Sport

Útilokuð frá Ólympíuleikunum en fær nú að keppa við Ólympíumeistarann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sha'Carri Richardson vann úrtökumótið hjá Bandaríkjunum en fékk ekki að keppa á Ólympíuleikunum.
Sha'Carri Richardson vann úrtökumótið hjá Bandaríkjunum en fékk ekki að keppa á Ólympíuleikunum. AP/Chris Carlson

Heimurinn fékk ekki að sjá fljótustu bandarísku konuna hlaupa á Ólympíuleikunum í Tókýó en það verður bætt úr því á Prefontaine Classic mótinu.

Sha'Carri Richardson var búin að vinna sér sæti í bandaríska Ólympíuliðinu en missti sætið sitt þegar í ljós kom að hún hafi reykt maríúana í aðdraganda úrtökumóts Bandaríkjamanna.

Bandaríkja lyfjanefndin setti hana í mánaðarbann og hún missti fyrir vikið af hundrað metra hlaupinu í Tókýó.

Richardson sagði frá því að hún hafi aðeins reykt maríúana eftir að hafa fengið fréttirnar af því að líffræðilega móðir hennar hafði látist.

Jamaíka átti þrjá fljótustu hlauparana í 100 metra úrslitahlaupinu á Ólympíuleikunum og fengu því gull, silfur og brons.

Verðlaunahafarnir þrír, Elaine Thompson-Herah, Shelly-Ann Fraser-Pryce og Shericka Jackson, mun allar mæta til leiks á Prefontaine Classic mótinu og við fáum því úrslitahlaupið sem allir vildu sjá í Tókýó.

Richardson hljóp hundrað metrana á 10,86 sekúndum á úrtökumótinu. Thompson-Herah vann úrslitahlaupið á Ólympíuleikunum á 10,61 og setti nýtt Ólympíumet. Fraser-Pryce og Jackson voru báðar undir fyrrnefndum tíma hjá Richardson.

Það breytir ekki því að nú fáum við þær fljótustu í heimi til að hlaupa í sama hlaupi og það bíða margir spenntir eftir þessu hlaupi ekki síst fólk tengt Sha'Carri Richardson sem fannst mjög ósanngjarnt að hún hafi fengið að keppa í Tókýó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×