Hermenn gefast upp í hrönnum Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2021 15:31 Talibanar standa vörð um hermenn sem gáfust upp í borginni Ghazni í dag. Talibanar hafa tekkð minnst fjórar héraðshöfuðborgir í dag. AP/Gulabuddin Amiri Hundruð afganskra hermanna og yfirmenn þeirra gáfust upp fyrir vígamönnum Talibana í morgun. Það gerðu þeir í vestur- og suðurhluta landsins eftir að Talibanar tóku margar mikilvægar borgir. Í borginni Herat féll heil herdeild stjórnarhersins saman þegar hundruð hermanna afhentu Talibönum vopn sín og aðrir flúðu. Herdeildin var umkringd í herstöð í jaðri borgarinnar og eru viðræður um uppgjöf sagðar hafa byrjað í gærkvöldi eftir að borgin féll. Í frétt Washington Post segir að æðstu ráðamenn héraðsins hafi samið við Talibana í skiptum fyrir vernd. Hundruð hermanna til viðbótar gáfust upp í Helmand-héraði og veittu Talibönum stjórn á héraðshöfuðborginni Lashkar Gah. Kandahar hefur einnig fallið í hendur Talibana en hún og Herat eru stærstu borgir landsins, að Kabúl undanskilinni. Í Kandahar hafa fregnir borist af því að þúsundir hermanna hafi lagt niður vopn sín. pic.twitter.com/LTyzLZpTtO— C4H10FO2P (@markito0171) August 13, 2021 Sambærilegar sögur af uppgjöfum hermanna hafa borist víðar frá Afganistan. AP fréttaveitan segir Talibana stjórna um tveimur þriðju landsins og stórsókn þeirra síðustu vikuna sé ætlað að einangra Kabúl, höfuðborg landsins. Talibanar ógna borginni ekki beint enn en í dag tóku þeir héraðshöfuðborg sem er í einungis 50 kílómetra fjarlægð frá Kabúl. Friðarviðleitni og viðræður erindreka ríkisstjórnar Afganistans og bakhjarla hennar annars vegar og Talibana hins vegar hafa engum árangri skilað. Þær standa þó enn yfir. Reuters fréttaveitan hefur eftir heimildarmönnum sínum í Bandaríkjunum að þar á bæ sé óttast að Talibanar geti ráðist á Kabúl á næstu dögum. Ríki heimsins eru að loka sendiráðum sínum í Kabúl og flytja borgara sína á brott. Bandaríkin sendu í dag um þrjú þúsund hermenn til að aðstoða við flutningana og Bretar sendur sex hundruð hermenn. Þá sendu Kanadamenn sérsveitir til Kabúl sem eiga að hjálpa við að tæma sendiráð Kanada þar. Danir og Norðmenn hafa í dag ákveðið að loka sendiráðum sínum í Kabúl og flytja borgara sína á brott. Herinn rotinn innan frá Sérfræðingur segir í samtali við blaðamann AP að stjórnarher Afganistans hafi verið rotinn innan frá vegna spillingar og vanhæfni. Hermenn séu flestir illa búnir, lítið þjálfaðir og með takmarkaðan baráttuvilja. Samhliða versnandi ástands innan hersins hafi Talibanar varið áratugi í að taka stjórn á dreifðari byggðum Afganistan og undirbúa sig fyrir þá sókn sem hófst eftir að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann myndi flytja alla hermenn frá Afganistan fyrir september. Þá segir hann að sókn Talibana geri stjórnarhernum erfitt að flytja birgðir og liðsauka um landið og að ríkisstjórn landsins muni leggja alla áherslu á að verja Kabúl. „Hvaða sveitir sem eftir eru í nánd við Kabúl munu verða notaðar til að verja borgina,“ segir Bill Rogio. Hann segir að stjórnarherinn muni líklegast ekki geta rekið Talibana frá þeim héruðum sem vígamennirnir hafa þegar náð, án þess að eitthvað mikið breytist. Talið er að um 400 þúsund manns hafi þurft að flýja heimili sín í Afganistan á þessu ári. Hér má sjá börn að leik í almenningsgarði í Kabúl sem orðinn er að flóttamannabúðum.AP/Rahmat Gul Á þessu ári er talið að um 400 þúsund borgarar hafi þurft að flýja heimili sín í Afganistan og þar af 250 þúsund frá því í maí. Sameinuðu þjóðirnar vara við því að ástandið í landinu beri merki þess að stefna í mannúðar-neyðarástand. Áhugasamir geta kynnt sér fréttaskýringu Al Jazeera á því hverjir Talibanar eru, sem var gerð í kjölfar þess að Biden tilkynnti áðurnefnda ákvörðun sína um að fara frá Afganistan. Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Náðu tveimur lykilborgum í kvöld Talibanar hertóku í kvöld tvær stórar borgir í Afganistan, þær næststærstu á eftir höfuðborginni Kabul. Herlið talibana þrengir stöðugt að höfuðborginni og hefur nú náð yfirráðum í 12 af 34 héraðshöfuðborgum landsins á innan við viku. 13. ágúst 2021 00:02 Valta yfir stjórnarherinn: Ríkisstjórnin býðst til að deila völdum með Talibönum Vígamenn Talibana náðu í morgun tökum á þeirra tíundu héraðshöfuðborg í Afganistan. Á undanfarinni viku virðast Talibanar hafa valtað yfir stjórnarher landsins og sveitir stríðsherra sem styðja ríkisstjórnina. 