Meira um einelti á netinu hér en í Noregi Heimir Már Pétursson skrifar 19. ágúst 2021 08:00 Íslendingar virðast vera verri í netsamskiptum en frændur okkar í Noregi. Getty Mun meira er um haturstal, neteinelti, ögranir og háðung í athugasemdakerfum á Íslandi en í Noregi, samkvæmt nýrri skýrslu fjölmiðlanefndar um haturstal og neikvæða upplifun af netinu. Skýrslan byggir á niðurstöðum úr víðtækri spurningakönnun sem lögð var fyrir í febrúar og mars 2021. Í tilkynningu frá nefndinni segir að helmingur þátttakenda segist hafa orðið varkárari í að lýsa skoðunum sínum í umræðum á netinu eftir háð eða ögranir, 32,8 prósent segist frekar taka þátt í umræðum í lokuðum hópum og 20,6 prósent hafi hætt að taka þátt í umræðum á netinu. Elfa Ýr Gylfadóttir formaður fjölmiðlanefndar segir að þar sem netið væri mikilvægur samskiptavettvangur í lýðræðislegri umræðu megi telja alvarlegt ef hluti fólks telji sig verða fyrir áreiti, neteinelti eða haturstali og veigri sér jafnvel við að taka þátt í opinberri umræðu. Slík þróun geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir þróun lýðræðis. Yngra fólk líklegra til að verða fyrir neteinelti Rannsóknin leiðir í ljós að aldurshópurinn 15-17 ára væri líklegri en aðrir aldurshópar til að segjast hafa upplifað hatursfull ummæli, einelti eða áreiti, háðung eða ögrun í umræðum/athugasemdakerfum og hótanir um ofbeldi á netinu. Elsti aldurshópurinn (60 ára og eldri) væri hins vegar ólíklegastur til að hafa upplifað öll þau atriði sem talin væru upp. „Það er sláandi munur milli aldurshópa þegar að kemur að haturstali og neikvæðri upplifun af netinu í þessum niðurstöðum. Við sjáum þá einnig að neikvæð uppplifun af þessum þáttum hefur áhrif á þátttöku fólks í umræðum á netinu. Hættan er þá að ákveðnir aldurshópar missi sínar raddir og komi þar með ekki sínum málum og sjónarmiðum að. Ef við grípum ekki í taumana og tæklum þennan vanda þá er líklegt að þetta sé þróun sem muni hafa áhrif á lýðræði í landinu,“ segir Skúli Bragi Geirdal verkefnastjóri miðlalæsis hjá fjölmiðlanefnd. Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Skýrslan byggir á niðurstöðum úr víðtækri spurningakönnun sem lögð var fyrir í febrúar og mars 2021. Í tilkynningu frá nefndinni segir að helmingur þátttakenda segist hafa orðið varkárari í að lýsa skoðunum sínum í umræðum á netinu eftir háð eða ögranir, 32,8 prósent segist frekar taka þátt í umræðum í lokuðum hópum og 20,6 prósent hafi hætt að taka þátt í umræðum á netinu. Elfa Ýr Gylfadóttir formaður fjölmiðlanefndar segir að þar sem netið væri mikilvægur samskiptavettvangur í lýðræðislegri umræðu megi telja alvarlegt ef hluti fólks telji sig verða fyrir áreiti, neteinelti eða haturstali og veigri sér jafnvel við að taka þátt í opinberri umræðu. Slík þróun geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir þróun lýðræðis. Yngra fólk líklegra til að verða fyrir neteinelti Rannsóknin leiðir í ljós að aldurshópurinn 15-17 ára væri líklegri en aðrir aldurshópar til að segjast hafa upplifað hatursfull ummæli, einelti eða áreiti, háðung eða ögrun í umræðum/athugasemdakerfum og hótanir um ofbeldi á netinu. Elsti aldurshópurinn (60 ára og eldri) væri hins vegar ólíklegastur til að hafa upplifað öll þau atriði sem talin væru upp. „Það er sláandi munur milli aldurshópa þegar að kemur að haturstali og neikvæðri upplifun af netinu í þessum niðurstöðum. Við sjáum þá einnig að neikvæð uppplifun af þessum þáttum hefur áhrif á þátttöku fólks í umræðum á netinu. Hættan er þá að ákveðnir aldurshópar missi sínar raddir og komi þar með ekki sínum málum og sjónarmiðum að. Ef við grípum ekki í taumana og tæklum þennan vanda þá er líklegt að þetta sé þróun sem muni hafa áhrif á lýðræði í landinu,“ segir Skúli Bragi Geirdal verkefnastjóri miðlalæsis hjá fjölmiðlanefnd.
Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira