Laut í lægra haldi fyrir erlendum tæknirisum Eiður Þór Árnason skrifar 25. ágúst 2021 08:01 Ekki stendur til að taka upp þráðinn í höfuðstöðvum Reiknistofu bankanna á Höfðatorgi og klára þróun greiðslulausnarinnar. Vísir/Vilhelm Viðskiptabankarnir töldu að lítil eftirspurn væri eftir greiðsluappinu Kvitt og vildu frekar einbeita sér að innleiðingu erlendra lausna á borð við Apple Pay. Greiðslumiðlunarfyrirtækið Valitor hefur litlar áhyggjur af því að alvarleg röskun geti orðið á tengingu Íslands við erlend greiðslukortakerfi. Vísir greindi frá því á dögunum að Reiknistofa bankanna hafi stöðvað þróun Kvitt sem átti að gera fólki kleift að borga beint af bankareikningi í verslunum án milligöngu kortafyrirtækja. Seðlabankinn hefur kallað eftir að slíku smágreiðslukerfi verði komið upp á Íslandi eftir að erlendir aðilar festu kaup á íslenskum greiðslumiðlunarfyrirtækjum og vinnsla debetkortafærslna færðist úr landi. Hefur málið meðal annars verið tekið upp á vettvangi þjóðaröryggisráðs. Upphaflega var vonast til að Kvitt yrði tekið í notkun haustið 2017. Fjórum áður síðar hefur þjónustan ekki enn litið dagsins ljós. Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Reiknistofu bankanna, sagði fyrir helgi að áhugaleysi stóru viðskiptabankanna hafi haft áhrif á afdrif íslensku smágreiðslulausnarinnar. Langstærstur hluti svokallaðrar smágreiðslumiðlunar, þar á meðal viðskipti með vörur og þjónustu, fer í gegnum greiðslukort á Íslandi. Er þetta hlutfall hærra hér en á öðrum Norðurlöndum.Vísir/Getty Arion banki segir óvíst hvort eftirspurnin sé fyrir hendi Í svari frá Arion banka segir að prófanir á Kvitt hafi leitt í ljós að lausnin væri „ekki mjög notendavæn og ekki taldar líkur á að hún næði árangri á markaði umfram þær lausnir sem þegar voru til staðar.“ Að sögn bankans hafa sambærilegar smágreiðslulausnir ekki síst notið vinsælda erlendis fyrir þær sakir að þær voru hraðvirkari en margir aðrir kostir. Á Íslandi eigi millifærslur hins vegar stað í rauntíma. „Meðal annars þess vegna mátum við það sem svo á sínum tíma að ekki væri sama þörf hér á landi og á Norðurlöndunum á að taka upp smágreiðslulausnir.“ „Rétt er að hafa í huga að vinsældir farsímagreiðslulausna eins og Apple Pay hafa aukist mikið hér á landi enda mjög þægilegar í notkun. Því er óvíst hvort eftirspurnin eftir nýrri greiðsluleið sé til staðar,“ segir í svari bankans sem segist þó vera opinn fyrir samstarfi á þessu sviði. Íslandsbanki tekur í svipaðan streng og segir að þessi mál séu áfram til skoðunar innan bankans. Lögðu meiri áherslu á Apple Pay Að sögn Landsbankans tók hann einnig þátt í prófunum á Kvitt en á sama tíma hafi verið unnið að innleiðingu snjallsímagreiðslna með Apple Pay og Landsbankinn Kort. Meiri áhersla hafi verið lögð á að innleiða þær lausnir fyrir íslenska neytendur. Apple Pay og sambærilegar lausnir á Android-símum tengjast greiðslukortum og notast við kerfi erlendu kortafyrirtækjanna. „Landsbankinn lagði áherslu á, og gerir enn, að ef þróuð verði smágreiðslulausn til notkunar hér á landi verði stefnt á eina sameiginlega lausn, líkt og hefur reynst vel á öðrum Norðurlöndum. Mikilvægt er að greiðslulausnir nái mikilli notkun á markaði,“ segir í skriflegu svari. Fulltrúar bankans segjast sem fyrr vera jákvæðir í garð samstarfs á þessu sviði og frekari skoðun á þeim möguleikum sem eru í boði. Truflanir gætu haft víðtækar afleiðingar Þrjú helstu greiðslumiðlunarfyrirtæki landsins hafa verið seld erlendum aðilum á seinustu tveimur árum. Borgun var seld til brasilíska fyrirtækisins SaltPay, og Valitor og Korta til ísraelska fyrirtækisins Rapyd. Salan á Valitor er ekki gengin í gegn og er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. „Þar sem þessi kerfi eru í erlendri eigu þá eru áhyggjur af því að ef Visa eða Mastercard gætu ekki eða vildu ekki sinna viðskiptum á Íslandi þá gæti það leitt til óþæginda fyrir innlenda greiðslumiðlun í einhverja daga eða vikur,“ sagði Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, í samtali við Vísi á fimmtudag. Seðlabanki Íslands greindi þjóðaröryggisráði fyrst frá áhyggjum sínum haustið 2019.Vísir/Sigurjón Seðlabankinn vakti máls á því árið 2019 að erfiðara yrði að tryggja virkni greiðslukorta ef til kæmi fjárhagslegt áfall á borð við það sem skall á árið 2008. Áhyggjur Seðlabankans má meðal annars rekja til þess að erlendu kortafyrirtækin fjarlægðu íslensku krónuna sem uppgjörsmynt í kjölfar bankahrunsins. Seðlabankinn brást við með því að setja nýjar reglur sem var ætlað að tryggja öryggi greiðslna. Engin hætta var á því að fyrirtækin gætu hamlað notkun debetkorta þar sem vinnsla slíkra færslna fór fram í íslenskum kerfum. Það hefur nú að mestu breyst. Gera ekki ráð fyrir að færa vinnsluna úr landi Í skriflegu svari frá Valitor segist greiðslumiðlunarfyrirtækið ekki deila áhyggjum Seðlabankans og annarra aðila innan stjórnkerfisins. „Viðskiptasambönd Valitor til þátttöku í alþjóðlegum greiðslunetum eru sterk, og við teljum að sterkt erlent eignahald muni ekki koma til með að hafa áhrif á þau.“ Í júli var greint frá því að ísraelska fjártæknifélagið Rapyd og Arion banki, eigandi Valitor, hafi gert samkomulag um kaup Rapyd á Valitor. Kaupin eru líkt og fyrr segir háð samþykki samkeppnisyfirvalda. „Það skýtur skökku við að okkar mati að ríkið hyggist stofna til samkeppnisrekstrar á þessu sviði þvert á yfirlýsta stefnu sína um að draga sig út úr samkeppni á fjármálamarkaði. Í dag er þegar fjöldi innlendra aðila sem tengir saman kaupendur og seljendur á vöru og þjónustu með innlendum greiðslukerfum,“ segir í skriflegu svari frá greiðslumiðlunarfyrirtækinu. Arik Shtilman, forstjóri og stofnandi Rapyd. Fjártæknifyrirtækið keypti Valitor nýverið fyrir um 12,3 milljarða króna. Rapyd Valitor rekur meðal annars greiðslukortaposa og tengir fjölda fyrirtækja við alþjóðleg greiðslumiðlunarkerfi Visa, Mastercard og American Express. Kerfisvinnsla Valitor fer fram á Íslandi en að sögn fulltrúa fyrirtækisins er ekki gert ráð fyrir að sú vinnsla færist úr landi ef gengið verður frá sölunni til Rapyd. Ekki hafa fengist svör frá SaltPay þrátt fyrir beiðnir fréttastofu. Brasilíska fyrirtækið gekk frá kaupum á nær öllu hlutafé í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun í mars á seinasta ári. Það var áður í meirihlutaeigu Íslandsbanka. Greiðslumiðlun Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Bankarnir vildu ekki lausnina sem átti að sefa áhyggjur Seðlabankans Reiknistofa bankanna stöðvaði þróun greiðslulausnar sem átti að gera fólki kleift að greiða verslunum og öðrum fyrirtækjum án milligöngu kortafyrirtækja. Viðskiptabankarnir höfðu þá sýnt því lítinn áhuga að innleiða kerfið fyrir sína viðskiptavini. 20. ágúst 2021 13:32 Þjóðaröryggisráð fundað fjórum sinnum vegna stöðunnar á greiðslumiðlunarmarkaði Þjóðaröryggisráð hefur fundað fjórum sinnum vegna þeirrar ógnar sem kann að steðja að efnahagslífi landsins að greiðslumiðlunarkerfi séu nú allar í eigu erlendra aðila og lúta ekki að íslenskri lögsögu að fullu. Unnið er að þróun innlendrar greiðslulausnar. 19. ágúst 2021 07:36 Rapyd kaupir Valitor á tólf milljarða Alþjóðlega fjártæknifélagið Rapyd hefur samið við Arion Banka um kaup á Valitor hf. Kaupverðið er hundrað milljónir bandaríkjadala eða um 12,3 milljarðar króna. 1. júlí 2021 15:41 Búið að ganga frá kaupum Rapyd á Korta Kaup alþjóðlega fjártæknifyrirtækisins Rapyd á Korta eru nú frágengin. 7. júlí 2020 09:21 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Vísir greindi frá því á dögunum að Reiknistofa bankanna hafi stöðvað þróun Kvitt sem átti að gera fólki kleift að borga beint af bankareikningi í verslunum án milligöngu kortafyrirtækja. Seðlabankinn hefur kallað eftir að slíku smágreiðslukerfi verði komið upp á Íslandi eftir að erlendir aðilar festu kaup á íslenskum greiðslumiðlunarfyrirtækjum og vinnsla debetkortafærslna færðist úr landi. Hefur málið meðal annars verið tekið upp á vettvangi þjóðaröryggisráðs. Upphaflega var vonast til að Kvitt yrði tekið í notkun haustið 2017. Fjórum áður síðar hefur þjónustan ekki enn litið dagsins ljós. Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Reiknistofu bankanna, sagði fyrir helgi að áhugaleysi stóru viðskiptabankanna hafi haft áhrif á afdrif íslensku smágreiðslulausnarinnar. Langstærstur hluti svokallaðrar smágreiðslumiðlunar, þar á meðal viðskipti með vörur og þjónustu, fer í gegnum greiðslukort á Íslandi. Er þetta hlutfall hærra hér en á öðrum Norðurlöndum.Vísir/Getty Arion banki segir óvíst hvort eftirspurnin sé fyrir hendi Í svari frá Arion banka segir að prófanir á Kvitt hafi leitt í ljós að lausnin væri „ekki mjög notendavæn og ekki taldar líkur á að hún næði árangri á markaði umfram þær lausnir sem þegar voru til staðar.“ Að sögn bankans hafa sambærilegar smágreiðslulausnir ekki síst notið vinsælda erlendis fyrir þær sakir að þær voru hraðvirkari en margir aðrir kostir. Á Íslandi eigi millifærslur hins vegar stað í rauntíma. „Meðal annars þess vegna mátum við það sem svo á sínum tíma að ekki væri sama þörf hér á landi og á Norðurlöndunum á að taka upp smágreiðslulausnir.“ „Rétt er að hafa í huga að vinsældir farsímagreiðslulausna eins og Apple Pay hafa aukist mikið hér á landi enda mjög þægilegar í notkun. Því er óvíst hvort eftirspurnin eftir nýrri greiðsluleið sé til staðar,“ segir í svari bankans sem segist þó vera opinn fyrir samstarfi á þessu sviði. Íslandsbanki tekur í svipaðan streng og segir að þessi mál séu áfram til skoðunar innan bankans. Lögðu meiri áherslu á Apple Pay Að sögn Landsbankans tók hann einnig þátt í prófunum á Kvitt en á sama tíma hafi verið unnið að innleiðingu snjallsímagreiðslna með Apple Pay og Landsbankinn Kort. Meiri áhersla hafi verið lögð á að innleiða þær lausnir fyrir íslenska neytendur. Apple Pay og sambærilegar lausnir á Android-símum tengjast greiðslukortum og notast við kerfi erlendu kortafyrirtækjanna. „Landsbankinn lagði áherslu á, og gerir enn, að ef þróuð verði smágreiðslulausn til notkunar hér á landi verði stefnt á eina sameiginlega lausn, líkt og hefur reynst vel á öðrum Norðurlöndum. Mikilvægt er að greiðslulausnir nái mikilli notkun á markaði,“ segir í skriflegu svari. Fulltrúar bankans segjast sem fyrr vera jákvæðir í garð samstarfs á þessu sviði og frekari skoðun á þeim möguleikum sem eru í boði. Truflanir gætu haft víðtækar afleiðingar Þrjú helstu greiðslumiðlunarfyrirtæki landsins hafa verið seld erlendum aðilum á seinustu tveimur árum. Borgun var seld til brasilíska fyrirtækisins SaltPay, og Valitor og Korta til ísraelska fyrirtækisins Rapyd. Salan á Valitor er ekki gengin í gegn og er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. „Þar sem þessi kerfi eru í erlendri eigu þá eru áhyggjur af því að ef Visa eða Mastercard gætu ekki eða vildu ekki sinna viðskiptum á Íslandi þá gæti það leitt til óþæginda fyrir innlenda greiðslumiðlun í einhverja daga eða vikur,“ sagði Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, í samtali við Vísi á fimmtudag. Seðlabanki Íslands greindi þjóðaröryggisráði fyrst frá áhyggjum sínum haustið 2019.Vísir/Sigurjón Seðlabankinn vakti máls á því árið 2019 að erfiðara yrði að tryggja virkni greiðslukorta ef til kæmi fjárhagslegt áfall á borð við það sem skall á árið 2008. Áhyggjur Seðlabankans má meðal annars rekja til þess að erlendu kortafyrirtækin fjarlægðu íslensku krónuna sem uppgjörsmynt í kjölfar bankahrunsins. Seðlabankinn brást við með því að setja nýjar reglur sem var ætlað að tryggja öryggi greiðslna. Engin hætta var á því að fyrirtækin gætu hamlað notkun debetkorta þar sem vinnsla slíkra færslna fór fram í íslenskum kerfum. Það hefur nú að mestu breyst. Gera ekki ráð fyrir að færa vinnsluna úr landi Í skriflegu svari frá Valitor segist greiðslumiðlunarfyrirtækið ekki deila áhyggjum Seðlabankans og annarra aðila innan stjórnkerfisins. „Viðskiptasambönd Valitor til þátttöku í alþjóðlegum greiðslunetum eru sterk, og við teljum að sterkt erlent eignahald muni ekki koma til með að hafa áhrif á þau.“ Í júli var greint frá því að ísraelska fjártæknifélagið Rapyd og Arion banki, eigandi Valitor, hafi gert samkomulag um kaup Rapyd á Valitor. Kaupin eru líkt og fyrr segir háð samþykki samkeppnisyfirvalda. „Það skýtur skökku við að okkar mati að ríkið hyggist stofna til samkeppnisrekstrar á þessu sviði þvert á yfirlýsta stefnu sína um að draga sig út úr samkeppni á fjármálamarkaði. Í dag er þegar fjöldi innlendra aðila sem tengir saman kaupendur og seljendur á vöru og þjónustu með innlendum greiðslukerfum,“ segir í skriflegu svari frá greiðslumiðlunarfyrirtækinu. Arik Shtilman, forstjóri og stofnandi Rapyd. Fjártæknifyrirtækið keypti Valitor nýverið fyrir um 12,3 milljarða króna. Rapyd Valitor rekur meðal annars greiðslukortaposa og tengir fjölda fyrirtækja við alþjóðleg greiðslumiðlunarkerfi Visa, Mastercard og American Express. Kerfisvinnsla Valitor fer fram á Íslandi en að sögn fulltrúa fyrirtækisins er ekki gert ráð fyrir að sú vinnsla færist úr landi ef gengið verður frá sölunni til Rapyd. Ekki hafa fengist svör frá SaltPay þrátt fyrir beiðnir fréttastofu. Brasilíska fyrirtækið gekk frá kaupum á nær öllu hlutafé í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun í mars á seinasta ári. Það var áður í meirihlutaeigu Íslandsbanka.