12. ágúst 2021 12:45 Þúsundir leita skjóls í Kabúl en enda á götunni Þúsundir manna hafa flúið heimili sín víðs vegar um Afganistan undan stórsókn Talibana til höfuðborgarinnar Kabúl. 12. ágúst 2021 06:47 Biden segir Afgana þurfa að berjast fyrir landinu sínu Joe Biden forseti Bandaríkjanna segist ekki sjá eftir að hafa kallað herlið Bandaríkjamanna í Afganistan heim þótt Talibanar hafi að undanförnu náð hverri héraðshöfuðborg landsins á sitt vald. 11. ágúst 2021 06:39 Lofa öllu fögru en halda áfram að ógna og myrða Talibanar munu ekki semja um frið fyrr en Ashraf Ghani, núverandi forseti, fer frá völdum og ný ríkisstjórn verði mynduð. Þeir segjast ekki vilja stjórna einir þar sem engum hafi tekist það til lengri tíma. 24. júlí 2021 09:02 Talibanar skutu 22 hermenn sem gáfust upp Vígamenn Talibana tóku minnst 22 afganskra sérsveitarmenn af lífi eftir að þeir gáfust upp. Þetta var í bænum Dawlat Abad í síðasta mánuði en myndbönd af aftökunni hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. 13. júlí 2021 16:49 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Í borginni Herat féll heil herdeild stjórnarhersins saman þegar hundruð hermanna afhentu Talibönum vopn sín og aðrir flúðu. Herdeildin var umkringd í herstöð í jaðri borgarinnar og eru viðræður um uppgjöf sagðar hafa byrjað í gærkvöldi eftir að borgin féll. Í frétt Washington Post segir að æðstu ráðamenn héraðsins hafi samið við Talibana í skiptum fyrir vernd. Hundruð hermanna til viðbótar gáfust upp í Helmand-héraði og veittu Talibönum stjórn á héraðshöfuðborginni Lashkar Gah. Kandahar hefur einnig fallið í hendur Talibana en hún og Herat eru stærstu borgir landsins, að Kabúl undanskilinni. Í Kandahar hafa fregnir borist af því að þúsundir hermanna hafi lagt niður vopn sín. pic.twitter.com/LTyzLZpTtO— C4H10FO2P (@markito0171) August 13, 2021 Sambærilegar sögur af uppgjöfum hermanna hafa borist víðar frá Afganistan. AP fréttaveitan segir Talibana stjórna um tveimur þriðju landsins og stórsókn þeirra síðustu vikuna sé ætlað að einangra Kabúl, höfuðborg landsins. Talibanar ógna borginni ekki beint enn en í dag tóku þeir héraðshöfuðborg sem er í einungis 50 kílómetra fjarlægð frá Kabúl. Friðarviðleitni og viðræður erindreka ríkisstjórnar Afganistans og bakhjarla hennar annars vegar og Talibana hins vegar hafa engum árangri skilað. Þær standa þó enn yfir. Reuters fréttaveitan hefur eftir heimildarmönnum sínum í Bandaríkjunum að þar á bæ sé óttast að Talibanar geti ráðist á Kabúl á næstu dögum. Ríki heimsins eru að loka sendiráðum sínum í Kabúl og flytja borgara sína á brott. Bandaríkin sendu í dag um þrjú þúsund hermenn til að aðstoða við flutningana og Bretar sendur sex hundruð hermenn. Þá sendu Kanadamenn sérsveitir til Kabúl sem eiga að hjálpa við að tæma sendiráð Kanada þar. Danir og Norðmenn hafa í dag ákveðið að loka sendiráðum sínum í Kabúl og flytja borgara sína á brott. Herinn rotinn innan frá Sérfræðingur segir í samtali við blaðamann AP að stjórnarher Afganistans hafi verið rotinn innan frá vegna spillingar og vanhæfni. Hermenn séu flestir illa búnir, lítið þjálfaðir og með takmarkaðan baráttuvilja. Samhliða versnandi ástands innan hersins hafi Talibanar varið áratugi í að taka stjórn á dreifðari byggðum Afganistan og undirbúa sig fyrir þá sókn sem hófst eftir að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann myndi flytja alla hermenn frá Afganistan fyrir september. Þá segir hann að sókn Talibana geri stjórnarhernum erfitt að flytja birgðir og liðsauka um landið og að ríkisstjórn landsins muni leggja alla áherslu á að verja Kabúl. „Hvaða sveitir sem eftir eru í nánd við Kabúl munu verða notaðar til að verja borgina,“ segir Bill Rogio. Hann segir að stjórnarherinn muni líklegast ekki geta rekið Talibana frá þeim héruðum sem vígamennirnir hafa þegar náð, án þess að eitthvað mikið breytist. Talið er að um 400 þúsund manns hafi þurft að flýja heimili sín í Afganistan á þessu ári. Hér má sjá börn að leik í almenningsgarði í Kabúl sem orðinn er að flóttamannabúðum.AP/Rahmat Gul Á þessu ári er talið að um 400 þúsund borgarar hafi þurft að flýja heimili sín í Afganistan og þar af 250 þúsund frá því í maí. Sameinuðu þjóðirnar vara við því að ástandið í landinu beri merki þess að stefna í mannúðar-neyðarástand. Áhugasamir geta kynnt sér fréttaskýringu Al Jazeera á því hverjir Talibanar eru, sem var gerð í kjölfar þess að Biden tilkynnti áðurnefnda ákvörðun sína um að fara frá Afganistan.
Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Náðu tveimur lykilborgum í kvöld Talibanar hertóku í kvöld tvær stórar borgir í Afganistan, þær næststærstu á eftir höfuðborginni Kabul. Herlið talibana þrengir stöðugt að höfuðborginni og hefur nú náð yfirráðum í 12 af 34 héraðshöfuðborgum landsins á innan við viku. 13. ágúst 2021 00:02 Valta yfir stjórnarherinn: Ríkisstjórnin býðst til að deila völdum með Talibönum Vígamenn Talibana náðu í morgun tökum á þeirra tíundu héraðshöfuðborg í Afganistan. Á undanfarinni viku virðast Talibanar hafa valtað yfir stjórnarher landsins og sveitir stríðsherra sem styðja ríkisstjórnina. 12. ágúst 2021 12:45 Þúsundir leita skjóls í Kabúl en enda á götunni Þúsundir manna hafa flúið heimili sín víðs vegar um Afganistan undan stórsókn Talibana til höfuðborgarinnar Kabúl. 12. ágúst 2021 06:47 Biden segir Afgana þurfa að berjast fyrir landinu sínu Joe Biden forseti Bandaríkjanna segist ekki sjá eftir að hafa kallað herlið Bandaríkjamanna í Afganistan heim þótt Talibanar hafi að undanförnu náð hverri héraðshöfuðborg landsins á sitt vald. 11. ágúst 2021 06:39 Lofa öllu fögru en halda áfram að ógna og myrða Talibanar munu ekki semja um frið fyrr en Ashraf Ghani, núverandi forseti, fer frá völdum og ný ríkisstjórn verði mynduð. Þeir segjast ekki vilja stjórna einir þar sem engum hafi tekist það til lengri tíma. 24. júlí 2021 09:02 Talibanar skutu 22 hermenn sem gáfust upp Vígamenn Talibana tóku minnst 22 afganskra sérsveitarmenn af lífi eftir að þeir gáfust upp. Þetta var í bænum Dawlat Abad í síðasta mánuði en myndbönd af aftökunni hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. 13. júlí 2021 16:49 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Náðu tveimur lykilborgum í kvöld Talibanar hertóku í kvöld tvær stórar borgir í Afganistan, þær næststærstu á eftir höfuðborginni Kabul. Herlið talibana þrengir stöðugt að höfuðborginni og hefur nú náð yfirráðum í 12 af 34 héraðshöfuðborgum landsins á innan við viku. 13. ágúst 2021 00:02
Valta yfir stjórnarherinn: Ríkisstjórnin býðst til að deila völdum með Talibönum Vígamenn Talibana náðu í morgun tökum á þeirra tíundu héraðshöfuðborg í Afganistan. Á undanfarinni viku virðast Talibanar hafa valtað yfir stjórnarher landsins og sveitir stríðsherra sem styðja ríkisstjórnina. 12. ágúst 2021 12:45
Þúsundir leita skjóls í Kabúl en enda á götunni Þúsundir manna hafa flúið heimili sín víðs vegar um Afganistan undan stórsókn Talibana til höfuðborgarinnar Kabúl. 12. ágúst 2021 06:47
Biden segir Afgana þurfa að berjast fyrir landinu sínu Joe Biden forseti Bandaríkjanna segist ekki sjá eftir að hafa kallað herlið Bandaríkjamanna í Afganistan heim þótt Talibanar hafi að undanförnu náð hverri héraðshöfuðborg landsins á sitt vald. 11. ágúst 2021 06:39
Lofa öllu fögru en halda áfram að ógna og myrða Talibanar munu ekki semja um frið fyrr en Ashraf Ghani, núverandi forseti, fer frá völdum og ný ríkisstjórn verði mynduð. Þeir segjast ekki vilja stjórna einir þar sem engum hafi tekist það til lengri tíma. 24. júlí 2021 09:02
Talibanar skutu 22 hermenn sem gáfust upp Vígamenn Talibana tóku minnst 22 afganskra sérsveitarmenn af lífi eftir að þeir gáfust upp. Þetta var í bænum Dawlat Abad í síðasta mánuði en myndbönd af aftökunni hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. 13. júlí 2021 16:49