Um tveir þriðju boðaðra barna mættu í bólusetningu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. ágúst 2021 15:26 Bólusetning barna undir 16 ára aldri er farin af stað. Vísir/Vilhelm Um fjögur þúsund börn úr tveimur árgöngum mættu til bólusetningar í Laugardalshöll í dag. Tveir árgangar voru bólusettir, börn fædd 2006 og 2007, og var nokkuð jafnræði milli árganga ef litið er til mætingar. Þetta er fyrsti dagurinn þar sem börn undir sextán ára aldri eru bólusett við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu. Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við Vísi. Hún segir að um þrjú þúsund börn séu í hvorum árgangi. Mætingin hafi því verið upp á um tvo þriðju á heildina litið. Bólusett var með bóluefni Pfizer og um fyrri bólusetningu að ræða. Ragnheiður segir að gengið hafi vel að bólusetja og segir gott að sjá að foreldrar hafi fylgt börnum sínum í bólusetningu. „Þetta eru flottir krakkar og umhyggjusamir foreldrar, virkilega. Þetta gekk bara eins og í sögu,“ segir Ragnheiður. Hún bætir við að aðstaða sem komið hafði verið upp á svölunum inni í höllinni, fyrir þau börn sem væru kvíðnari fyrir sprautunni hafi nýst vel. „Þar settum við upp skilrúm þannig að börnin gátu verið í einrúmi með foreldrum sínum, og svo komu skólahjúkrunarfræðingar sem sprautuðu.“ Foreldrar eða forráðamenn voru beðnir um að fylgja börnum sínum í bólusetningu.Vísir/Vilhelm Engir mótmælendur við höllina Bólusetningum barna hefur verið mótmælt við heilbrigðisráðuneytið en Ragnheiður segir engin mótmæli hafa verið við höllina og er ánægð með það. „Ekki neitt. Við erum líka þakklát fyrir það að fólk er ekki að velja þennan stað til þess, það er mjög mikilvægt.“ Á morgun verða börn fædd 2008 og 2009 bólusett í Laugardalshöll, með sama fyrirkomulagi og í dag. Eldri hópurinn fær boðun fyrir hádegi en sá yngri eftir hádegi. Börn fædd í september 2009 geta þó ekki fengið bólusetningu á morgun, þar sem bóluefni Pfizer er aðeins með markaðsleyfi fyrir börn niður í tólf ára. „Þau geta komið á Suðurlandsbrautina þegar þau hafa átt afmæli, því þau verða að vera orðin tólf ára þegar þau koma. Þannig að við verðum hugsanlega með opna línu þar áfram í haust,“ segir Ragnheiður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við Vísi. Hún segir að um þrjú þúsund börn séu í hvorum árgangi. Mætingin hafi því verið upp á um tvo þriðju á heildina litið. Bólusett var með bóluefni Pfizer og um fyrri bólusetningu að ræða. Ragnheiður segir að gengið hafi vel að bólusetja og segir gott að sjá að foreldrar hafi fylgt börnum sínum í bólusetningu. „Þetta eru flottir krakkar og umhyggjusamir foreldrar, virkilega. Þetta gekk bara eins og í sögu,“ segir Ragnheiður. Hún bætir við að aðstaða sem komið hafði verið upp á svölunum inni í höllinni, fyrir þau börn sem væru kvíðnari fyrir sprautunni hafi nýst vel. „Þar settum við upp skilrúm þannig að börnin gátu verið í einrúmi með foreldrum sínum, og svo komu skólahjúkrunarfræðingar sem sprautuðu.“ Foreldrar eða forráðamenn voru beðnir um að fylgja börnum sínum í bólusetningu.Vísir/Vilhelm Engir mótmælendur við höllina Bólusetningum barna hefur verið mótmælt við heilbrigðisráðuneytið en Ragnheiður segir engin mótmæli hafa verið við höllina og er ánægð með það. „Ekki neitt. Við erum líka þakklát fyrir það að fólk er ekki að velja þennan stað til þess, það er mjög mikilvægt.“ Á morgun verða börn fædd 2008 og 2009 bólusett í Laugardalshöll, með sama fyrirkomulagi og í dag. Eldri hópurinn fær boðun fyrir hádegi en sá yngri eftir hádegi. Börn fædd í september 2009 geta þó ekki fengið bólusetningu á morgun, þar sem bóluefni Pfizer er aðeins með markaðsleyfi fyrir börn niður í tólf ára. „Þau geta komið á Suðurlandsbrautina þegar þau hafa átt afmæli, því þau verða að vera orðin tólf ára þegar þau koma. Þannig að við verðum hugsanlega með opna línu þar áfram í haust,“ segir Ragnheiður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira