Fyrir og eftir myndir geta verið skaðlegar og valdið skömm Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. ágúst 2021 17:32 Aldís Eva Friðriksdóttir hvetur fólk til þess að íhuga að birta frekar eftir myndir, til þess að forðast að láta öðrum líða illa. Á samfélagsmiðlum má finna milljónir mynda merktar #beforeandafter. Aðsend mynd „Það eru einhverjir sem verða fyrir engum áhrifum af þessum myndum en í flestum tilfellum eru þessar myndir að sýna myndir af feitum líkama fyrir og svo stæltari og grennri líkama eftir.“ segir Aldís Eva Friðriksdóttir sálfræðingur um svokallaðar fyrir og eftir myndir. Aldís Eva ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og sagði þar að á vissan hátt geti fyrir og eftir myndir af þyngdartapi einstaklinga haft skaðleg áhrif á aðra og þá sérstaklega sjálfsmynd fólks. Geta upplifað skömm Í viðtalinu segir Aldís Eva að þetta geti sérstaklega haft áhrif á ungt fólk og þá einstaklingana sem líta á fyrri myndina og upplifa hana eins og sinn líkama. „Og fá þar skilaboðin, líkaminn minn er ekki réttur eins og hann er. Núna þarf ég að breyta honum eða fara í megrun eða eitthvað til þess að hann verði félagslega viðurkenndur og heilbrigður eins og þessi mynd er að sýna,“ útskýrir Aldís Eva. „Þetta getur líka haft þau áhrif að þegar við byrjum að reyna að breyta líkamanum okkar þá förum við að beita einhverjum aðferðum sem geta ekki endilega verið heilbrigðar. Þetta getur líka alið á skömm sem er ekki jafn heilbrigð og við vildum vissulega hafa hana.“ Aldís Eva segir að þó séu vissulega einhverjir einstaklingar sem líti einfaldlega á myndirnar sem áhugahvatningu og fyllist uppblæstri af þeim. „Rannsóknir viðrast sýna að það eru færri sem upplifa þessar myndir þannig og fleiri sem upplifa frekar vanlíðan og eru að líta verr á eigin líkama.“ Endurspeglar ekki alltaf raunveruleikann Það er þá oft vegna samanburðarins sem myndirnar valda í huga viðkomandi. „Eftirmyndin er þá lituð af heimi samfélagsmiðla sem geta verið glansmyndir. Það er í raun verið að segja, lífið mitt er miklu betra og miklu meira virði af því að ég fór að taka á í mataræðinu og ýmsilegt annað. En þetta hentar ekki öllum því að sumir líkamar geta ekki breyst út af erfðum og öðrum hlutum.“ Aldís Eva segir að Instagram sé að koma þarna vel út, enda sé þar mikið um glansmyndir. „Við erum að bera okkur saman við eitthvað sem endurspeglar kannski ekki raunveruleikann.“ Vandamálið er þó ekki bara bundið við myndir og myndbönd á Instagram. „Svo er TikTok ekki að koma neitt sérstaklega vel út heldur af því að „algorythminn“ er að safna ennþá meira saman alls konar myndböndum um útlit og um óheilbrigðar matarvenjur þannig að notendur TikTok sem eru í flestum tilfellum börnin okkar, eru að fá þetta beint í æð.“ Hvaða líkama er ég að heiðra? Hún bendir á að samfélagsmiðlalæsi ungmenna sé ekki jafn gott og því geri þau sér ekki alltaf grein fyrir því hvað sé raunverulegt og hvað ekki. Því geti fyrir og eftir myndir haft mikil áhrif á börn og unglinga. Aldís Eva hvetur fólk til þess að íhuga að birta frekar bara eftir myndina. „Þetta er frjáls heimur og við eigum algjörlega að birta það efni sem við viljum birta en maður getur spurt sig, hvaða líkama er ég að heiðra og hvaða líkama ég er að setja ekki í ekki það skírt ljós sem gæti komið niður á einhverjum öðrum.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Samfélagsmiðlar Reykjavík Reykjavík síðdegis Heilsa Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Aldís Eva ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og sagði þar að á vissan hátt geti fyrir og eftir myndir af þyngdartapi einstaklinga haft skaðleg áhrif á aðra og þá sérstaklega sjálfsmynd fólks. Geta upplifað skömm Í viðtalinu segir Aldís Eva að þetta geti sérstaklega haft áhrif á ungt fólk og þá einstaklingana sem líta á fyrri myndina og upplifa hana eins og sinn líkama. „Og fá þar skilaboðin, líkaminn minn er ekki réttur eins og hann er. Núna þarf ég að breyta honum eða fara í megrun eða eitthvað til þess að hann verði félagslega viðurkenndur og heilbrigður eins og þessi mynd er að sýna,“ útskýrir Aldís Eva. „Þetta getur líka haft þau áhrif að þegar við byrjum að reyna að breyta líkamanum okkar þá förum við að beita einhverjum aðferðum sem geta ekki endilega verið heilbrigðar. Þetta getur líka alið á skömm sem er ekki jafn heilbrigð og við vildum vissulega hafa hana.“ Aldís Eva segir að þó séu vissulega einhverjir einstaklingar sem líti einfaldlega á myndirnar sem áhugahvatningu og fyllist uppblæstri af þeim. „Rannsóknir viðrast sýna að það eru færri sem upplifa þessar myndir þannig og fleiri sem upplifa frekar vanlíðan og eru að líta verr á eigin líkama.“ Endurspeglar ekki alltaf raunveruleikann Það er þá oft vegna samanburðarins sem myndirnar valda í huga viðkomandi. „Eftirmyndin er þá lituð af heimi samfélagsmiðla sem geta verið glansmyndir. Það er í raun verið að segja, lífið mitt er miklu betra og miklu meira virði af því að ég fór að taka á í mataræðinu og ýmsilegt annað. En þetta hentar ekki öllum því að sumir líkamar geta ekki breyst út af erfðum og öðrum hlutum.“ Aldís Eva segir að Instagram sé að koma þarna vel út, enda sé þar mikið um glansmyndir. „Við erum að bera okkur saman við eitthvað sem endurspeglar kannski ekki raunveruleikann.“ Vandamálið er þó ekki bara bundið við myndir og myndbönd á Instagram. „Svo er TikTok ekki að koma neitt sérstaklega vel út heldur af því að „algorythminn“ er að safna ennþá meira saman alls konar myndböndum um útlit og um óheilbrigðar matarvenjur þannig að notendur TikTok sem eru í flestum tilfellum börnin okkar, eru að fá þetta beint í æð.“ Hvaða líkama er ég að heiðra? Hún bendir á að samfélagsmiðlalæsi ungmenna sé ekki jafn gott og því geri þau sér ekki alltaf grein fyrir því hvað sé raunverulegt og hvað ekki. Því geti fyrir og eftir myndir haft mikil áhrif á börn og unglinga. Aldís Eva hvetur fólk til þess að íhuga að birta frekar bara eftir myndina. „Þetta er frjáls heimur og við eigum algjörlega að birta það efni sem við viljum birta en maður getur spurt sig, hvaða líkama er ég að heiðra og hvaða líkama ég er að setja ekki í ekki það skírt ljós sem gæti komið niður á einhverjum öðrum.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Samfélagsmiðlar Reykjavík Reykjavík síðdegis Heilsa Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira