Telja sig nálgast tímamót í kjarnasamruna á tilraunastofu Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2021 09:45 Arnold Schwarzenegger, þáverandi ríkisstjóri Kaliforníu, kynnir sér tækjabúnað Kviknunarstöðvar Bandaríkjanna (NIF) árið 2008. Vísir/EPA Bandarískir vísindamenn telja sig nú nálgast það markmið að búa til orku með kjarnasamruna á tilraunastofu. Í tilraun fyrr í þessum mánuði náði orkan sem varð til við samrunann 70% af orkunni sem fór í að framkalla hann. Draumórar hafa lengi verið um að kjarnasamruni, líkt og sá sem knýr sólina, verði framtíðarorkugjafi mannkyns en með honum væri í kenningunni hægt að framleiða nær óþrjótandi hreina orku. Gríðarlega orku þarf til þess að koma af stað samruna léttra frumeinda. Á tilraunastofu er fjölda leysigeisla beint að hylki með tví- og þrívetni, samsætum frumefnisins vetnis. Við það þéttist efnið gríðarlega og verður hundrað sinnum eðlisþéttara en blý og hitnar upp í 100 milljón gráður á Celsíus, heitara en í kjarna sólarinnar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Helga gralið er að ná því að framleiða meiri orku við samrunanna en þá sem tekur til að hrinda honum af stað. Vísindamenn við Kviknunarstöð Bandaríkjanna (NIF) segja að tilraun þeirra hafi framleitt 1,35 megajúl af orku 8. ágúst. Það var um 70% af þeirri orku sem leysigeislarnir sendu í vetnissamsætuhylkið. Þetta var áttfalt hærra hlutfall en NIF hafði áður náð í tilraun fyrr í vor og tuttugu og fimmfalt hærra en í tilraunum sem voru gerðar árið 2018. Vísindamenn NIF telja einnig að þeim hafi tekist að gera samrunann að einhverju leyti sjálfbæran þar sem hann myndar nægilegan hita til þess að halda samrunanum áfram. „Hraði framfara í orkuframleiðslu hefur verið mikill sem bendir til þess að við gætum bráðlega náð fleiri tímamótum í orku, þar á meðal að ná meiri orku en fer sú sem fer frá geislunum til þess að koma ferlinu af stað,“ segir Jeremy Chittenden, aðstoðarforstjóra miðstöðvar kjarnasamrunarannsókna við Imperial College í London við BBC. Hann segir að þó að árangur NIF sé eftirtektarverður þá eigi það eftir að taka mjög langan tíma og miklar framfarir í tækni áður en hægt verður að framleiða orku í stórum stíl með kjarnasamruna. Vísindi Orkumál Tækni Tengdar fréttir Smíða stærsta kjarnasamrunaofn í heimi Vinna hófst í Frakklandi í dag við byggingu stærsta kjarnasamrunaofn heims. Þessi alþjóðlega vinna mun standa yfir í fimm ár, samkvæmt áætlunum, og munu þá hefjast tilraunir með samruna í lok árs 2025. 28. júlí 2020 14:39 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Draumórar hafa lengi verið um að kjarnasamruni, líkt og sá sem knýr sólina, verði framtíðarorkugjafi mannkyns en með honum væri í kenningunni hægt að framleiða nær óþrjótandi hreina orku. Gríðarlega orku þarf til þess að koma af stað samruna léttra frumeinda. Á tilraunastofu er fjölda leysigeisla beint að hylki með tví- og þrívetni, samsætum frumefnisins vetnis. Við það þéttist efnið gríðarlega og verður hundrað sinnum eðlisþéttara en blý og hitnar upp í 100 milljón gráður á Celsíus, heitara en í kjarna sólarinnar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Helga gralið er að ná því að framleiða meiri orku við samrunanna en þá sem tekur til að hrinda honum af stað. Vísindamenn við Kviknunarstöð Bandaríkjanna (NIF) segja að tilraun þeirra hafi framleitt 1,35 megajúl af orku 8. ágúst. Það var um 70% af þeirri orku sem leysigeislarnir sendu í vetnissamsætuhylkið. Þetta var áttfalt hærra hlutfall en NIF hafði áður náð í tilraun fyrr í vor og tuttugu og fimmfalt hærra en í tilraunum sem voru gerðar árið 2018. Vísindamenn NIF telja einnig að þeim hafi tekist að gera samrunann að einhverju leyti sjálfbæran þar sem hann myndar nægilegan hita til þess að halda samrunanum áfram. „Hraði framfara í orkuframleiðslu hefur verið mikill sem bendir til þess að við gætum bráðlega náð fleiri tímamótum í orku, þar á meðal að ná meiri orku en fer sú sem fer frá geislunum til þess að koma ferlinu af stað,“ segir Jeremy Chittenden, aðstoðarforstjóra miðstöðvar kjarnasamrunarannsókna við Imperial College í London við BBC. Hann segir að þó að árangur NIF sé eftirtektarverður þá eigi það eftir að taka mjög langan tíma og miklar framfarir í tækni áður en hægt verður að framleiða orku í stórum stíl með kjarnasamruna.
Vísindi Orkumál Tækni Tengdar fréttir Smíða stærsta kjarnasamrunaofn í heimi Vinna hófst í Frakklandi í dag við byggingu stærsta kjarnasamrunaofn heims. Þessi alþjóðlega vinna mun standa yfir í fimm ár, samkvæmt áætlunum, og munu þá hefjast tilraunir með samruna í lok árs 2025. 28. júlí 2020 14:39 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Smíða stærsta kjarnasamrunaofn í heimi Vinna hófst í Frakklandi í dag við byggingu stærsta kjarnasamrunaofn heims. Þessi alþjóðlega vinna mun standa yfir í fimm ár, samkvæmt áætlunum, og munu þá hefjast tilraunir með samruna í lok árs 2025. 28. júlí 2020 14:39