Fjórtán ára með þrjátíu sláttugarða í áskrift á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. ágúst 2021 20:11 Böðvar er með um 30 garða í áskrift á Selfossi, sem hann slær reglulega. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjórtán ára strákur á Selfossi hefur haft nóg að gera í sumar við að slá garða fyrir íbúa bæjarins. Hann fer á milli húsa á vespunni sinni með sláttuvélina á kerru aftan í. Mikil ánægja er með þjónustu stráksins. Böðvar Thor Guðmundsson dó ekki ráðalaus í sumar þegar hann var að spá í hvað hann ætti að gera til að afla sér peninga. Hann ákvað að bjóða upp á slátt í görðum á Selfossi. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Hann setur grasið líka í poka og kemur því í burtu. „Þetta hefur bara gengið mjög vel. Ég er að slá svona þrjátíu garða í áskrift á tveggja vikna fresti. Ég var að nota áður sláttuvélina hjá afa mínum og hann smíðaði kerru fyrir mig sem ég festi aftan í vespu þar sem ég keyri um og slæ garða fyrir fólk en nú er ég með nýja og kraftmeiri vél“, segir Böðvar. Böðvari hefur gengið vel að slá í sumar og er duglegur að safna sér peningum, sem fara væntanlega í kaup á bíl þegar hann verður 17 ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig datt honum í hug að fara út í þessa vinnu? „Þetta byrjaði fyrst með því að slá hjá afa og ömmu og síðan hjá frænku minni og síðan poppaði upp einhver hugmynd um að ég færi að bjóða upp á þessa þjónustu og ég ákvað því bara að slá til.“ En hvað ætlar Böðvar að gera við peningana, sem hann hefur safnað í sumar í slættinum ? „Ég er aðallega að safna núna en það endar sennilega bara með því að ég kaupi mér bíl þegar ég verð orðinn 17 ára,“ segir Böðvar. Mikil ánægja er með sláttinn hjá Böðvari hjá viðskiptavinum hans. „Já, þetta er bara til fyrirmyndar og frábært að sjá hvað Böðvar er að standa sig vel og er samviskusamur. Það er líka gaman að geta styrkt unga fólkið með því að fá hann til að slá,“ segir Kristinn Gunnarsson í tjarnahverfinu á Selfossi. Kristinn Gunnarsson gefur Böðvari sín bestu meðmæli í slættinum. Árborg Krakkar Garðyrkja Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Böðvar Thor Guðmundsson dó ekki ráðalaus í sumar þegar hann var að spá í hvað hann ætti að gera til að afla sér peninga. Hann ákvað að bjóða upp á slátt í görðum á Selfossi. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Hann setur grasið líka í poka og kemur því í burtu. „Þetta hefur bara gengið mjög vel. Ég er að slá svona þrjátíu garða í áskrift á tveggja vikna fresti. Ég var að nota áður sláttuvélina hjá afa mínum og hann smíðaði kerru fyrir mig sem ég festi aftan í vespu þar sem ég keyri um og slæ garða fyrir fólk en nú er ég með nýja og kraftmeiri vél“, segir Böðvar. Böðvari hefur gengið vel að slá í sumar og er duglegur að safna sér peningum, sem fara væntanlega í kaup á bíl þegar hann verður 17 ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig datt honum í hug að fara út í þessa vinnu? „Þetta byrjaði fyrst með því að slá hjá afa og ömmu og síðan hjá frænku minni og síðan poppaði upp einhver hugmynd um að ég færi að bjóða upp á þessa þjónustu og ég ákvað því bara að slá til.“ En hvað ætlar Böðvar að gera við peningana, sem hann hefur safnað í sumar í slættinum ? „Ég er aðallega að safna núna en það endar sennilega bara með því að ég kaupi mér bíl þegar ég verð orðinn 17 ára,“ segir Böðvar. Mikil ánægja er með sláttinn hjá Böðvari hjá viðskiptavinum hans. „Já, þetta er bara til fyrirmyndar og frábært að sjá hvað Böðvar er að standa sig vel og er samviskusamur. Það er líka gaman að geta styrkt unga fólkið með því að fá hann til að slá,“ segir Kristinn Gunnarsson í tjarnahverfinu á Selfossi. Kristinn Gunnarsson gefur Böðvari sín bestu meðmæli í slættinum.
Árborg Krakkar Garðyrkja Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira