Færu á hausinn ef klámið yrði í alvöru bannað Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. ágúst 2021 21:24 Ingólfur Valur, Birta og Ósk eru í svokölluðu poly-sambandi, þ.e. eiga í ástarsambandi öll þrjú. Þau framleiða saman klám á OnlyFans, sem er þeirra aðaltekjulind. Vísir/Sigurjón Íslendingar sem framleiða klámefni á vefþjónustunni OnlyFans taka fregnum af klámbanni miðilsins með jafnaðargeði. Þeir telja tilkynninguna sölubrellu frekar en grundvallarbreytingu á starfseminni. Á OnlyFans geta notendur haldið úti lokuðu vefsvæði með nektarmyndum og -myndböndum af sér, sem viðskiptavinir greiða síðan fyrir aðgang að. Með breytingunum, sem OnlyFans tilkynnti í gær að taka eigi gildi í október og túlkaðar hafa verið sem tilraun til að friðþægja fjárfesta, verður bann lagt við „kynferðislegu myndefni“. Þó að ekki hafi verið útlistað nákvæmlega í hverju bannið felst hafa flestir túlkað það þannig að klám, sem hingað til hefur verið einn helsti grundvöllur miðilsins, verði bannað. Nekt, hvort sem hún er á formi mynda eða myndbanda, verði þó áfram leyfileg. Þrjár íslenskar OnlyFans-stjörnur taka fréttunum með fyrirvara. „Við erum búin að senda póst á þau [OnlyFans] og þau segja að við ættum ekki að hafa neinar áhyggjur. Við höldum semsagt að þetta sé sölubrella, frekar en eitthvað annað af því að þau eru að byrja með app þar sem klám verður bannað,“ segir Ósk Tryggvadóttir. Ósk, Birta Rós Blanco og Ingólfur Valur Þrastarson búa saman í Reykjavík og eru í svokölluðu poly-sambandi, þ.e. eiga öll þrjú saman í ástarsambandi. OnlyFans er aðaltekjulind þeirra allra; þau halda hvert úti sinni síðunni á miðlinum fyrir hundruð áskrifenda. Greint var frá því fyrr í vikunni að íslenskar OnlyFans-stjörnur þénuðu nokkrar ágætlega en Ósk, Birta og Ingólfur fást þó ekki til að upplýsa hvað þau hafa mikið upp úr krafsinu á mánuði. „Við ræðum ekki fjármálin okkar,“ segir Ósk kímin. Síminn stoppaði ekki í gær Þríeykið er upplitsdjarft þrátt fyrir hið boðaða klámbann, sem það gefur þó lítið fyrir, en segir íslenska OnlyFans-samfélagið vissulega hafa skolfið örlítið á beinunum þegar tilkynningin barst í gær. „Ó, já,“ segja Ósk, Birta og Ingólfur öll í kór, innt eftir viðbrögðum starfssystkina sinna. „Það voru bara SMS allan daginn,“ segir Birta. Ósk tekur undir þetta. „Hringingar, SMS, skilaboð bara á öllum samfélagsmiðlum,“ segir hún. „Alltaf þegar kemur einhver svona orðrómur þá bara, það fer allt í „panic“,“ segir Ingólfur. Þetta reddast! Þau segjast engar áhyggjur hafa af tilkynningu gærdagsins. „Annars förum við bara á einhvern annan miðil. Þá er þessu bara reddað,“ segir Ingólfur. „Við höldum bara áfram, frekar en að vera eitthvað í kvíðakasti yfir þessu. Við erum búin að fá þetta kvíðakast áður,“ segir Ósk. „Þetta reddast,“ bætir Ingólfur við. Þá hugnast þeim ekki að snúa baki við kláminu og einbeita sér að leyfilegri nekt. „Nei, ég myndi ekki sætta mig við það,“ segir Ósk. Ingólfur er afdráttalaus: „Ég myndi fara á hausinn.“ Samfélagsmiðlar Kynlíf OnlyFans Tengdar fréttir Tekjur Íslendinga: Onlyfans-stjarna er tekjuhæsti áhrifavaldurinn Samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar Verslunar sem kom út í dag þénaði Klara Sif Magnúsdóttir rúmlega eina milljón króna á mánuði árið 2020. Helsta tekjulind Klöru Sifjar er vefsíðan Onlyfans, en hún selur áskrifendum sínum aðgang að erótísku efni í gegnum síðuna. 18. ágúst 2021 12:01 57 ára á OnlyFans: „Ég sýni erótískar hreyfingar en ekki kynlíf“ „Reyndar hefði ég ekki gert þetta þegar ég var ung kona. Ég hefði ekki þorað því vegna hræðslu við umtal, útskúfun og fleira í þeim dúr, þó að mig hefði langað til þess.“ Segir 57 ára gömul kona sem kallar sig Your Silver Siren, en hún er ein af þeim íslensku konum sem birta erótískt efni á síðunni OnlyFans. 26. júní 2021 07:01 Skoða hvort myndbirtingar á OnlyFans séu klámframleiðsla Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ákærusvið lögreglunnar munu funda um það á næstu dögum hvernig lögregla hyggst snúa sér í málum er varða Íslendinga sem selja aðgang að erótísku efni á OnlyFans. 11. maí 2021 06:50 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Ætla að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira
Á OnlyFans geta notendur haldið úti lokuðu vefsvæði með nektarmyndum og -myndböndum af sér, sem viðskiptavinir greiða síðan fyrir aðgang að. Með breytingunum, sem OnlyFans tilkynnti í gær að taka eigi gildi í október og túlkaðar hafa verið sem tilraun til að friðþægja fjárfesta, verður bann lagt við „kynferðislegu myndefni“. Þó að ekki hafi verið útlistað nákvæmlega í hverju bannið felst hafa flestir túlkað það þannig að klám, sem hingað til hefur verið einn helsti grundvöllur miðilsins, verði bannað. Nekt, hvort sem hún er á formi mynda eða myndbanda, verði þó áfram leyfileg. Þrjár íslenskar OnlyFans-stjörnur taka fréttunum með fyrirvara. „Við erum búin að senda póst á þau [OnlyFans] og þau segja að við ættum ekki að hafa neinar áhyggjur. Við höldum semsagt að þetta sé sölubrella, frekar en eitthvað annað af því að þau eru að byrja með app þar sem klám verður bannað,“ segir Ósk Tryggvadóttir. Ósk, Birta Rós Blanco og Ingólfur Valur Þrastarson búa saman í Reykjavík og eru í svokölluðu poly-sambandi, þ.e. eiga öll þrjú saman í ástarsambandi. OnlyFans er aðaltekjulind þeirra allra; þau halda hvert úti sinni síðunni á miðlinum fyrir hundruð áskrifenda. Greint var frá því fyrr í vikunni að íslenskar OnlyFans-stjörnur þénuðu nokkrar ágætlega en Ósk, Birta og Ingólfur fást þó ekki til að upplýsa hvað þau hafa mikið upp úr krafsinu á mánuði. „Við ræðum ekki fjármálin okkar,“ segir Ósk kímin. Síminn stoppaði ekki í gær Þríeykið er upplitsdjarft þrátt fyrir hið boðaða klámbann, sem það gefur þó lítið fyrir, en segir íslenska OnlyFans-samfélagið vissulega hafa skolfið örlítið á beinunum þegar tilkynningin barst í gær. „Ó, já,“ segja Ósk, Birta og Ingólfur öll í kór, innt eftir viðbrögðum starfssystkina sinna. „Það voru bara SMS allan daginn,“ segir Birta. Ósk tekur undir þetta. „Hringingar, SMS, skilaboð bara á öllum samfélagsmiðlum,“ segir hún. „Alltaf þegar kemur einhver svona orðrómur þá bara, það fer allt í „panic“,“ segir Ingólfur. Þetta reddast! Þau segjast engar áhyggjur hafa af tilkynningu gærdagsins. „Annars förum við bara á einhvern annan miðil. Þá er þessu bara reddað,“ segir Ingólfur. „Við höldum bara áfram, frekar en að vera eitthvað í kvíðakasti yfir þessu. Við erum búin að fá þetta kvíðakast áður,“ segir Ósk. „Þetta reddast,“ bætir Ingólfur við. Þá hugnast þeim ekki að snúa baki við kláminu og einbeita sér að leyfilegri nekt. „Nei, ég myndi ekki sætta mig við það,“ segir Ósk. Ingólfur er afdráttalaus: „Ég myndi fara á hausinn.“
Samfélagsmiðlar Kynlíf OnlyFans Tengdar fréttir Tekjur Íslendinga: Onlyfans-stjarna er tekjuhæsti áhrifavaldurinn Samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar Verslunar sem kom út í dag þénaði Klara Sif Magnúsdóttir rúmlega eina milljón króna á mánuði árið 2020. Helsta tekjulind Klöru Sifjar er vefsíðan Onlyfans, en hún selur áskrifendum sínum aðgang að erótísku efni í gegnum síðuna. 18. ágúst 2021 12:01 57 ára á OnlyFans: „Ég sýni erótískar hreyfingar en ekki kynlíf“ „Reyndar hefði ég ekki gert þetta þegar ég var ung kona. Ég hefði ekki þorað því vegna hræðslu við umtal, útskúfun og fleira í þeim dúr, þó að mig hefði langað til þess.“ Segir 57 ára gömul kona sem kallar sig Your Silver Siren, en hún er ein af þeim íslensku konum sem birta erótískt efni á síðunni OnlyFans. 26. júní 2021 07:01 Skoða hvort myndbirtingar á OnlyFans séu klámframleiðsla Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ákærusvið lögreglunnar munu funda um það á næstu dögum hvernig lögregla hyggst snúa sér í málum er varða Íslendinga sem selja aðgang að erótísku efni á OnlyFans. 11. maí 2021 06:50 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Ætla að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira
Tekjur Íslendinga: Onlyfans-stjarna er tekjuhæsti áhrifavaldurinn Samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar Verslunar sem kom út í dag þénaði Klara Sif Magnúsdóttir rúmlega eina milljón króna á mánuði árið 2020. Helsta tekjulind Klöru Sifjar er vefsíðan Onlyfans, en hún selur áskrifendum sínum aðgang að erótísku efni í gegnum síðuna. 18. ágúst 2021 12:01
57 ára á OnlyFans: „Ég sýni erótískar hreyfingar en ekki kynlíf“ „Reyndar hefði ég ekki gert þetta þegar ég var ung kona. Ég hefði ekki þorað því vegna hræðslu við umtal, útskúfun og fleira í þeim dúr, þó að mig hefði langað til þess.“ Segir 57 ára gömul kona sem kallar sig Your Silver Siren, en hún er ein af þeim íslensku konum sem birta erótískt efni á síðunni OnlyFans. 26. júní 2021 07:01
Skoða hvort myndbirtingar á OnlyFans séu klámframleiðsla Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ákærusvið lögreglunnar munu funda um það á næstu dögum hvernig lögregla hyggst snúa sér í málum er varða Íslendinga sem selja aðgang að erótísku efni á OnlyFans. 11. maí 2021 06:50