Gerd Muller er látinn Smári Jökull Jónsson skrifar 15. ágúst 2021 12:21 Gerd Muller í leik með FC Bayern gegn Rot Weiss Essen tímabilið 1976-77. Vísir/Getty Einn mesti markaskorari allra tíma, hinn þýski Gerd Muller, er látinn 75 ára að aldri en frá þessu var greint á Twitter síðu FC Bayern nú fyrir skömmu. Muller er eins og áður segir þekktur sem einn mesti markaskorari allra tíma en hann lék langstærstan hluta ferils síns með FC Bayern þar sem hann skoraði 365 mörk í 427 leikjum í þýsku Bundesligunni. Á ferlinum lék hann einnig með 1861 Nördlingen og Fort Lauderdale strikers í Bandaríkjunum. FC Bayern are mourning the passing of Gerd Müller. The FC Bayern world is standing still today. The club and all its fans are mourning the death of Gerd Müller, who passed away on Sunday morning at the age of 75.— FC Bayern English (@FCBayernEN) August 15, 2021 Hann lék 62 landsleiki með Vestur Þýskalandi og skoraði í þeim 68 mörk, þar á meðal sigurmarkið í úrslitaleik Heimsmeistarakeppninnar árið 1974 þar sem Vestur Þjóðverjar mættu Hollendingum. Muller er þriðji markahæsti leikmaður í sögu lokakeppni Heimsmeistaramótsins en hann skoraði alls 14 mörk í tveimur keppnum 1970 og 1974. Aðeins hinn brasilíski Ronaldo og Miroslav Klose hafa skorað fleiri. Auk þess að verða heimsmeistari með Vestur Þýskalandi árið 1974 vann hann þýsku deildina fjórum sinnum með FC Bayern og Evrópukeppni meistaraliða þrisvar. Eftir að ferlinum lauk lenti Muller í óreglu um tíma en gamlir liðsfélagar hans í Bayern hjálpuðu honum aftur á rétta braut. Hann starfaði fyrir Bayern sem þjálfari varaliðsins og var algjör goðsögn innan félagsins. Síðustu ár hefur Muller glímt við Alzheimers sjúkdóminn en hann greindist með hann árið 2015. Fréttin hefur verið uppfærð. Muller var heiðraður af Bayern þegar leikinn var æfingaleikur milli FC Bayern og hollenska landsliðsins árið 2011. Vísir/Getty Þýski boltinn Fótbolti Andlát Þýskaland Mest lesið Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Muller er eins og áður segir þekktur sem einn mesti markaskorari allra tíma en hann lék langstærstan hluta ferils síns með FC Bayern þar sem hann skoraði 365 mörk í 427 leikjum í þýsku Bundesligunni. Á ferlinum lék hann einnig með 1861 Nördlingen og Fort Lauderdale strikers í Bandaríkjunum. FC Bayern are mourning the passing of Gerd Müller. The FC Bayern world is standing still today. The club and all its fans are mourning the death of Gerd Müller, who passed away on Sunday morning at the age of 75.— FC Bayern English (@FCBayernEN) August 15, 2021 Hann lék 62 landsleiki með Vestur Þýskalandi og skoraði í þeim 68 mörk, þar á meðal sigurmarkið í úrslitaleik Heimsmeistarakeppninnar árið 1974 þar sem Vestur Þjóðverjar mættu Hollendingum. Muller er þriðji markahæsti leikmaður í sögu lokakeppni Heimsmeistaramótsins en hann skoraði alls 14 mörk í tveimur keppnum 1970 og 1974. Aðeins hinn brasilíski Ronaldo og Miroslav Klose hafa skorað fleiri. Auk þess að verða heimsmeistari með Vestur Þýskalandi árið 1974 vann hann þýsku deildina fjórum sinnum með FC Bayern og Evrópukeppni meistaraliða þrisvar. Eftir að ferlinum lauk lenti Muller í óreglu um tíma en gamlir liðsfélagar hans í Bayern hjálpuðu honum aftur á rétta braut. Hann starfaði fyrir Bayern sem þjálfari varaliðsins og var algjör goðsögn innan félagsins. Síðustu ár hefur Muller glímt við Alzheimers sjúkdóminn en hann greindist með hann árið 2015. Fréttin hefur verið uppfærð. Muller var heiðraður af Bayern þegar leikinn var æfingaleikur milli FC Bayern og hollenska landsliðsins árið 2011. Vísir/Getty
Þýski boltinn Fótbolti Andlát Þýskaland Mest lesið Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira