með eiginmanni og hundum, stundum fylgja aðrir með, skoða umhverfið, elda góðan mat, lesa og bara vera. Þegar þetta er ekki í boði er þrennt sem er gott að gera: 1. Hvers kyns útivera í fallegri náttúru 2. Að hlusta á klassíska tónlist; gjarnan hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu þar sem ég er fastagestur. Óperuferðir, hérlendis, erlendis og í óperubíó gera algerlega sama gagn. 3. Sýsl heimavið; annað hvort að sitja yfir handavinnu; útsaumi eða prjóni eða gleyma sér við eldamennsku og mat með mínu fólki. Ný upplifun í sumar voru morgungöngur með tvíburaömmustelpur í vagni í fagurri sveit.“ Þríeyki Ölmu: Labradorarnir og feðgarnir Mói og Máni vekja Ölmu alla morgna með því að gefa henni knús í orðsins fyllstu merkingu: Þá setja þeir framloppurnar upp í rúm og knúsa beinlínis, vitandi það að Alma er að rumska og stutt er í að hún fari fram úr. Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Verkefni landlæknis eru ótrúlega fjölbreytt sbr. lög um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007. Þessa dagana t.d. eftirlit með heilbrigðisþjónustu í fjórðu bylgju COVID-19 þar sem stöðu mála á bæði Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum er miðlað til heilbrigðisráðherra. Síðan er fjöldi annarra mála, allt frá víðfeðmum málum eins og lýðheilsu til málefna einstaklinga.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Fjöldi mála sem berast til embættis landlæknis vex stöðugt eins og sjá má í ársskýrslu okkar. Þar sem mál á mínu borði eru mörg og fjölbreytt þarf stöðugt að forgangsraða. Ég tek stöðu mála reglulega; annars vegar í rafrænni málaskrá embættisins og hins vegar frá vikuplani í Outlook. Svo geri ég nú bara pappírslista í upphafi hvers dags, ég er mikil „lista-kona“ og post-it miðar sjást líka á skrifborðinu. Sum mál er hægt að afgreiða hratt og strax meðan önnur þurfa yfirlegu eða taka marga mánuði. Það er mikilvægt að muna líka eftir stórum málum en sem kannski ekki liggur á og vinna í þeim þegar færi gefst. Ég hef gott úthald og finnst gaman að vinna; sama hvaða störfum ég hef sinnt.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Þar sem ég vakna snemma að þá sofna ég snemma, svona milli tíu og ellefu. Best er að fara uppí og lesa smá. Mér líður vel ef ég fæ sjö klukkustunda svefn. Áður svaf ég svona sex og hálfan tíma en eftir að ég las bók Matthew Walker „Why we sleep“ sem fjallar um ótrúlegt mikilvægi svefns og hvernig góður svefn er undirstaða heilsu og vellíðunar, ákvað ég að lengja svefninn um hálfan til einn klukkutíma. Ég finn alveg mun á mér eftir það. Ég hvet alla til að kynna sér mikilvægi góðs svefns og að setja hann í forgang. Fullorðnir þurfa að sofa sjö til átta klukkustundir og börn og ungmenni lengur. Lýðheilsuvísar embættisins sýna að margir þurfa að huga betur að svefni, ekki síst unga fólkið okkar.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Hefur hringt í vin sinn alla morgna í fimmtán ár og þeir hvetja hvor annan „Ég gæti trúað því að það sé hægt að flokka mig sem frumkvöðul, annars held ég að ég viti ekki enn hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór, það er svo margt sem mig langar að gera. Kannski þarf maður ekki að vera neitt heldur bara margt,“ segir Eyþór Guðjónsson einn eiganda Sky Lagoon á Kársnesi, aðspurður um starfstitilinn. 5. júní 2021 10:01 Í skemmtilegri tilraun á Facebook og skrifar í þakklætisbók daglega Dagmar Ýr Stefánsdóttir, yfirmaður samskipta- og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaráli, segist vera mikil áskorunarmanneskja sem mætti þó bæta sig aðeins í skipulaginu. Dagmar skrifar í þakklætisbók kvölds og morgna og fór í áhugaverða tilraun á samfélagsmiðlunum. Hætti á Instagram og síðar í öllu á Facebook nema einstaka hópum. Dagmar segir erfiðara að fara í frí frá Facebook en Instagram. 12. júní 2021 10:00 Eitt sinn alltaf dragúldinn á morgnana, sérstaklega á mánudögum Þórarinn Ævarsson segist ekki vita hvort hann eigi að titla sig sem framkvæmdastjóri, pizzubakara eða Spaðakónginn því allir eiga þessir titlar við. Þórarinn er fréttafíkill sem eitt sinn vaknaði alltaf sem dragúldinn B-týpa á morgnana. En nú er öldin önnur því í dag vaknar Þórarinn um áttaleytið og sendir uppúr því lykilstarfsmönnum sínum hrós og ábendingar. 8. maí 2021 10:01 Eiginmaðurinn sér um fréttavaktina á morgnana Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, segir eiginmanninn sjá um fréttavaktina fyrir þau hjónin alla morgna en þá gefur hann henni skýrslu um allt það helsta sem fjölmiðlarnir eru að fjalla um. Gunnur hefur lagt hlaupaskónna á hilluna en ætlar að vinna eiginmanninn í tennis í sumar. Hún segir Dagatalið og Outlook algjöra líflínu í skipulagi. Það á við um verkefnin í vinnunni, heima fyrir og já, líka tengt börnunum. 29. maí 2021 10:01 Byrjar daginn á því að leita að fuglum og köttum Það kann að hljóma furðulega að Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, byrji daginn á því að leita að fuglum og köttum. Skýringin er reyndar einföld því morgunrútínu Halldórs er meðal annars stjórnað af yngstu dóttur hans, sem vekur pabba sinn hispurslaust klukkan hálfsjö. Halldór átti sér stóra drauma þegar hann var lítill. Til dæmis að verða tígrisdýr. Í dag eru það hins vegar hjól atvinnulífsins í kjölfar Covid og bólusetninga sem Halldór er með hugann við og í skipulagi heldur hann trygglyndi við Outlook dagatalið. 22. maí 2021 10:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég er A-manneskja og elska að vakna snemma, yfirleitt klukkan sex. Hef verið svona alla ævi; man þegar ég var í Menntaskólanum á Akureyri og leigði með vinkonum sem sváfu frameftir að þá leiddist mér stundum. Mér leiðist sko ekki í dag þegar ég vakna á undan öðru heimilisfólki; finn mér alltaf eitthvað að gera. Ég vinn vel á morgnana og ef það er ekki vinnudagur þá fer ég út með hundana okkar tvo, les eða sest með handavinnu og tónlist. Svo finnst mér líka gott að gera ekkert og að bara njóta kyrrðarinnar. Almennt vakna ég hress og hlakka til dagsins.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Hefðbundinn dagur byrjar á hundaknúsi því hundarnir okkar, labradorarnir og feðgarnir Mói og Máni gefa mér knús; setja framloppur upp í rúm og knúsa beinlínis, þegar þeir verða varir við að maður rumskar. Þá er að gefa þeim að borða og hleypa þeim aðeins út í garð. Ég byrja svo almennt daginn á að fara í sturtu og taka mig til; það er fín núvitundaræfing. Því næst er morgunverður sem ég tek mér oftast góðan tíma í að taka til, elda og njóta, jafnan yfir helstu fréttum. Svo er að taka spjall við eiginmann og annað heimilisfólk þegar það kemur á fætur, nokkru seinna en ég. Hreyfing bíður oftast seinniparts því ég mæti snemma til vinnu. Þegar þú vilt aftengja þig alveg frá vinnu og öðru amstri, hvað gerir þú þá? Það sem er best en talsvert fyrirtæki: að fara upp á hálendi Íslands, þangað sem torfært er og fáir eru, helst þar sem ekki er gsm-samband. Dvelja þar í tjaldi með eiginmanni og hundum, stundum fylgja aðrir með, skoða umhverfið, elda góðan mat, lesa og bara vera. Þegar þetta er ekki í boði er þrennt sem er gott að gera: 1. Hvers kyns útivera í fallegri náttúru 2. Að hlusta á klassíska tónlist; gjarnan hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu þar sem ég er fastagestur. Óperuferðir, hérlendis, erlendis og í óperubíó gera algerlega sama gagn. 3. Sýsl heimavið; annað hvort að sitja yfir handavinnu; útsaumi eða prjóni eða gleyma sér við eldamennsku og mat með mínu fólki. Ný upplifun í sumar voru morgungöngur með tvíburaömmustelpur í vagni í fagurri sveit.