Mælt með að annað foreldrið fari með barni í sóttkví Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. ágúst 2021 23:16 Hjördís Guðmundsdóttir er upplýsingafulltrúi almannavarna. vísir/vilhelm Fullbólusettir foreldrar barna sem lenda í sóttkví þurfa strangt til tekið ekki að fara í sóttkví með þeim. Þeir mættu þó ekki umgangast barnið eða vera í návígi við það á meðan það tekur út sóttkví sína. Því hafa almannavarnir mælt með því að annað foreldri annist barn sem er í sóttkví en það verður þá að haga sér eins og það sé í sóttkví líka. Þetta kemur fram í svari Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsinga almannavarna, við fyrirspurn Vísis sem leitaði eftir skýringum almannavarna á misvísandi skilaboðum sem faðir leikskólabarns í sóttkví hafði fengið frá embættinu. Fékk fyrst boð um sóttkví - svo smitgát Vísir greindi frá því í gær að faðirinn hefði fengið boð um að hann væri kominn í sóttkví því dóttir hans væri komin í sóttkví eftir að starfsmaður á leikskóla hennar greindist með veiruna. Hann áttaði sig síðan á því að það stangaðist á við breytingar sem sóttvarnalæknir gerði á leiðbeiningum um sóttkví fyrir fullbólusetta einstaklinga þann 27. júlí síðastliðinn. Í þeim segir að fullbólusettir einstaklingar verði ekki að fara í sóttkví þó þeir búi á heimili með einhverjum sem er í sóttkví. Þegar hann svo bar þetta undir almannavarnir fékk hann þau svör að það væri rétt; hann þyrfti ekki að vera í sóttkví þó hann væri á sama heimili og dóttir hans sem væri í sóttkví, heldur þyrfti hann aðeins að sýna smitgát. Foreldri fylgi barni sem getur ekki haldið fjarlægð Hjördís segir að þetta séu almennu reglurnar, en: „sérstakar reglur að þau börn sem ekki geta verið ein, þá er ráðlagt að einhver fylgi barni sem ekki getur haldið fjarlægð í sóttkví og fylgi reglum og leiðbeiningum þar um. Unnið hefur verið að því að einfalda þetta fyrirkomulag á þann hátt að einungis sá sem sé í sóttkví þurfi að fylgja leiðbeiningum þar um.“ „Þar sem sóttkví miðast við að einstaklingur umgangist ekki aðra vegna áhættu á að vera smitandi á sóttkvíartímabili þá hefur verið ráðlagt að annað foreldri annist barn í sóttkví. Núna er farið að horfa til þess að nær allir eru bólusettir og því hefur verið til skoðunar að rýmka þessar reglur,“ segir Hjördís í svari sínu. „Enn þarf fólk þó að vera meðvitað um að ef sá sem er í sóttkví fær einkenni og er smitandi að takmarka ef hægt er fjölda þeirra sem þá teljast útsettir.“ Almannavarnir biðjast afsökunar á gömlum leiðbeiningum Umræddur faðir vildi þá að almannavarnir leiðréttu þetta við foreldra, því allir foreldra barna í leikskólanum höfðu fengið boð um að þeir yrðu að fara í sóttkví með börnunum. Hann vildi einnig afsökunarbeiðni frá almannavörnum. Hjördís segir að tölvupósturinn sem hann hefur að öllum líkindum fengið hafi verið sjálfvirkur tölvupóstur sem sendist við skráningu í sóttkví. Þar hafi verið texti sem hafi fyrirfarist að uppfæra þar til í síðustu viku. „Þar er búið að taka út leiðbeiningar varðandi aðra á heimili með þeim sem er í sóttkví. Líklega er verið að vísa til þeirra leiðbeininga og er beðist velvirðingar á því,“ skrifar Hjördís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Því hafa almannavarnir mælt með því að annað foreldri annist barn sem er í sóttkví en það verður þá að haga sér eins og það sé í sóttkví líka. Þetta kemur fram í svari Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsinga almannavarna, við fyrirspurn Vísis sem leitaði eftir skýringum almannavarna á misvísandi skilaboðum sem faðir leikskólabarns í sóttkví hafði fengið frá embættinu. Fékk fyrst boð um sóttkví - svo smitgát Vísir greindi frá því í gær að faðirinn hefði fengið boð um að hann væri kominn í sóttkví því dóttir hans væri komin í sóttkví eftir að starfsmaður á leikskóla hennar greindist með veiruna. Hann áttaði sig síðan á því að það stangaðist á við breytingar sem sóttvarnalæknir gerði á leiðbeiningum um sóttkví fyrir fullbólusetta einstaklinga þann 27. júlí síðastliðinn. Í þeim segir að fullbólusettir einstaklingar verði ekki að fara í sóttkví þó þeir búi á heimili með einhverjum sem er í sóttkví. Þegar hann svo bar þetta undir almannavarnir fékk hann þau svör að það væri rétt; hann þyrfti ekki að vera í sóttkví þó hann væri á sama heimili og dóttir hans sem væri í sóttkví, heldur þyrfti hann aðeins að sýna smitgát. Foreldri fylgi barni sem getur ekki haldið fjarlægð Hjördís segir að þetta séu almennu reglurnar, en: „sérstakar reglur að þau börn sem ekki geta verið ein, þá er ráðlagt að einhver fylgi barni sem ekki getur haldið fjarlægð í sóttkví og fylgi reglum og leiðbeiningum þar um. Unnið hefur verið að því að einfalda þetta fyrirkomulag á þann hátt að einungis sá sem sé í sóttkví þurfi að fylgja leiðbeiningum þar um.“ „Þar sem sóttkví miðast við að einstaklingur umgangist ekki aðra vegna áhættu á að vera smitandi á sóttkvíartímabili þá hefur verið ráðlagt að annað foreldri annist barn í sóttkví. Núna er farið að horfa til þess að nær allir eru bólusettir og því hefur verið til skoðunar að rýmka þessar reglur,“ segir Hjördís í svari sínu. „Enn þarf fólk þó að vera meðvitað um að ef sá sem er í sóttkví fær einkenni og er smitandi að takmarka ef hægt er fjölda þeirra sem þá teljast útsettir.“ Almannavarnir biðjast afsökunar á gömlum leiðbeiningum Umræddur faðir vildi þá að almannavarnir leiðréttu þetta við foreldra, því allir foreldra barna í leikskólanum höfðu fengið boð um að þeir yrðu að fara í sóttkví með börnunum. Hann vildi einnig afsökunarbeiðni frá almannavörnum. Hjördís segir að tölvupósturinn sem hann hefur að öllum líkindum fengið hafi verið sjálfvirkur tölvupóstur sem sendist við skráningu í sóttkví. Þar hafi verið texti sem hafi fyrirfarist að uppfæra þar til í síðustu viku. „Þar er búið að taka út leiðbeiningar varðandi aðra á heimili með þeim sem er í sóttkví. Líklega er verið að vísa til þeirra leiðbeininga og er beðist velvirðingar á því,“ skrifar Hjördís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira