Gerd Muller er látinn Smári Jökull Jónsson skrifar 15. ágúst 2021 12:21 Gerd Muller í leik með FC Bayern gegn Rot Weiss Essen tímabilið 1976-77. Vísir/Getty Einn mesti markaskorari allra tíma, hinn þýski Gerd Muller, er látinn 75 ára að aldri en frá þessu var greint á Twitter síðu FC Bayern nú fyrir skömmu. Muller er eins og áður segir þekktur sem einn mesti markaskorari allra tíma en hann lék langstærstan hluta ferils síns með FC Bayern þar sem hann skoraði 365 mörk í 427 leikjum í þýsku Bundesligunni. Á ferlinum lék hann einnig með 1861 Nördlingen og Fort Lauderdale strikers í Bandaríkjunum. FC Bayern are mourning the passing of Gerd Müller. The FC Bayern world is standing still today. The club and all its fans are mourning the death of Gerd Müller, who passed away on Sunday morning at the age of 75.— FC Bayern English (@FCBayernEN) August 15, 2021 Hann lék 62 landsleiki með Vestur Þýskalandi og skoraði í þeim 68 mörk, þar á meðal sigurmarkið í úrslitaleik Heimsmeistarakeppninnar árið 1974 þar sem Vestur Þjóðverjar mættu Hollendingum. Muller er þriðji markahæsti leikmaður í sögu lokakeppni Heimsmeistaramótsins en hann skoraði alls 14 mörk í tveimur keppnum 1970 og 1974. Aðeins hinn brasilíski Ronaldo og Miroslav Klose hafa skorað fleiri. Auk þess að verða heimsmeistari með Vestur Þýskalandi árið 1974 vann hann þýsku deildina fjórum sinnum með FC Bayern og Evrópukeppni meistaraliða þrisvar. Eftir að ferlinum lauk lenti Muller í óreglu um tíma en gamlir liðsfélagar hans í Bayern hjálpuðu honum aftur á rétta braut. Hann starfaði fyrir Bayern sem þjálfari varaliðsins og var algjör goðsögn innan félagsins. Síðustu ár hefur Muller glímt við Alzheimers sjúkdóminn en hann greindist með hann árið 2015. Fréttin hefur verið uppfærð. Muller var heiðraður af Bayern þegar leikinn var æfingaleikur milli FC Bayern og hollenska landsliðsins árið 2011. Vísir/Getty Þýski boltinn Fótbolti Andlát Þýskaland Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Sjá meira
Muller er eins og áður segir þekktur sem einn mesti markaskorari allra tíma en hann lék langstærstan hluta ferils síns með FC Bayern þar sem hann skoraði 365 mörk í 427 leikjum í þýsku Bundesligunni. Á ferlinum lék hann einnig með 1861 Nördlingen og Fort Lauderdale strikers í Bandaríkjunum. FC Bayern are mourning the passing of Gerd Müller. The FC Bayern world is standing still today. The club and all its fans are mourning the death of Gerd Müller, who passed away on Sunday morning at the age of 75.— FC Bayern English (@FCBayernEN) August 15, 2021 Hann lék 62 landsleiki með Vestur Þýskalandi og skoraði í þeim 68 mörk, þar á meðal sigurmarkið í úrslitaleik Heimsmeistarakeppninnar árið 1974 þar sem Vestur Þjóðverjar mættu Hollendingum. Muller er þriðji markahæsti leikmaður í sögu lokakeppni Heimsmeistaramótsins en hann skoraði alls 14 mörk í tveimur keppnum 1970 og 1974. Aðeins hinn brasilíski Ronaldo og Miroslav Klose hafa skorað fleiri. Auk þess að verða heimsmeistari með Vestur Þýskalandi árið 1974 vann hann þýsku deildina fjórum sinnum með FC Bayern og Evrópukeppni meistaraliða þrisvar. Eftir að ferlinum lauk lenti Muller í óreglu um tíma en gamlir liðsfélagar hans í Bayern hjálpuðu honum aftur á rétta braut. Hann starfaði fyrir Bayern sem þjálfari varaliðsins og var algjör goðsögn innan félagsins. Síðustu ár hefur Muller glímt við Alzheimers sjúkdóminn en hann greindist með hann árið 2015. Fréttin hefur verið uppfærð. Muller var heiðraður af Bayern þegar leikinn var æfingaleikur milli FC Bayern og hollenska landsliðsins árið 2011. Vísir/Getty
Þýski boltinn Fótbolti Andlát Þýskaland Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Sjá meira