“ Þríeyki Ölmu: Labradorarnir og feðgarnir Mói og Máni vekja Ölmu alla morgna með því að gefa henni knús í orðsins fyllstu merkingu: Þá setja þeir framloppurnar upp í rúm og knúsa beinlínis, vitandi það að Alma er að rumska og stutt er í að hún fari fram úr. Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Verkefni landlæknis eru ótrúlega fjölbreytt sbr. lög um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007. Þessa dagana t.d. eftirlit með heilbrigðisþjónustu í fjórðu bylgju COVID-19 þar sem stöðu mála á bæði Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum er miðlað til heilbrigðisráðherra. Síðan er fjöldi annarra mála, allt frá víðfeðmum málum eins og lýðheilsu til málefna einstaklinga.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Fjöldi mála sem berast til embættis landlæknis vex stöðugt eins og sjá má í ársskýrslu okkar. Þar sem mál á mínu borði eru mörg og fjölbreytt þarf stöðugt að forgangsraða. Ég tek stöðu mála reglulega; annars vegar í rafrænni málaskrá embættisins og hins vegar frá vikuplani í Outlook. Svo geri ég nú bara pappírslista í upphafi hvers dags, ég er mikil „lista-kona“ og post-it miðar sjást líka á skrifborðinu. Sum mál er hægt að afgreiða hratt og strax meðan önnur þurfa yfirlegu eða taka marga mánuði. Það er mikilvægt að muna líka eftir stórum málum en sem kannski ekki liggur á og vinna í þeim þegar færi gefst. Ég hef gott úthald og finnst gaman að vinna; sama hvaða störfum ég hef sinnt.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Þar sem ég vakna snemma að þá sofna ég snemma, svona milli tíu og ellefu. Best er að fara uppí og lesa smá. Mér líður vel ef ég fæ sjö klukkustunda svefn. Áður svaf ég svona sex og hálfan tíma en eftir að ég las bók Matthew Walker „Why we sleep“ sem fjallar um ótrúlegt mikilvægi svefns og hvernig góður svefn er undirstaða heilsu og vellíðunar, ákvað ég að lengja svefninn um hálfan til einn klukkutíma. Ég finn alveg mun á mér eftir það. Ég hvet alla til að kynna sér mikilvægi góðs svefns og að setja hann í forgang. Fullorðnir þurfa að sofa sjö til átta klukkustundir og börn og ungmenni lengur. Lýðheilsuvísar embættisins sýna að margir þurfa að huga betur að svefni, ekki síst unga fólkið okkar.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Hefur hringt í vin sinn alla morgna í fimmtán ár og þeir hvetja hvor annan „Ég gæti trúað því að það sé hægt að flokka mig sem frumkvöðul, annars held ég að ég viti ekki enn hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór, það er svo margt sem mig langar að gera. Kannski þarf maður ekki að vera neitt heldur bara margt,“ segir Eyþór Guðjónsson einn eiganda Sky Lagoon á Kársnesi, aðspurður um starfstitilinn. 5. júní 2021 10:01 Í skemmtilegri tilraun á Facebook og skrifar í þakklætisbók daglega Dagmar Ýr Stefánsdóttir, yfirmaður samskipta- og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaráli, segist vera mikil áskorunarmanneskja sem mætti þó bæta sig aðeins í skipulaginu. Dagmar skrifar í þakklætisbók kvölds og morgna og fór í áhugaverða tilraun á samfélagsmiðlunum. Hætti á Instagram og síðar í öllu á Facebook nema einstaka hópum. Dagmar segir erfiðara að fara í frí frá Facebook en Instagram. 12. júní 2021 10:00 Eitt sinn alltaf dragúldinn á morgnana, sérstaklega á mánudögum Þórarinn Ævarsson segist ekki vita hvort hann eigi að titla sig sem framkvæmdastjóri, pizzubakara eða Spaðakónginn því allir eiga þessir titlar við. Þórarinn er fréttafíkill sem eitt sinn vaknaði alltaf sem dragúldinn B-týpa á morgnana. En nú er öldin önnur því í dag vaknar Þórarinn um áttaleytið og sendir uppúr því lykilstarfsmönnum sínum hrós og ábendingar. 8. maí 2021 10:01 Eiginmaðurinn sér um fréttavaktina á morgnana Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, segir eiginmanninn sjá um fréttavaktina fyrir þau hjónin alla morgna en þá gefur hann henni skýrslu um allt það helsta sem fjölmiðlarnir eru að fjalla um. Gunnur hefur lagt hlaupaskónna á hilluna en ætlar að vinna eiginmanninn í tennis í sumar. Hún segir Dagatalið og Outlook algjöra líflínu í skipulagi. Það á við um verkefnin í vinnunni, heima fyrir og já, líka tengt börnunum. 29. maí 2021 10:01 Byrjar daginn á því að leita að fuglum og köttum Það kann að hljóma furðulega að Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, byrji daginn á því að leita að fuglum og köttum. Skýringin er reyndar einföld því morgunrútínu Halldórs er meðal annars stjórnað af yngstu dóttur hans, sem vekur pabba sinn hispurslaust klukkan hálfsjö. Halldór átti sér stóra drauma þegar hann var lítill. Til dæmis að verða tígrisdýr. Í dag eru það hins vegar hjól atvinnulífsins í kjölfar Covid og bólusetninga sem Halldór er með hugann við og í skipulagi heldur hann trygglyndi við Outlook dagatalið. 22. maí 2021 10:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Hefur hringt í vin sinn alla morgna í fimmtán ár og þeir hvetja hvor annan „Ég gæti trúað því að það sé hægt að flokka mig sem frumkvöðul, annars held ég að ég viti ekki enn hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór, það er svo margt sem mig langar að gera. Kannski þarf maður ekki að vera neitt heldur bara margt,“ segir Eyþór Guðjónsson einn eiganda Sky Lagoon á Kársnesi, aðspurður um starfstitilinn. 5. júní 2021 10:01
Í skemmtilegri tilraun á Facebook og skrifar í þakklætisbók daglega Dagmar Ýr Stefánsdóttir, yfirmaður samskipta- og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaráli, segist vera mikil áskorunarmanneskja sem mætti þó bæta sig aðeins í skipulaginu. Dagmar skrifar í þakklætisbók kvölds og morgna og fór í áhugaverða tilraun á samfélagsmiðlunum. Hætti á Instagram og síðar í öllu á Facebook nema einstaka hópum. Dagmar segir erfiðara að fara í frí frá Facebook en Instagram. 12. júní 2021 10:00
Eitt sinn alltaf dragúldinn á morgnana, sérstaklega á mánudögum Þórarinn Ævarsson segist ekki vita hvort hann eigi að titla sig sem framkvæmdastjóri, pizzubakara eða Spaðakónginn því allir eiga þessir titlar við. Þórarinn er fréttafíkill sem eitt sinn vaknaði alltaf sem dragúldinn B-týpa á morgnana. En nú er öldin önnur því í dag vaknar Þórarinn um áttaleytið og sendir uppúr því lykilstarfsmönnum sínum hrós og ábendingar. 8. maí 2021 10:01
Eiginmaðurinn sér um fréttavaktina á morgnana Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, segir eiginmanninn sjá um fréttavaktina fyrir þau hjónin alla morgna en þá gefur hann henni skýrslu um allt það helsta sem fjölmiðlarnir eru að fjalla um. Gunnur hefur lagt hlaupaskónna á hilluna en ætlar að vinna eiginmanninn í tennis í sumar. Hún segir Dagatalið og Outlook algjöra líflínu í skipulagi. Það á við um verkefnin í vinnunni, heima fyrir og já, líka tengt börnunum. 29. maí 2021 10:01
Byrjar daginn á því að leita að fuglum og köttum Það kann að hljóma furðulega að Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, byrji daginn á því að leita að fuglum og köttum. Skýringin er reyndar einföld því morgunrútínu Halldórs er meðal annars stjórnað af yngstu dóttur hans, sem vekur pabba sinn hispurslaust klukkan hálfsjö. Halldór átti sér stóra drauma þegar hann var lítill. Til dæmis að verða tígrisdýr. Í dag eru það hins vegar hjól atvinnulífsins í kjölfar Covid og bólusetninga sem Halldór er með hugann við og í skipulagi heldur hann trygglyndi við Outlook dagatalið. 22. maí 2021 10:00