Leiðarar úr leið Tómas Guðbjartsson skrifar 14. ágúst 2021 18:00 Leiðarar stærstu dagblaða landsins sl. sólarhring valda miklum vonbrigðum - og sýna vanmat á því ástandi sem skapast hefur vegna Covid-19 á Íslandi. Leiðarahöfundar virðast telja að bólusetning flestra fullorðinna hérlendis þýði að „alvarleg veikindi séu sjaldgæf“ og „verndi okkur nær algjörlega við ótímabærum dauðdaga“. Þetta stenst ekki skoðun. Nú liggja 30 sjúklingar á Landspítala vegna Covid, þar af 7 í lífshættu á gjörgæslu, flestir þeirra í öndunarvél. Fjórir gjörgæslusjúklinganna eru fullbólusettir. Af þeim 73 sjúklingum sem lagst hafa inn í fjórðu bylgju faraldursins hafa 2/3 verið bólusettir. Þetta sýnir svart á hvítu að bólusetning er engan vegin fullkomin vörn gegn alvarlegum veikindum, hvorki hér á landi né erlendis. Í sömu dagblöðum eru í dag fréttir af krítisku ástandi vegna Covid víða um heim, m.a. frá nánast fullbólusettu Ísrael og í Rússlandi hafa aldrei fleiri látist en i deiltabylgju Covid. Það að Danir og Bretar séu að aflétta takmörkunum hjá sér hefur sáralítið vægi hér á landi, enda aðstæður þar allt aðrar og þeir heldur ekki alltaf tekið réttar ákvarðanir í fyrri bylgjum faraldursins. Vegna ástandsins nú er Landspítalinn á hættustigi og stefnir á neyðarstig - sem er full ástæða til því öll gjörgæslan í Fossvogi sinnir nú Covid-sjúklingum og hálf gjörgæslan við Hringbraut. Þetta ástand er algjörlega óásættanlegt og bitnar á sjúklingum sem ekki hafa Covid og þurfa hálfbráðar aðgerðir sem krefjast gjörgæslu, t.d. vegna hjartasjúkdóma og krabbameina. Bið þessara sjúklinga er vægast sagt óæskileg. Í þessum töluðu orðum er verið að kalla inn bæði hjúkrunarfræðinga og lækna úr langþráðu sumarfríi til að sinna Covid-sjúklingum sem berjast fyrir lífi sýnu. Fyrir þeim eru þessir leiðarar beiskt meðal sem er vont að kyngja - og skilaboðin úr leið. Það má heldur ekki gleymast í umræðunni að ef veirunni er sleppt lausri þá aukast likur á því að starfsfólk á LSH sýkist. Þótt veikindin yrðu líklega væg þá gætu sömu einstaklingar ekki sinnt vinnu sinni, t.d. á gjörgæslu eða í fámenn teymum eins og okkar hjarta- og heilaskurðlækna. Þar stöndum við vaktina allan sólarhringinn árið um kring og megum illa við bráðsmitandi Covid-sýningu. Vonandi mun það ekki trufla skynsamlegar ákvarðanir íslenskra sóttvarnayfirvalda að stutt er í kosningar - en hingað til hafa þau haldið haus og tekið ákvarðanir sem hafa leitt okkur áfram, landi og þjóð til heilla. Höfundur er hjartaskurðlæknir og prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Sjá meira
Leiðarar stærstu dagblaða landsins sl. sólarhring valda miklum vonbrigðum - og sýna vanmat á því ástandi sem skapast hefur vegna Covid-19 á Íslandi. Leiðarahöfundar virðast telja að bólusetning flestra fullorðinna hérlendis þýði að „alvarleg veikindi séu sjaldgæf“ og „verndi okkur nær algjörlega við ótímabærum dauðdaga“. Þetta stenst ekki skoðun. Nú liggja 30 sjúklingar á Landspítala vegna Covid, þar af 7 í lífshættu á gjörgæslu, flestir þeirra í öndunarvél. Fjórir gjörgæslusjúklinganna eru fullbólusettir. Af þeim 73 sjúklingum sem lagst hafa inn í fjórðu bylgju faraldursins hafa 2/3 verið bólusettir. Þetta sýnir svart á hvítu að bólusetning er engan vegin fullkomin vörn gegn alvarlegum veikindum, hvorki hér á landi né erlendis. Í sömu dagblöðum eru í dag fréttir af krítisku ástandi vegna Covid víða um heim, m.a. frá nánast fullbólusettu Ísrael og í Rússlandi hafa aldrei fleiri látist en i deiltabylgju Covid. Það að Danir og Bretar séu að aflétta takmörkunum hjá sér hefur sáralítið vægi hér á landi, enda aðstæður þar allt aðrar og þeir heldur ekki alltaf tekið réttar ákvarðanir í fyrri bylgjum faraldursins. Vegna ástandsins nú er Landspítalinn á hættustigi og stefnir á neyðarstig - sem er full ástæða til því öll gjörgæslan í Fossvogi sinnir nú Covid-sjúklingum og hálf gjörgæslan við Hringbraut. Þetta ástand er algjörlega óásættanlegt og bitnar á sjúklingum sem ekki hafa Covid og þurfa hálfbráðar aðgerðir sem krefjast gjörgæslu, t.d. vegna hjartasjúkdóma og krabbameina. Bið þessara sjúklinga er vægast sagt óæskileg. Í þessum töluðu orðum er verið að kalla inn bæði hjúkrunarfræðinga og lækna úr langþráðu sumarfríi til að sinna Covid-sjúklingum sem berjast fyrir lífi sýnu. Fyrir þeim eru þessir leiðarar beiskt meðal sem er vont að kyngja - og skilaboðin úr leið. Það má heldur ekki gleymast í umræðunni að ef veirunni er sleppt lausri þá aukast likur á því að starfsfólk á LSH sýkist. Þótt veikindin yrðu líklega væg þá gætu sömu einstaklingar ekki sinnt vinnu sinni, t.d. á gjörgæslu eða í fámenn teymum eins og okkar hjarta- og heilaskurðlækna. Þar stöndum við vaktina allan sólarhringinn árið um kring og megum illa við bráðsmitandi Covid-sýningu. Vonandi mun það ekki trufla skynsamlegar ákvarðanir íslenskra sóttvarnayfirvalda að stutt er í kosningar - en hingað til hafa þau haldið haus og tekið ákvarðanir sem hafa leitt okkur áfram, landi og þjóð til heilla. Höfundur er hjartaskurðlæknir og prófessor.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun