Efast um þörfina á örvunarskömmtum Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2021 08:58 Fólk bíður í röð eftir bólusetningu á aðallestarstöðinni í New York. Enn hefur hátt í þriðjungur þeirra Bandaríkjamanna sem gæti fengið bóluefni ekki látið bólusetja sig. Vísir/EPA Efasemdaraddir eru uppi á meðal heilbrigðisvísindamanna um þörfina á því að gefa fólki örvunarskammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Ekki sé ljóst að virkni efnanna gegn alvarlegum veikindum minnki með tímanum og þá sé brýnna að bólusetja þá sem hafa enn ekki verið bólusettir víðsvegar um heim. Vísbendingar hafa komið fram í rannsóknum um að virkni bóluefna gegn vægari veikindum af völdum kórónuveirunnar dvíni með tímanum. Landlæknir Bandaríkjanna rekur það til þess að ónæmissvar sem bóluefnin valda dvíni en einnig til þess hversu skætt delta-afbrigði veirunnar hefur reynst. „Við höfum áhyggjur af því að þessi dvínun sem við sjáum haldi áfram næstu mánuði sem gæti leitt til minni verndar gegn alvarlegum veikindum, sjúkrahúsinnlögnum og dauðsföllum,“ sagði Vivek Murthy, landlæknirinn, í gær. Ekki eru allir vísindamenn sannfærðir um það. Jesse Goodman, sérfræðingur í sóttvörnum við Georgetown-háskóla og fyrrverandi yfirvísindamaður Lyfja- og matvælastofnunar Bandaríkjanna, segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort að verndin gegn alvarlegri veikindum minnki með tímanum eða ekki. Endalaus eltingaleikur við skottið á sér Þrátt fyrir það hefur nokkur fjöldi ríkja ákveðið að ráðast í endurbólusetningu á eldra fólki, fólki með skerta ónæmiskerfisstarfsemi og fólki sem hefur fengið ákveðin bóluefni, þar á meðal Ísland. Í Bandaríkjunum stefnir alríkisstjórnin að endurbólusetningarátaki en sérfræðingar hennar eiga enn eftir að leggja formlega blessun sína yfir þau áform. Reuters-fréttastofan segir að sumir sérfræðingar setji spurningamerki við þau áform í ljósi þess að hátt í 30% Bandaríkjamanna sem gætu fengið bóluefni gegn veirunni hafi ekki gert það ennþá á sama tíma og smitum og dauðsföllum fari fjölgandi. Þá benda sérfræðingar á nauðsyn þess að bólusetja sem flesta jarðarbúa en meirihluti þeirra hefur enn ekki fengið svo mikið sem einn skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni. Isaac Weisfuse, faraldsfræðingur við Cornell-háskóla, varar við því að í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu gætu menn endað á sífelldum eltingaleik við skottið á sér með örvunarskömmtum eftir því sem ný og möguleg hættulegri afbrigði veirunnar komi fram annars staðar. „Í raun og veru ættu menn að bólusetja restina af heiminum til að fyrirbyggja ný afbrigði,“ segir Weisfuse við Reuters. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Delta mallar og breiðist hratt út í Flórída Delta afbrigði kórónuveirunnar er í mikilli og vaxandi útbreiðslu í Flórída í Bandaríkjunum. Þannig voru 532 Covid-sjúklingar á Babtista sjúkrahúsum í ríkinu á miðvikudag, tvöfalt fleiri en þegar veiran fór á flug í júlímánuði. 20. ágúst 2021 08:09 Virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta virðist dvína Greining á gögnum frá Bretlandi bendir til þess að virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar dvíni nokkuð að þremur mánuðum liðnum. Þau veita þó áfram sterka vernd gegn alvarlegum veikindum. 19. ágúst 2021 12:53 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Vísbendingar hafa komið fram í rannsóknum um að virkni bóluefna gegn vægari veikindum af völdum kórónuveirunnar dvíni með tímanum. Landlæknir Bandaríkjanna rekur það til þess að ónæmissvar sem bóluefnin valda dvíni en einnig til þess hversu skætt delta-afbrigði veirunnar hefur reynst. „Við höfum áhyggjur af því að þessi dvínun sem við sjáum haldi áfram næstu mánuði sem gæti leitt til minni verndar gegn alvarlegum veikindum, sjúkrahúsinnlögnum og dauðsföllum,“ sagði Vivek Murthy, landlæknirinn, í gær. Ekki eru allir vísindamenn sannfærðir um það. Jesse Goodman, sérfræðingur í sóttvörnum við Georgetown-háskóla og fyrrverandi yfirvísindamaður Lyfja- og matvælastofnunar Bandaríkjanna, segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort að verndin gegn alvarlegri veikindum minnki með tímanum eða ekki. Endalaus eltingaleikur við skottið á sér Þrátt fyrir það hefur nokkur fjöldi ríkja ákveðið að ráðast í endurbólusetningu á eldra fólki, fólki með skerta ónæmiskerfisstarfsemi og fólki sem hefur fengið ákveðin bóluefni, þar á meðal Ísland. Í Bandaríkjunum stefnir alríkisstjórnin að endurbólusetningarátaki en sérfræðingar hennar eiga enn eftir að leggja formlega blessun sína yfir þau áform. Reuters-fréttastofan segir að sumir sérfræðingar setji spurningamerki við þau áform í ljósi þess að hátt í 30% Bandaríkjamanna sem gætu fengið bóluefni gegn veirunni hafi ekki gert það ennþá á sama tíma og smitum og dauðsföllum fari fjölgandi. Þá benda sérfræðingar á nauðsyn þess að bólusetja sem flesta jarðarbúa en meirihluti þeirra hefur enn ekki fengið svo mikið sem einn skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni. Isaac Weisfuse, faraldsfræðingur við Cornell-háskóla, varar við því að í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu gætu menn endað á sífelldum eltingaleik við skottið á sér með örvunarskömmtum eftir því sem ný og möguleg hættulegri afbrigði veirunnar komi fram annars staðar. „Í raun og veru ættu menn að bólusetja restina af heiminum til að fyrirbyggja ný afbrigði,“ segir Weisfuse við Reuters.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Delta mallar og breiðist hratt út í Flórída Delta afbrigði kórónuveirunnar er í mikilli og vaxandi útbreiðslu í Flórída í Bandaríkjunum. Þannig voru 532 Covid-sjúklingar á Babtista sjúkrahúsum í ríkinu á miðvikudag, tvöfalt fleiri en þegar veiran fór á flug í júlímánuði. 20. ágúst 2021 08:09 Virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta virðist dvína Greining á gögnum frá Bretlandi bendir til þess að virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar dvíni nokkuð að þremur mánuðum liðnum. Þau veita þó áfram sterka vernd gegn alvarlegum veikindum. 19. ágúst 2021 12:53 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Delta mallar og breiðist hratt út í Flórída Delta afbrigði kórónuveirunnar er í mikilli og vaxandi útbreiðslu í Flórída í Bandaríkjunum. Þannig voru 532 Covid-sjúklingar á Babtista sjúkrahúsum í ríkinu á miðvikudag, tvöfalt fleiri en þegar veiran fór á flug í júlímánuði. 20. ágúst 2021 08:09
Virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta virðist dvína Greining á gögnum frá Bretlandi bendir til þess að virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar dvíni nokkuð að þremur mánuðum liðnum. Þau veita þó áfram sterka vernd gegn alvarlegum veikindum. 19. ágúst 2021 12:53