Telur ólíklegt að bólusetningum barna verði mótmælt í Laugardalshöll Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2021 12:24 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segist ekki hafa áhyggjur af því að bólusetningum barna verði mótmælt við Laugardalshöll í næstu viku. Vísir/Sigurjón Á Íslandi hafa nú 262.291 verið fullbólusettir gegn veirunni en örvunarbólusetningar hafa staðið yfir í vikunni hjá fólki sem fékk bóluefni Janssen fyrr í sumar. Aðeins um helmingur þeirra sem fékk boð í örvunarbólusetningu þáði það boð. „Við vorum frekar svekkt með þátttökuna, það var ekki nema svona fimmtíu prósent þátttaka. Við boðuðum til okkar á þremur dögum, mánudag, þriðjudag og miðvikudag 32 þúsund manns en það mættu bara 16 þúsund,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Fregnir bárust af því í vikunni að lyfjastofnun hafi borist minnst átta tilkynningar um lömun í kjölfar örvunarbólusetningar. Ragnheiður segist þó ekki viss um hvað valdi þessari dræmu þátttöku. „Það geta svo sem verið ýmsar ástæður. Hvort fólk hafi ekki átt heimangengt eða vilji doka við eða ekki þiggja örvunarskammtinn eða hvað það er, það geta verið ýmsar ástæður fyrir því.“ Ráðist verður í bólusetningu barna frá tólf ára aldri í byrjun næstu viku. Börn fædd 2006 og 2007 hafa fengið boð í bólusetningu á mánudag og börn fædd árin 2008 og 2009 á þriðjudag. Ragnheiður segist ekki áhyggjufull að bólusetningunum verði mótmælt við Laugardalshöll þrátt fyrir efasemdaraddir. „Nei, við höfum ekki áhyggjur af því að mótmælendur muni koma í höllina og mótmæla. Þetta er hópur sem er umhugað um velferð barna. Þetta er þá hópur sem myndi aldrei vilja valda börnum vanlíðan með því að mæta í höllina. þannig að þau munu örugglega velja sér einhvern annan stað til að mótmæla,“ segir Ragnheiður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Efast um þörfina á örvunarskömmtum Efasemdaraddir eru uppi á meðal heilbrigðisvísindamanna um þörfina á því að gefa fólki örvunarskammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Ekki sé ljóst að virkni efnanna gegn alvarlegum veikindum minnki með tímanum og þá sé brýnna að bólusetja þá sem hafa enn ekki verið bólusettir víðsvegar um heim. 20. ágúst 2021 08:58 Virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta virðist dvína Greining á gögnum frá Bretlandi bendir til þess að virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar dvíni nokkuð að þremur mánuðum liðnum. Þau veita þó áfram sterka vernd gegn alvarlegum veikindum. 19. ágúst 2021 12:53 Átta tilkynningar um lömun eða skerta hreyfigetu eftir bólusetningu Lyfjastofnun hefur fengið alls átta tilkynningar um lömun eða skerta hreyfigetu í kjölfar bólusetninga. Alvarlegust þeirra er frá ungri konu sem fjallað var um að hefði lamast fyrir neðan mitti, stuttu eftir örvunarbólusetningu með bóluefni Moderna. 18. ágúst 2021 11:57 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
„Við vorum frekar svekkt með þátttökuna, það var ekki nema svona fimmtíu prósent þátttaka. Við boðuðum til okkar á þremur dögum, mánudag, þriðjudag og miðvikudag 32 þúsund manns en það mættu bara 16 þúsund,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Fregnir bárust af því í vikunni að lyfjastofnun hafi borist minnst átta tilkynningar um lömun í kjölfar örvunarbólusetningar. Ragnheiður segist þó ekki viss um hvað valdi þessari dræmu þátttöku. „Það geta svo sem verið ýmsar ástæður. Hvort fólk hafi ekki átt heimangengt eða vilji doka við eða ekki þiggja örvunarskammtinn eða hvað það er, það geta verið ýmsar ástæður fyrir því.“ Ráðist verður í bólusetningu barna frá tólf ára aldri í byrjun næstu viku. Börn fædd 2006 og 2007 hafa fengið boð í bólusetningu á mánudag og börn fædd árin 2008 og 2009 á þriðjudag. Ragnheiður segist ekki áhyggjufull að bólusetningunum verði mótmælt við Laugardalshöll þrátt fyrir efasemdaraddir. „Nei, við höfum ekki áhyggjur af því að mótmælendur muni koma í höllina og mótmæla. Þetta er hópur sem er umhugað um velferð barna. Þetta er þá hópur sem myndi aldrei vilja valda börnum vanlíðan með því að mæta í höllina. þannig að þau munu örugglega velja sér einhvern annan stað til að mótmæla,“ segir Ragnheiður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Efast um þörfina á örvunarskömmtum Efasemdaraddir eru uppi á meðal heilbrigðisvísindamanna um þörfina á því að gefa fólki örvunarskammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Ekki sé ljóst að virkni efnanna gegn alvarlegum veikindum minnki með tímanum og þá sé brýnna að bólusetja þá sem hafa enn ekki verið bólusettir víðsvegar um heim. 20. ágúst 2021 08:58 Virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta virðist dvína Greining á gögnum frá Bretlandi bendir til þess að virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar dvíni nokkuð að þremur mánuðum liðnum. Þau veita þó áfram sterka vernd gegn alvarlegum veikindum. 19. ágúst 2021 12:53 Átta tilkynningar um lömun eða skerta hreyfigetu eftir bólusetningu Lyfjastofnun hefur fengið alls átta tilkynningar um lömun eða skerta hreyfigetu í kjölfar bólusetninga. Alvarlegust þeirra er frá ungri konu sem fjallað var um að hefði lamast fyrir neðan mitti, stuttu eftir örvunarbólusetningu með bóluefni Moderna. 18. ágúst 2021 11:57 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Efast um þörfina á örvunarskömmtum Efasemdaraddir eru uppi á meðal heilbrigðisvísindamanna um þörfina á því að gefa fólki örvunarskammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Ekki sé ljóst að virkni efnanna gegn alvarlegum veikindum minnki með tímanum og þá sé brýnna að bólusetja þá sem hafa enn ekki verið bólusettir víðsvegar um heim. 20. ágúst 2021 08:58
Virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta virðist dvína Greining á gögnum frá Bretlandi bendir til þess að virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar dvíni nokkuð að þremur mánuðum liðnum. Þau veita þó áfram sterka vernd gegn alvarlegum veikindum. 19. ágúst 2021 12:53
Átta tilkynningar um lömun eða skerta hreyfigetu eftir bólusetningu Lyfjastofnun hefur fengið alls átta tilkynningar um lömun eða skerta hreyfigetu í kjölfar bólusetninga. Alvarlegust þeirra er frá ungri konu sem fjallað var um að hefði lamast fyrir neðan mitti, stuttu eftir örvunarbólusetningu með bóluefni Moderna. 18. ágúst 2021 11:57
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent