Slegist um hjálpargögn á Haítí Eiður Þór Árnason skrifar 21. ágúst 2021 12:08 Íbúar herja á flutningabíl með hjálpargögnum í bænum Vye Terre í gær. Ap/Fernando Llano Vika er liðin frá því að öflugur jarðskjálfti skall á Haítí og hækkar tala látinna og slasaðra dag frá degi. Mikil ólga ríkir í landinu og dæmi um að örvæntingarfullir íbúar berjist um þær litlu neyðarbirgðir sem eru til skiptanna. Nú er talið að nærri tvö þúsund og tvö hundruð hafi látist og yfir tólf þúsund slasast en áætlað er að yfir hundrað þúsund heimili hafi skemmst eða eyðilagst í skjálftanum sem var 7,2 að stærð. Hæg útbreiðsla hjálpargagna og takmörkuð aðstoð stjórnvalda er sögð hafa reitt marga íbúa landsins til reiði sem er enn að jafna sig eftir svipaðar hamfarir sem áttu sér stað árið 2010. Rændu flutningabíla Í umfjöllun New York Times segir að hjálparaðstoð hafi byrjað að berast í litlum skömmtum til borgarinnar Les Cayes í gær sem varð einna verst úti í skjálftanum á laugardag. Takmarkaðar birgðir eru sagðar hafa aukið spennuna á milli örvætingarfullra íbúa og brutust út slagsmál þegar Mishel Martelly, fyrrverandi forseti landsins, færði spítala neyðargögn í gær. Þá heyrðust byssuskot þegar æstur lýður umkringdi bilaðan flutningabíl sem fólk taldi innihalda hjálpargögn. Einnig greindu hjálparsamtökin Food for the Poor frá því að fjórir flutningabílar á þeirra vegum hafi verið rændir á leið sinni á áfangastað en tveir þeirra voru staddir fyrir utan lögreglustöð. Hafa samtökin óskað eftir því að stjórnvöld tryggi öruggan flutning hjálpargagna í landinu. Haítí Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Örvæntingin eykst á Haítí en stjórnvöld afþakka aðstoð Stjórnvöld á Haítí afþökkuðu aðstoð alþjóðlegra hjálparsamtaka vegna jarðskjálftans um helgina þrátt fyrir að erlendir hjálparstarfsmenn í landinu segi sjúkrahús á hamfarasvæðinu að mestu óstarfhæf og að skortur sé á lækningatækjum. 19. ágúst 2021 09:20 Tæplega tvö þúsund manns hafi látist á Haítí Tala látinna og slasaðra eftir öflugan jarðskjálfta á Haíti á laugardag hækkar stöðugt. Nú er talið að tæplega tvö þúsund manns hafi látist og hefur sú tala hækkað um fimm hundruð á einum degi. Þá er eru tíu þúsund manns slasaðir. 18. ágúst 2021 06:48 Fundu mörg hundruð látna til viðbótar í dag Staðfestum dauðsföllum eftir skjálftann sem reið yfir Haítí á laugardag fjölgaði mjög í dag. Opinberar tölur frá Haítí yfir fjölda látinni fóru úr 1.419 í morgun upp í 1.941 nú í kvöld. Ekki er ljóst hve margra er enn saknað. 17. ágúst 2021 23:32 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Nú er talið að nærri tvö þúsund og tvö hundruð hafi látist og yfir tólf þúsund slasast en áætlað er að yfir hundrað þúsund heimili hafi skemmst eða eyðilagst í skjálftanum sem var 7,2 að stærð. Hæg útbreiðsla hjálpargagna og takmörkuð aðstoð stjórnvalda er sögð hafa reitt marga íbúa landsins til reiði sem er enn að jafna sig eftir svipaðar hamfarir sem áttu sér stað árið 2010. Rændu flutningabíla Í umfjöllun New York Times segir að hjálparaðstoð hafi byrjað að berast í litlum skömmtum til borgarinnar Les Cayes í gær sem varð einna verst úti í skjálftanum á laugardag. Takmarkaðar birgðir eru sagðar hafa aukið spennuna á milli örvætingarfullra íbúa og brutust út slagsmál þegar Mishel Martelly, fyrrverandi forseti landsins, færði spítala neyðargögn í gær. Þá heyrðust byssuskot þegar æstur lýður umkringdi bilaðan flutningabíl sem fólk taldi innihalda hjálpargögn. Einnig greindu hjálparsamtökin Food for the Poor frá því að fjórir flutningabílar á þeirra vegum hafi verið rændir á leið sinni á áfangastað en tveir þeirra voru staddir fyrir utan lögreglustöð. Hafa samtökin óskað eftir því að stjórnvöld tryggi öruggan flutning hjálpargagna í landinu.
Haítí Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Örvæntingin eykst á Haítí en stjórnvöld afþakka aðstoð Stjórnvöld á Haítí afþökkuðu aðstoð alþjóðlegra hjálparsamtaka vegna jarðskjálftans um helgina þrátt fyrir að erlendir hjálparstarfsmenn í landinu segi sjúkrahús á hamfarasvæðinu að mestu óstarfhæf og að skortur sé á lækningatækjum. 19. ágúst 2021 09:20 Tæplega tvö þúsund manns hafi látist á Haítí Tala látinna og slasaðra eftir öflugan jarðskjálfta á Haíti á laugardag hækkar stöðugt. Nú er talið að tæplega tvö þúsund manns hafi látist og hefur sú tala hækkað um fimm hundruð á einum degi. Þá er eru tíu þúsund manns slasaðir. 18. ágúst 2021 06:48 Fundu mörg hundruð látna til viðbótar í dag Staðfestum dauðsföllum eftir skjálftann sem reið yfir Haítí á laugardag fjölgaði mjög í dag. Opinberar tölur frá Haítí yfir fjölda látinni fóru úr 1.419 í morgun upp í 1.941 nú í kvöld. Ekki er ljóst hve margra er enn saknað. 17. ágúst 2021 23:32 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Örvæntingin eykst á Haítí en stjórnvöld afþakka aðstoð Stjórnvöld á Haítí afþökkuðu aðstoð alþjóðlegra hjálparsamtaka vegna jarðskjálftans um helgina þrátt fyrir að erlendir hjálparstarfsmenn í landinu segi sjúkrahús á hamfarasvæðinu að mestu óstarfhæf og að skortur sé á lækningatækjum. 19. ágúst 2021 09:20
Tæplega tvö þúsund manns hafi látist á Haítí Tala látinna og slasaðra eftir öflugan jarðskjálfta á Haíti á laugardag hækkar stöðugt. Nú er talið að tæplega tvö þúsund manns hafi látist og hefur sú tala hækkað um fimm hundruð á einum degi. Þá er eru tíu þúsund manns slasaðir. 18. ágúst 2021 06:48
Fundu mörg hundruð látna til viðbótar í dag Staðfestum dauðsföllum eftir skjálftann sem reið yfir Haítí á laugardag fjölgaði mjög í dag. Opinberar tölur frá Haítí yfir fjölda látinni fóru úr 1.419 í morgun upp í 1.941 nú í kvöld. Ekki er ljóst hve margra er enn saknað. 17. ágúst 2021 23:32