Forseti Nice sakar leikmenn Marseille um lygar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2021 10:00 Jean-Pierre Rivere, forseti Nice, fyrir miðju að ræða Christophe Galtier, þjálfara félagsins (t.h.) ogThierry Oleksiak, aðstoðarþjálfara, eftir að leikurinn gegn Marseille var stöðvaður. John Berry/Getty Images Jean-Pierre Rivere, forseti franska knattspyrnu liðsins Nice, hefur sakað leikmenn Marseille um lygar í kjölfar látanna sem urðu í leik liðanna um liðna helgi Hann telur leikmenn liðsins ekki hafa verið með nein för á hálsi eftir stuðningsfólk Nice. Það sauð upp úr í leik Nice og Marseille í frönsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn var. Dimitri Payet, leikmaður Marseille, fékk þá vatnsflösku í hnakkann og brást við með því að grýta henni til baka, það er upp í stúku. Stuðningsfólki Nice var ekki skemmt og óð inn á völlinn svo uppi varð mikill fótur og fit. Sumir leikmenn Marseille, þar á meðal Matteo Guendouzi, hafa stigið fram og sagst vera með áverka eftir stuðningsfólk Nice. Jean-Pierre Rivere telur það vera eintóma þvælu. Hann gengur svo langt að segja að leikmenn Marseille hafi falsað myndir þar sem sýna þá áverka sem þeir urðu fyrir. „Fyrir utan þessar myndir – sem eru út um allt – þá urðu leikmenn Marseille ekki fyrir neinu ofbeldi,“ sagði Rivere í viðtali við franska íþróttamiðilinn L´Équipe. Svo virðist sem Rivere hafi myndir sem sýni fram á að Guendouzi hafi ekki verið með nein för á hálsi er hann yfirgaf völlinn. Jacques Cardoze, fjölmiðlafulltrúi Marseille, segir félagið hafa sannanir fyrir því að leikmennirnir hafi í raun verið með för á hálsi. Félagið mætir vopnað læknisvottorðum er það mætir til yfirheyrslu hjá franska knattspyrnusambandinu síðar í dag til að ræða hvað fór fram á sunnudaginn var. Yfirvöld í Nice hafa nú þegar tekið ákvörðun að stúkan þar sem lætin áttu sér stað verði lokuð í næstu fjórum heimaleikjum liðsins. Þá hefur maður verið handtekinn fyrir að vera orsök þess sem átti sér stað. Staðan í leiknum var 1-0 fyrir Nice þegar allt fór fjandans til. Daninn Kasper Dohlberg hafði komið heimamönnum yfir snemma leiks en Nice var dæmdur 3-0 sigur þar sem Marseille neitaði að koma út og klára leikinn eftir að stuðningsfólkið var á bak og burt. Hvort þau úrslit standi á eftir að koma í ljós. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sjá meira
Það sauð upp úr í leik Nice og Marseille í frönsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn var. Dimitri Payet, leikmaður Marseille, fékk þá vatnsflösku í hnakkann og brást við með því að grýta henni til baka, það er upp í stúku. Stuðningsfólki Nice var ekki skemmt og óð inn á völlinn svo uppi varð mikill fótur og fit. Sumir leikmenn Marseille, þar á meðal Matteo Guendouzi, hafa stigið fram og sagst vera með áverka eftir stuðningsfólk Nice. Jean-Pierre Rivere telur það vera eintóma þvælu. Hann gengur svo langt að segja að leikmenn Marseille hafi falsað myndir þar sem sýna þá áverka sem þeir urðu fyrir. „Fyrir utan þessar myndir – sem eru út um allt – þá urðu leikmenn Marseille ekki fyrir neinu ofbeldi,“ sagði Rivere í viðtali við franska íþróttamiðilinn L´Équipe. Svo virðist sem Rivere hafi myndir sem sýni fram á að Guendouzi hafi ekki verið með nein för á hálsi er hann yfirgaf völlinn. Jacques Cardoze, fjölmiðlafulltrúi Marseille, segir félagið hafa sannanir fyrir því að leikmennirnir hafi í raun verið með för á hálsi. Félagið mætir vopnað læknisvottorðum er það mætir til yfirheyrslu hjá franska knattspyrnusambandinu síðar í dag til að ræða hvað fór fram á sunnudaginn var. Yfirvöld í Nice hafa nú þegar tekið ákvörðun að stúkan þar sem lætin áttu sér stað verði lokuð í næstu fjórum heimaleikjum liðsins. Þá hefur maður verið handtekinn fyrir að vera orsök þess sem átti sér stað. Staðan í leiknum var 1-0 fyrir Nice þegar allt fór fjandans til. Daninn Kasper Dohlberg hafði komið heimamönnum yfir snemma leiks en Nice var dæmdur 3-0 sigur þar sem Marseille neitaði að koma út og klára leikinn eftir að stuðningsfólkið var á bak og burt. Hvort þau úrslit standi á eftir að koma í ljós.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sjá meira