Ekki oft sem maður sér svona frá ungum íslenskum leikmanni í þessari deild Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2021 12:01 Kristall Máni hefur spilað frábærlega undanfarnar vikur. Vísir/Hulda Margrét Kristall Máni Ingason átti magnaðan leik er Víkingar unnu sinn fyrsta deildarleik í Árbænum síðan 1993. Kristall Máni skoraði tvö mörk í 3-0 sigri og var óheppinn að bæta ekki við mörkum. Þá bjó hann til fjölda færa fyrir samherja sína. Frammistaða Kristals Mána var til umræðu í Pepsi Max Stúkunni að leik loknum þar sem þau Reynir Leósson og Margrét Lára Viðarsdóttir voru ásamt þáttastjórnandanum Guðmundi Benediktssyni. „Við ræddum Kristal Mána hér fyrir leik, að hann væri maður sem hefði stigið upp enn frekar á undanförnum vikum. Hann var að mínu mati besti leikmaður Víkinga í þessum leik,“ sagði Guðmundur eftir að farið hafði verið yfir leikinn í heild sinni. „Ég er alveg sammála því. Hann var algjörlega á eldi, var að skapa og koma samherjum sínum í færi, var að klára færin sín, hefði getað skorað þrennuna frekar auðveldlega en það kemur bara seinna hjá honum. Hann var algjörlega stórkostlegur,“ bætti Margrét Lára við. „Mér finnst gaman að tala um unga og efnilega leikmenn sem eru að standa undir væntingum eins og Kristal Mána. Þarna ertu með augu í hnakkanum, veist hvar félaginn og þú setur hann nánast í gegn með einni lítilli snertingu. Það var svo margt sem hann er að gera vel,“ sagði Reynir í kjölfarið. Úfff megi allir góðir vættir vaka yfir þeim, þeir kveiktu á Stallanum https://t.co/Qo2cbqxpQT— Þórður Ingason (@doddsabullet) August 16, 2021 Margrét Lára var hrifin af samvinnu Kristals Mána og Erlings Agnarssonar á vellinum, þá sérstaklega í síðari hálfleik. „Þeir ná rosalega vel saman á vellinum. Eru að finna hvern annan, ótrúlega flottir strákar með flottar hreyfingar og beinskeyttir. Kristall Máni er náttúrulega algjörlega með sjálfstraustið í botni núna Utanfótar sending þarna, hann gerir bara nákvæmlega það sem honum sýnist.“ „Maður ætti eiginlega að standa upp og klappa fyrir honum. Við hefðum gert það hefði hann skorað þrennuna. Þessi frammistaða hjá honum. Maður horfir á þessi mörk og færi sem hann er í. Svo er maður að sjá sendingarnar hjá honum, gæðin í þessu – það er ekki oft sem maður sér svona frá ungum íslenskum leikmanni í þessari deild,“ sagði Reynir að endingu um stórbrotna frammistöðu Kristals Mána og Víkinga í Árbænum. Hér að neðan má sjá mörkin sem Kristall Ingi skoraði, færin sem hann brenndi af ásamt þeim sem hann skapaði fyrir samherja sína sem og alla umræðu Stúkunnar um þessa frábæru frammistöðu. Klippa: Stúkan: Umræða um frammistöðu Kristals Mána Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands þegar Víkingar unnu síðast í Árbænum Víkingar mæta í Árbæinn í kvöld og mæta þar Fylki í sautjándu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. Þar unnu Víkingar síðast í efstu deild seint á síðustu öld. 16. ágúst 2021 13:01 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Víkingur 0-3 | Sannfærandi sigur Víkings á Fylki Víkingur náði í góðan sigur með frábærri frammistöðu á móti Fylki í 17. umferð Pepsi Max deildar karla fyrr í kvöld. Þegar öllu er á botninn hvolft þá var dagsverkið næsta auðvelt og Víkingur átti sigurinn fyllilega skilið. 16. ágúst 2021 22:04 Arnar Gunnlaugs: Mér fannst allur hópurinn sýna mér að við séum tilbúnir í þessi átök Víkingur bar sigurorð af Fylki í Árbænum í kvöld 3-0 í leik sem var virkilega vel leikinn af Víkingum. Leikið var í 17. umferð Peps Max deildar karla og fara leikar að æsast í deildarkeppninni sem ætlar að verða mjög spennandi. 16. ágúst 2021 21:36 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