Greiðslumiðlun Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Bankarnir vildu ekki lausnina sem átti að sefa áhyggjur Seðlabankans Reiknistofa bankanna stöðvaði þróun greiðslulausnar sem átti að gera fólki kleift að greiða verslunum og öðrum fyrirtækjum án milligöngu kortafyrirtækja. Viðskiptabankarnir höfðu þá sýnt því lítinn áhuga að innleiða kerfið fyrir sína viðskiptavini. 20. ágúst 2021 13:32 Þjóðaröryggisráð fundað fjórum sinnum vegna stöðunnar á greiðslumiðlunarmarkaði Þjóðaröryggisráð hefur fundað fjórum sinnum vegna þeirrar ógnar sem kann að steðja að efnahagslífi landsins að greiðslumiðlunarkerfi séu nú allar í eigu erlendra aðila og lúta ekki að íslenskri lögsögu að fullu. Unnið er að þróun innlendrar greiðslulausnar. 19. ágúst 2021 07:36 Rapyd kaupir Valitor á tólf milljarða Alþjóðlega fjártæknifélagið Rapyd hefur samið við Arion Banka um kaup á Valitor hf. Kaupverðið er hundrað milljónir bandaríkjadala eða um 12,3 milljarðar króna. 1. júlí 2021 15:41 Búið að ganga frá kaupum Rapyd á Korta Kaup alþjóðlega fjártæknifyrirtækisins Rapyd á Korta eru nú frágengin. 7. júlí 2020 09:21 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Bankarnir vildu ekki lausnina sem átti að sefa áhyggjur Seðlabankans Reiknistofa bankanna stöðvaði þróun greiðslulausnar sem átti að gera fólki kleift að greiða verslunum og öðrum fyrirtækjum án milligöngu kortafyrirtækja. Viðskiptabankarnir höfðu þá sýnt því lítinn áhuga að innleiða kerfið fyrir sína viðskiptavini. 20. ágúst 2021 13:32
Þjóðaröryggisráð fundað fjórum sinnum vegna stöðunnar á greiðslumiðlunarmarkaði Þjóðaröryggisráð hefur fundað fjórum sinnum vegna þeirrar ógnar sem kann að steðja að efnahagslífi landsins að greiðslumiðlunarkerfi séu nú allar í eigu erlendra aðila og lúta ekki að íslenskri lögsögu að fullu. Unnið er að þróun innlendrar greiðslulausnar. 19. ágúst 2021 07:36
Rapyd kaupir Valitor á tólf milljarða Alþjóðlega fjártæknifélagið Rapyd hefur samið við Arion Banka um kaup á Valitor hf. Kaupverðið er hundrað milljónir bandaríkjadala eða um 12,3 milljarðar króna. 1. júlí 2021 15:41
Búið að ganga frá kaupum Rapyd á Korta Kaup alþjóðlega fjártæknifyrirtækisins Rapyd á Korta eru nú frágengin. 7. júlí 2020 09:21