Nemendur í starfsþjálfun á draumavinnustöðum Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 07:01 Ásta Dís Óladóttir dósent í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Vísir/Ragnheiður Arngrímsdóttir, Vilhelm „Þetta hefur farið fram úr mínum væntingum því það verða tuttugu og fimm stöður í boði hjá okkur í haust og þær spanna í raun allar okkar kjarnagreinar í kennslu, bæði í grunn- og meistaranámi,“ segir Ásta Dís Óladóttir dósent í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um starfsþjálfun viðskiptafræðinema hjá hinum ýmsu vinnustöðum. „Þetta eru stöður á sviði fjármála, markaðsfræði, reikningshalds og stjórnunar. Í haust verða í boði stöður hjá auglýsingastofum, bönkum, endurskoðunarfyrirtækjum, eftirlitsaðilum, fjármálafyrirtækjum, frumkvöðlafyrirtækjum, greiningarfyrirtækjum, hugbúnaðarfyrirtækjum, nýsköpunarfyrirtækjum, ráðningastofum, ráðuneytum, ríkissáttasemjara, verslunum og svona mætti lengi telja.“ Stjórnendur fá ferska sýn Ásta Dís segir starfsþjálfun nemenda afar mikilvæga enda ýti hún undir samstarf háskóla og atvinnulífs. „Í samtölum okkar við nemendur í gegnum árin hafa komið fram óskir um starfsþjálfun, þau vilja fá tækifæri til að beita þeirri þekkingu sem þau hafa öðlast í viðskiptafræðinni á verkefni í atvinnulífinu, auka tengslin og fá tækifæri til að komast jafnvel inn í draumafyrirtækið, stofnunina eða ráðuneytið og þetta er það sem við erum að láta verða að veruleika,“ segir Ásta Dís. Ávinningurinn er þó ekkert síður mikill fyrir atvinnulífið og stjórnendur. Stjórnendur fá ferska sýn og nemendur með nýjustu strauma og stefnur og nemendur fá þjálfun í að beita þeirri þekkingu sem þeir hafa öðlast í náminu í raunverkefnum. Flestir stjórnendur hafa nefnt það að fá inn ungt fólk sem hugsar kannski öðruvísi eða sér hlutina með öðrum augum en þeir sem fyrir eru, að það sé ávinningur.“ Ásta Dís segir starfsþjálfun nemenda verðmæta en það er ekkert síður fyrir vinnuveitendur en nemenduna sjálfa.Vísir/Ragnheiður Arngrímsdóttir Draumavinnustaðurinn Ásta Dís segir fjölmargar deildir innan Háskóla Íslands bjóða upp á starfsþjálfun og starfsnám. Þá stýri Jónína Kárdal Tengslatorgi skólans sem Ásta Dís segir afar öflugt. „Starfsþjálfun er afar mikilvæg til þess að ýta undir samstarf háskóla og atvinnulífs, hún ýtir undir það að skila okkur í senn betri starfskröftum og betur menntuðu fólki út í atvinnulífið,“ segir Ásta Dís. Haustið 2020 bættist starfsþjálfun síðan við fyrir nemendur í Viðskiptafræðideild. Margir nemendur eru að komast í starfsþjálfun hjá draumafyrirtækinu sínu og fá þannig innsýn, þjálfun og reynslu auk þess að styrkja tengslanetið sitt. Nemendur setja sér bæði starfs- og námsmarkmið og það er mjög gaman að sjá hvað þau eru ólík, það er enginn nemandi með eins markmið, jafnvel þó tveir séu með sama bakgrunn og að fara í starfsþjálfun hjá sama fyrirtæki, það er það sem gerir þetta allt svo skemmtilegt og ýtir við manni að fólk er að gera hlutina á sínum forsendum. Fyrsta skrefið í starfsþjálfun er þjálfun í að gera ferilskrá og skrifa kynningarbréf. „Þarna eru þau komin í raunverulegar aðstæður því ferlið er þannig að stjórnendur velja inn og taka viðtöl, alveg eins og um hefðbundið starf væri að ræða, því margfaldast ávinningur nemandans af því að taka þátt.“ Þá segir Ásta Dís nemendur fá starfsþjálfunina í ferilskrá sína og nokkrir nemendur hafa nú þegar fengið störf í framhaldi af þjálfuninni sem þeir voru í. „Þetta voru nemendur sem stóðu sig afar vel í þjálfuninni, sýndu frumkvæði og sjálfstæði og komu inn með eitthvað nýtt og stjórnendur vildu ekki láta þá fara aftur. Þau fá einingar upp í námsferil sinn en tíminn í starfsþjálfuninni jafngildir einu valnámskeiði í háskólanum.“ Ásta Dís viðurkennir að auðvitað hafi Covid sett svip sinn á starfið þetta eina ár sem starfsþjálfunin hefur verið í deildinni. En allt hafi þó gengið mjög vel þrátt fyrir heimsfaraldur. Fyrirtækjaheimsóknir eru vinsæl og góð tenging háskólasamfélags og atvinnulífs. Hér eru nemendur Ástu Dísar í fyrirtækjaheimsókn hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Brim.Vísir/Aðsent Allar tengingar við atvinnulífið mikilvægar Ásta Dís segir þó tengsl og samstarf háskólasamfélagsins og atvinnulífsins birtast í ýmsu fleiru en eingöngu starfsþjálfun. Til dæmis hafi það lengi tíðkast að stjórnendur og sérfræðingar mæta sem gestafyrirlesarar í kennslu og tengja þannig saman fræðin og það sem þeir starfa við. „Það er að mínu mati mikið virði fyrir nemendur að fá þá tengingu inni í tíma. Þau átta sig mörg hver ekki á því fyrr en eftir á hvað þetta gefur þeim í raun mikið,“ segir Ásta Dís og bætir við: „Við fáum hundruði gesta á hverju ári til okkar og yfirleitt eru þetta sérfræðingar og stjórnendur og stundum ráðherrar þess málaflokks sem umræðir hverju sinni, þannig að þetta eru ómetanleg tengsl.“ Þá fari nemendur í ýmsum námskeiðum í heimsóknir í fyrirtæki og fái þannig að upplifa starfsemina, fá stefnumót við stjórnendur í atvinnulífinu og vinna ýmis raunverkefni í samstarfi við stjórnendur. „Í MBA náminu okkar erum við að fara af stað með hádegisstefnumót við stjórnendur þar sem við munum ræða ýmislegt sem tengist fjórðu iðnbyltingunni út frá mismunandi atvinnugreinum.“ Nemendur Háskóla Íslands hafa einnig möguleika á að sækja um Erasmus styrk til starfsþjálfunar í fyrirtækjum eða stofnunum í Evrópu. Að öðlast alþjóðlega starfsreynslu sé afar verðmætt í dag, enda vinnumarkaðurinn sífellt að verða alþjóðlegri. Þá segir Ásta Dís rannsóknir hafa sýnt að þeir sem hafa farið í starfsþjálfun erlendis eiga auðveldara með að fá vinnu og að einn af hverjum þremur fær atvinnutilboð að lokinni starfsþjálfun hjá móttökuaðila. „Við erum í samstarfi við fyrirtæki erlendis, til dæmis Illum í Kaupmannahöfn, þar sem einn nemandi mun fara í starfsþjálfun í haust.“ Ásta Dís segist afar ánægð með þann fjölda nemenda sem hefji starfsþjálfun í haust. Um metár sé að ræða en að hennar mati, sé fjöldinn hæfilegur. „Ég vil helst ekki hafa fleiri en 25 stöður í boði á haustin og um 20 stöður á vorin. Miðað við þá reynslu sem ég bý yfir af þessu þá er það kjörstaða.Að þetta séu um það bil 40 til 45 stöður á ári, það má ekki vera mikið meira í einni deild því við viljum gera þetta vel. Þetta snýst alltaf um gæði umfram magn.“ Vinnumarkaður Stjórnun Skóla - og menntamál Háskólar Tengdar fréttir Stjórnarkonur ósáttar: Karlaklíkur útiloka konur í forstjórastólinn Stjórnarkonur í skráðum félögum á Íslandi telja ráðningaferli í forstjórastól oft útilokandi fyrir konur. Þær kalla stjórnir í heild sinni til ábyrgðar. Þá telja margar ráðningaferlin oft meingölluð. Það eigi einnig við um ráðningar þar sem leitað er til fagaðila. Þetta og fleira kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birtar eru í dag og meira en helmingur stjórnarkvenna í skráðum félögum á Íslandi tók þátt í. 22. júní 2021 07:01 Ungt fólk sækir í störf hjá fyrirtækjum sem hlúa að jafnrétti og sjálfbærni Bjarney Harðardóttir, einn eigenda 66°Norður segir reynslu fyrirtækisins vera að ungt fólk sækist í störf hjá fyrirtækjum sem vinna að því að vera fyrirmyndir í jafnréttis- og sjálfbærnimálum. Bjarney segist þeirrar skoðunar að fyrirtæki sem ekki huga að þessum málum muni tilheyra fortíðinni. 12. nóvember 2020 09:31 Dæmi um þrjár leiðir til að eyða kynjahalla í stjórnendastöðum Ásta Dís Óladóttir dósent í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands segir kynjakvóta á forstjórastöður nokkuð erfiða leið. Fleiri leiðir sé hægt að skoða til að eyða kynjahalla í æðstu stjórnendastöðum. 29. október 2020 07:01 Allt breytt eftir Covid og „framtíð“ vinnustaða í raun komin „Stærstu mistökin myndi ég telja að vera að bíða eftir að allt verði eins og það fyrir Covid. Heimurinn er einfaldlega breyttur. Sú framtíð sem rætt hefur verið um hvað varðar vinnu, vinnustaði og vinnuafl er hreinlega komin,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir mannauðstjóri Deloitte. 3. febrúar 2021 07:00 Æ fleiri forstjórar stórfyrirtækja efast um gagnsemi háskólamenntunar Forstjórar stórfyrirtækja efast um gagnsemi háskólamenntunar fyrir atvinnulífið og sérfræðingar vara við því að gjá geti myndast í atvinnulífinu þar sem starfsfólk hefur ekki þá þekkingu sem til þarf í störf þar sem tækniframfarir eru svo hraðar. 21. september 2020 09:05 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Þetta eru stöður á sviði fjármála, markaðsfræði, reikningshalds og stjórnunar. Í haust verða í boði stöður hjá auglýsingastofum, bönkum, endurskoðunarfyrirtækjum, eftirlitsaðilum, fjármálafyrirtækjum, frumkvöðlafyrirtækjum, greiningarfyrirtækjum, hugbúnaðarfyrirtækjum, nýsköpunarfyrirtækjum, ráðningastofum, ráðuneytum, ríkissáttasemjara, verslunum og svona mætti lengi telja.“ Stjórnendur fá ferska sýn Ásta Dís segir starfsþjálfun nemenda afar mikilvæga enda ýti hún undir samstarf háskóla og atvinnulífs. „Í samtölum okkar við nemendur í gegnum árin hafa komið fram óskir um starfsþjálfun, þau vilja fá tækifæri til að beita þeirri þekkingu sem þau hafa öðlast í viðskiptafræðinni á verkefni í atvinnulífinu, auka tengslin og fá tækifæri til að komast jafnvel inn í draumafyrirtækið, stofnunina eða ráðuneytið og þetta er það sem við erum að láta verða að veruleika,“ segir Ásta Dís. Ávinningurinn er þó ekkert síður mikill fyrir atvinnulífið og stjórnendur. Stjórnendur fá ferska sýn og nemendur með nýjustu strauma og stefnur og nemendur fá þjálfun í að beita þeirri þekkingu sem þeir hafa öðlast í náminu í raunverkefnum. Flestir stjórnendur hafa nefnt það að fá inn ungt fólk sem hugsar kannski öðruvísi eða sér hlutina með öðrum augum en þeir sem fyrir eru, að það sé ávinningur.“ Ásta Dís segir starfsþjálfun nemenda verðmæta en það er ekkert síður fyrir vinnuveitendur en nemenduna sjálfa.Vísir/Ragnheiður Arngrímsdóttir Draumavinnustaðurinn Ásta Dís segir fjölmargar deildir innan Háskóla Íslands bjóða upp á starfsþjálfun og starfsnám. Þá stýri Jónína Kárdal Tengslatorgi skólans sem Ásta Dís segir afar öflugt. „Starfsþjálfun er afar mikilvæg til þess að ýta undir samstarf háskóla og atvinnulífs, hún ýtir undir það að skila okkur í senn betri starfskröftum og betur menntuðu fólki út í atvinnulífið,“ segir Ásta Dís. Haustið 2020 bættist starfsþjálfun síðan við fyrir nemendur í Viðskiptafræðideild. Margir nemendur eru að komast í starfsþjálfun hjá draumafyrirtækinu sínu og fá þannig innsýn, þjálfun og reynslu auk þess að styrkja tengslanetið sitt. Nemendur setja sér bæði starfs- og námsmarkmið og það er mjög gaman að sjá hvað þau eru ólík, það er enginn nemandi með eins markmið, jafnvel þó tveir séu með sama bakgrunn og að fara í starfsþjálfun hjá sama fyrirtæki, það er það sem gerir þetta allt svo skemmtilegt og ýtir við manni að fólk er að gera hlutina á sínum forsendum. Fyrsta skrefið í starfsþjálfun er þjálfun í að gera ferilskrá og skrifa kynningarbréf. „Þarna eru þau komin í raunverulegar aðstæður því ferlið er þannig að stjórnendur velja inn og taka viðtöl, alveg eins og um hefðbundið starf væri að ræða, því margfaldast ávinningur nemandans af því að taka þátt.“ Þá segir Ásta Dís nemendur fá starfsþjálfunina í ferilskrá sína og nokkrir nemendur hafa nú þegar fengið störf í framhaldi af þjálfuninni sem þeir voru í. „Þetta voru nemendur sem stóðu sig afar vel í þjálfuninni, sýndu frumkvæði og sjálfstæði og komu inn með eitthvað nýtt og stjórnendur vildu ekki láta þá fara aftur. Þau fá einingar upp í námsferil sinn en tíminn í starfsþjálfuninni jafngildir einu valnámskeiði í háskólanum.“ Ásta Dís viðurkennir að auðvitað hafi Covid sett svip sinn á starfið þetta eina ár sem starfsþjálfunin hefur verið í deildinni. En allt hafi þó gengið mjög vel þrátt fyrir heimsfaraldur. Fyrirtækjaheimsóknir eru vinsæl og góð tenging háskólasamfélags og atvinnulífs. Hér eru nemendur Ástu Dísar í fyrirtækjaheimsókn hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Brim.Vísir/Aðsent Allar tengingar við atvinnulífið mikilvægar Ásta Dís segir þó tengsl og samstarf háskólasamfélagsins og atvinnulífsins birtast í ýmsu fleiru en eingöngu starfsþjálfun. Til dæmis hafi það lengi tíðkast að stjórnendur og sérfræðingar mæta sem gestafyrirlesarar í kennslu og tengja þannig saman fræðin og það sem þeir starfa við. „Það er að mínu mati mikið virði fyrir nemendur að fá þá tengingu inni í tíma. Þau átta sig mörg hver ekki á því fyrr en eftir á hvað þetta gefur þeim í raun mikið,“ segir Ásta Dís og bætir við: „Við fáum hundruði gesta á hverju ári til okkar og yfirleitt eru þetta sérfræðingar og stjórnendur og stundum ráðherrar þess málaflokks sem umræðir hverju sinni, þannig að þetta eru ómetanleg tengsl.“ Þá fari nemendur í ýmsum námskeiðum í heimsóknir í fyrirtæki og fái þannig að upplifa starfsemina, fá stefnumót við stjórnendur í atvinnulífinu og vinna ýmis raunverkefni í samstarfi við stjórnendur. „Í MBA náminu okkar erum við að fara af stað með hádegisstefnumót við stjórnendur þar sem við munum ræða ýmislegt sem tengist fjórðu iðnbyltingunni út frá mismunandi atvinnugreinum.“ Nemendur Háskóla Íslands hafa einnig möguleika á að sækja um Erasmus styrk til starfsþjálfunar í fyrirtækjum eða stofnunum í Evrópu. Að öðlast alþjóðlega starfsreynslu sé afar verðmætt í dag, enda vinnumarkaðurinn sífellt að verða alþjóðlegri. Þá segir Ásta Dís rannsóknir hafa sýnt að þeir sem hafa farið í starfsþjálfun erlendis eiga auðveldara með að fá vinnu og að einn af hverjum þremur fær atvinnutilboð að lokinni starfsþjálfun hjá móttökuaðila. „Við erum í samstarfi við fyrirtæki erlendis, til dæmis Illum í Kaupmannahöfn, þar sem einn nemandi mun fara í starfsþjálfun í haust.“ Ásta Dís segist afar ánægð með þann fjölda nemenda sem hefji starfsþjálfun í haust. Um metár sé að ræða en að hennar mati, sé fjöldinn hæfilegur. „Ég vil helst ekki hafa fleiri en 25 stöður í boði á haustin og um 20 stöður á vorin. Miðað við þá reynslu sem ég bý yfir af þessu þá er það kjörstaða.Að þetta séu um það bil 40 til 45 stöður á ári, það má ekki vera mikið meira í einni deild því við viljum gera þetta vel. Þetta snýst alltaf um gæði umfram magn.“
Vinnumarkaður Stjórnun Skóla - og menntamál Háskólar Tengdar fréttir Stjórnarkonur ósáttar: Karlaklíkur útiloka konur í forstjórastólinn Stjórnarkonur í skráðum félögum á Íslandi telja ráðningaferli í forstjórastól oft útilokandi fyrir konur. Þær kalla stjórnir í heild sinni til ábyrgðar. Þá telja margar ráðningaferlin oft meingölluð. Það eigi einnig við um ráðningar þar sem leitað er til fagaðila. Þetta og fleira kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birtar eru í dag og meira en helmingur stjórnarkvenna í skráðum félögum á Íslandi tók þátt í. 22. júní 2021 07:01 Ungt fólk sækir í störf hjá fyrirtækjum sem hlúa að jafnrétti og sjálfbærni Bjarney Harðardóttir, einn eigenda 66°Norður segir reynslu fyrirtækisins vera að ungt fólk sækist í störf hjá fyrirtækjum sem vinna að því að vera fyrirmyndir í jafnréttis- og sjálfbærnimálum. Bjarney segist þeirrar skoðunar að fyrirtæki sem ekki huga að þessum málum muni tilheyra fortíðinni. 12. nóvember 2020 09:31 Dæmi um þrjár leiðir til að eyða kynjahalla í stjórnendastöðum Ásta Dís Óladóttir dósent í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands segir kynjakvóta á forstjórastöður nokkuð erfiða leið. Fleiri leiðir sé hægt að skoða til að eyða kynjahalla í æðstu stjórnendastöðum. 29. október 2020 07:01 Allt breytt eftir Covid og „framtíð“ vinnustaða í raun komin „Stærstu mistökin myndi ég telja að vera að bíða eftir að allt verði eins og það fyrir Covid. Heimurinn er einfaldlega breyttur. Sú framtíð sem rætt hefur verið um hvað varðar vinnu, vinnustaði og vinnuafl er hreinlega komin,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir mannauðstjóri Deloitte. 3. febrúar 2021 07:00 Æ fleiri forstjórar stórfyrirtækja efast um gagnsemi háskólamenntunar Forstjórar stórfyrirtækja efast um gagnsemi háskólamenntunar fyrir atvinnulífið og sérfræðingar vara við því að gjá geti myndast í atvinnulífinu þar sem starfsfólk hefur ekki þá þekkingu sem til þarf í störf þar sem tækniframfarir eru svo hraðar. 21. september 2020 09:05 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Stjórnarkonur ósáttar: Karlaklíkur útiloka konur í forstjórastólinn Stjórnarkonur í skráðum félögum á Íslandi telja ráðningaferli í forstjórastól oft útilokandi fyrir konur. Þær kalla stjórnir í heild sinni til ábyrgðar. Þá telja margar ráðningaferlin oft meingölluð. Það eigi einnig við um ráðningar þar sem leitað er til fagaðila. Þetta og fleira kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birtar eru í dag og meira en helmingur stjórnarkvenna í skráðum félögum á Íslandi tók þátt í. 22. júní 2021 07:01
Ungt fólk sækir í störf hjá fyrirtækjum sem hlúa að jafnrétti og sjálfbærni Bjarney Harðardóttir, einn eigenda 66°Norður segir reynslu fyrirtækisins vera að ungt fólk sækist í störf hjá fyrirtækjum sem vinna að því að vera fyrirmyndir í jafnréttis- og sjálfbærnimálum. Bjarney segist þeirrar skoðunar að fyrirtæki sem ekki huga að þessum málum muni tilheyra fortíðinni. 12. nóvember 2020 09:31
Dæmi um þrjár leiðir til að eyða kynjahalla í stjórnendastöðum Ásta Dís Óladóttir dósent í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands segir kynjakvóta á forstjórastöður nokkuð erfiða leið. Fleiri leiðir sé hægt að skoða til að eyða kynjahalla í æðstu stjórnendastöðum. 29. október 2020 07:01
Allt breytt eftir Covid og „framtíð“ vinnustaða í raun komin „Stærstu mistökin myndi ég telja að vera að bíða eftir að allt verði eins og það fyrir Covid. Heimurinn er einfaldlega breyttur. Sú framtíð sem rætt hefur verið um hvað varðar vinnu, vinnustaði og vinnuafl er hreinlega komin,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir mannauðstjóri Deloitte. 3. febrúar 2021 07:00
Æ fleiri forstjórar stórfyrirtækja efast um gagnsemi háskólamenntunar Forstjórar stórfyrirtækja efast um gagnsemi háskólamenntunar fyrir atvinnulífið og sérfræðingar vara við því að gjá geti myndast í atvinnulífinu þar sem starfsfólk hefur ekki þá þekkingu sem til þarf í störf þar sem tækniframfarir eru svo hraðar. 21. september 2020 09:05