Viðskipti innlent

Vilja fá upplýsingar um sátt Eimskips við Samkeppniseftirlitið

Heimir Már Pétursson skrifar
Rannsóknin hófst með húsleit í september 2013 í kjölfar ábendinga frá bæði viðskiptavinum og keppinautum Eimskips og Samskipa.
Rannsóknin hófst með húsleit í september 2013 í kjölfar ábendinga frá bæði viðskiptavinum og keppinautum Eimskips og Samskipa. Vísir/Vilhelm

Nokkur af stærri innflutningsfyrirtækjum landsins, þeirra á meðal félagsmenn í Félagi atvinnurekenda, hafa sent Samkeppniseftirlitinu beiðni um upplýsingar vegna sáttar Eimskips við eftirlitið, sem birt var um miðjan júní.

Í tilkynningu frá Félagi atvinnurekenda segir að með sáttinni hafi Eimskip viðurkennt alvarleg brot á samkeppnislögum sem fólust í samráði við keppinautinn Samskip, m.a. um skiptingu markaða eftir stærri viðskiptavinum og um álagningu gjalda og afsláttarkjör í flutningaþjónustu. 

Páll Rúnar Kristjánsson, lögmaður Félags atvinnurekenda, segir að brotin alvarleg og fyrirtækin hljóti að skoða bótarétt sinn. Félagið fari fram á að fá aðgang að gögnum málsins hjá Samkeppnisefnirlitinu í heild sinni en til vara þeim gögnum sem varði einstaka fyrirtæki.

Rannsókn á þætti Samskipa stendur enn og hefur fyrirtækið ekki viðurkennt samkeppnisbrot sín, segir í tilkynningu Félags atvinnurekenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×