Frammistaða Kristals Mána var til umræðu í Pepsi Max Stúkunni að leik loknum þar sem þau Reynir Leósson og Margrét Lára Viðarsdóttir voru ásamt þáttastjórnandanum Guðmundi Benediktssyni. „Við ræddum Kristal Mána hér fyrir leik, að hann væri maður sem hefði stigið upp enn frekar á undanförnum vikum. Hann var að mínu mati besti leikmaður Víkinga í þessum leik,“ sagði Guðmundur eftir að farið hafði verið yfir leikinn í heild sinni. „Ég er alveg sammála því. Hann var algjörlega á eldi, var að skapa og koma samherjum sínum í færi, var að klára færin sín, hefði getað skorað þrennuna frekar auðveldlega en það kemur bara seinna hjá honum. Hann var algjörlega stórkostlegur,“ bætti Margrét Lára við. „Mér finnst gaman að tala um unga og efnilega leikmenn sem eru að standa undir væntingum eins og Kristal Mána. Þarna ertu með augu í hnakkanum, veist hvar félaginn og þú setur hann nánast í gegn með einni lítilli snertingu. Það var svo margt sem hann er að gera vel,“ sagði Reynir í kjölfarið. Úfff megi allir góðir vættir vaka yfir þeim, þeir kveiktu á Stallanum https://t.co/Qo2cbqxpQT— Þórður Ingason (@doddsabullet) August 16, 2021 Margrét Lára var hrifin af samvinnu Kristals Mána og Erlings Agnarssonar á vellinum, þá sérstaklega í síðari hálfleik. „Þeir ná rosalega vel saman á vellinum. Eru að finna hvern annan, ótrúlega flottir strákar með flottar hreyfingar og beinskeyttir. Kristall Máni er náttúrulega algjörlega með sjálfstraustið í botni núna Utanfótar sending þarna, hann gerir bara nákvæmlega það sem honum sýnist.“ „Maður ætti eiginlega að standa upp og klappa fyrir honum. Við hefðum gert það hefði hann skorað þrennuna. Þessi frammistaða hjá honum. Maður horfir á þessi mörk og færi sem hann er í. Svo er maður að sjá sendingarnar hjá honum, gæðin í þessu – það er ekki oft sem maður sér svona frá ungum íslenskum leikmanni í þessari deild,“ sagði Reynir að endingu um stórbrotna frammistöðu Kristals Mána og Víkinga í Árbænum. Hér að neðan má sjá mörkin sem Kristall Ingi skoraði, færin sem hann brenndi af ásamt þeim sem hann skapaði fyrir samherja sína sem og alla umræðu Stúkunnar um þessa frábæru frammistöðu. Klippa: Stúkan: Umræða um frammistöðu Kristals Mána Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands þegar Víkingar unnu síðast í Árbænum Víkingar mæta í Árbæinn í kvöld og mæta þar Fylki í sautjándu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. Þar unnu Víkingar síðast í efstu deild seint á síðustu öld. 16. ágúst 2021 13:01 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Víkingur 0-3 | Sannfærandi sigur Víkings á Fylki Víkingur náði í góðan sigur með frábærri frammistöðu á móti Fylki í 17. umferð Pepsi Max deildar karla fyrr í kvöld. Þegar öllu er á botninn hvolft þá var dagsverkið næsta auðvelt og Víkingur átti sigurinn fyllilega skilið. 16. ágúst 2021 22:04 Arnar Gunnlaugs: Mér fannst allur hópurinn sýna mér að við séum tilbúnir í þessi átök Víkingur bar sigurorð af Fylki í Árbænum í kvöld 3-0 í leik sem var virkilega vel leikinn af Víkingum. Leikið var í 17. umferð Peps Max deildar karla og fara leikar að æsast í deildarkeppninni sem ætlar að verða mjög spennandi. 16. ágúst 2021 21:36 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands þegar Víkingar unnu síðast í Árbænum Víkingar mæta í Árbæinn í kvöld og mæta þar Fylki í sautjándu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. Þar unnu Víkingar síðast í efstu deild seint á síðustu öld. 16. ágúst 2021 13:01
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Víkingur 0-3 | Sannfærandi sigur Víkings á Fylki Víkingur náði í góðan sigur með frábærri frammistöðu á móti Fylki í 17. umferð Pepsi Max deildar karla fyrr í kvöld. Þegar öllu er á botninn hvolft þá var dagsverkið næsta auðvelt og Víkingur átti sigurinn fyllilega skilið. 16. ágúst 2021 22:04
Arnar Gunnlaugs: Mér fannst allur hópurinn sýna mér að við séum tilbúnir í þessi átök Víkingur bar sigurorð af Fylki í Árbænum í kvöld 3-0 í leik sem var virkilega vel leikinn af Víkingum. Leikið var í 17. umferð Peps Max deildar karla og fara leikar að æsast í deildarkeppninni sem ætlar að verða mjög spennandi. 16. ágúst 2021 21:36