Viðskipti innlent

Reynslubolti af Mbl.is í morgunútvarp Rásar 1

Kjartan Kjartansson skrifar
Guðrún Hálfdánardóttir, nýr dagskrárgerðarmaður á Rás 1.
Guðrún Hálfdánardóttir, nýr dagskrárgerðarmaður á Rás 1. RÚV

Guðrún Hálfdánardóttir hefur verið ráðin til Ríkisútvarpsins þar sem hún á að leysa af Þórunni Elísabetu Bogadóttur á Morgunvaktinni á Rás 1 næsta hálfa árið. Hún starfaði lengi sem fréttastjóri og blaðamaður á Mbl.is.

Í tilkynningu frá RÚV kemur fram að gengið hafi verið frá ráðningu Guðrúnar í vikunni. Hún á að stýra Morgunvaktinni með Birni Þór Sigbjörnssyni í fjarveru Þórunnar Elísabetar á meðan hún er í fæðingarorlofi.

Guðrún var blaðamaður á Morgunblaðinu frá 1996 en hætti þar í vor. Gegndi hún meðal annars stöðu fréttastjóra viðskiptafrétta og fréttastjóra á Mbl.is á árum sínum þar. Vakti hún meðal annars athygli fyrir ítarlega greinaflokka um skóla-, geðheilbrigðis- og flóttamannamál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×