Að lágmarki 52 smitaðir eftir dansbúðir á Laugarvatni Atli Ísleifsson skrifar 19. ágúst 2021 16:28 Sundlauginni og íþróttahúsinu á Laugarvatni var lokað framan af viku vegna smitsins en nemendur nýttu aðstöðuna í dansbúðunum. Starfsfólk reyndist ekki smitað af Covid-19. Vísir/Vilhelm Tvö Covid-smit í sumarbúðum Chantelle Carey á Laugarvatni hafa svo sannarlega dreift úr sér. Alls hafa 52 greinst smitaðir í tengslum við sumarbúðirnar þar sem börn frá tíu ára aldri og upp í tvítug ungmenni æfðu saman dans í eina viku. Vísir greindi frá því á mánudag að tveir nemendur í dansbúðunum hefðu greinst smitaðir en 128 nemendur tóku þátt auk tólf kennnara sem sáu um kennslu. Fyrir vikið fór mikil fjöldi fólks í sóttkví. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir að bróðurparturinn af hinum smituðu séu þeir sem sóttu búðirnar, kenndu þar eða komu þangað á meðan búðunum stóð. „Vonandi erum við komin með stærstan hópinn því það voru allir sendir í sóttkví á mánudaginn. Þannig að við erum að vonast til þess að hafa náð flestum af því að fólkið var í sóttkví,“ segir Hjördís. „Það er það sem sóttkví gerir. Þótt fólk nenni því ekki. Þetta er til þess gert að slíta keðjuna. Við náum því með að setja ákveðnar girðingar í kringum hópinn sem var á staðnum.“ Chantelle Carey, sem skipulagði búðirnar, sagði í tölvupósti til foreldra á sunnudagskvöld að reynt hefði verið að koma í veg fyrir smit í búðunum. Farið hefði verið eftir reglugerðum, samskipti milli hópa takmörkuð og passað upp á einstaklingsbundnar sóttvarnir. Dansbúðirnar voru fyrir börn á aldrinum 10-20 ára. Nemendur gistu í Héraðsskólanum á Laugarvatni en einnig á Hostel Laugarvatni og í húsi Ungmennafélags Íslands. Hjördís segir að þeir sem séu í sóttkví vegna smitsins losni úr sóttkví á sunnudag eða mánudag. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bláskógabyggð Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleiri fréttir Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Sjá meira
Vísir greindi frá því á mánudag að tveir nemendur í dansbúðunum hefðu greinst smitaðir en 128 nemendur tóku þátt auk tólf kennnara sem sáu um kennslu. Fyrir vikið fór mikil fjöldi fólks í sóttkví. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir að bróðurparturinn af hinum smituðu séu þeir sem sóttu búðirnar, kenndu þar eða komu þangað á meðan búðunum stóð. „Vonandi erum við komin með stærstan hópinn því það voru allir sendir í sóttkví á mánudaginn. Þannig að við erum að vonast til þess að hafa náð flestum af því að fólkið var í sóttkví,“ segir Hjördís. „Það er það sem sóttkví gerir. Þótt fólk nenni því ekki. Þetta er til þess gert að slíta keðjuna. Við náum því með að setja ákveðnar girðingar í kringum hópinn sem var á staðnum.“ Chantelle Carey, sem skipulagði búðirnar, sagði í tölvupósti til foreldra á sunnudagskvöld að reynt hefði verið að koma í veg fyrir smit í búðunum. Farið hefði verið eftir reglugerðum, samskipti milli hópa takmörkuð og passað upp á einstaklingsbundnar sóttvarnir. Dansbúðirnar voru fyrir börn á aldrinum 10-20 ára. Nemendur gistu í Héraðsskólanum á Laugarvatni en einnig á Hostel Laugarvatni og í húsi Ungmennafélags Íslands. Hjördís segir að þeir sem séu í sóttkví vegna smitsins losni úr sóttkví á sunnudag eða mánudag. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bláskógabyggð Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleiri fréttir Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Sjá meira