„Þetta snýst svolítið um að pína sig áfram“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. ágúst 2021 19:31 Arna Sigríður fer á sína fyrstu leika sem hefjast í Tókýó síðar í mánuðinum. Arna Sigríður Albertsdóttir er á meðal þeirra íslensku íþróttamanna sem halda til Tókýó að keppa á Ólympíumóti fatlaðra, Paralympics. Hún mun keppa í handahjólreiðum á leikunum. Arna Sigríður hlaut mænuskaða þegar hún lenti í skíðaslysi fyrir 14 árum. Hún hóf að æfa handahjólreiðar fyrir rúmum sex árum og fer nú á sína fyrstu leika. Hún ryður brautina er hún verður fyrst Íslendinga til að keppa í hjólreiðum. „Ég er bara mjög vel undirbúin miðað við ástandið, það hefði kannski getað verið betra og ég hef lítið keppt síðustu ár út af ástandinu. En fyrir utan það er ég bara mjög góð.“ „Það er auðvitað kannski smá erfitt að æfa hjólreiðar á Íslandi þegar það er stundum bara rigning og kalt. En það hefur verið bara ágætt, ég hef verið að hjóla mikið inni eins og aðrir hjólarar á Íslandi. Það besta sem ég kemst í er svo að komast út til að æfa og keppa.“ segir Arna. Klippa: Arna Sigríður Albertsdóttir En hvað er mest krefjandi við handahjólreiðarnar? „Það er ótrúlega margt sem er krefjandi. Brautin sem ég er að fara að keppa á núna er svolítið brött, það eru margar brekkur og beygjur, það er svolítið krefjandi. En svo er þetta náttúrulega úthaldsíþrótt sem krefst mikilla æfinga og langra æfinga. Þetta snýst svolítið um að pína sig áfram.“ segir Arna sem var þá spurð hvort það krefðist ekki andlegs styrks að geta pínt sig áfram með þeim hætti. „Maður þarf að byggja hann upp líka. Það byggist upp með hjólinu alveg eins og líkamlegi styrkurinn.“ Arna Sigríður segir þá ætla að halda væntingum til hófs á komandi leikum, sem eru hennar fyrstu. „Ég ætla að hafa svona frekar hóflegar væntingar af því að þetta eru mínir fyrstu leikar og ég komst svona frekar óvænt inn. Auðvitað vil ég vera með þeim bestu og ég er ekkert að fara út bara til að vera með, alls ekki,“ segir Arna Sigríður sem mun taka þátt í hjólreiðakeppni á leikunum 31. ágúst og 1. september. Viðtal Guðjóns Guðmundssonar úr Sportpakka kvöldsins við Örnu Sigríði má sjá í spilaranum að ofan. Hjólreiðar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira
Arna Sigríður hlaut mænuskaða þegar hún lenti í skíðaslysi fyrir 14 árum. Hún hóf að æfa handahjólreiðar fyrir rúmum sex árum og fer nú á sína fyrstu leika. Hún ryður brautina er hún verður fyrst Íslendinga til að keppa í hjólreiðum. „Ég er bara mjög vel undirbúin miðað við ástandið, það hefði kannski getað verið betra og ég hef lítið keppt síðustu ár út af ástandinu. En fyrir utan það er ég bara mjög góð.“ „Það er auðvitað kannski smá erfitt að æfa hjólreiðar á Íslandi þegar það er stundum bara rigning og kalt. En það hefur verið bara ágætt, ég hef verið að hjóla mikið inni eins og aðrir hjólarar á Íslandi. Það besta sem ég kemst í er svo að komast út til að æfa og keppa.“ segir Arna. Klippa: Arna Sigríður Albertsdóttir En hvað er mest krefjandi við handahjólreiðarnar? „Það er ótrúlega margt sem er krefjandi. Brautin sem ég er að fara að keppa á núna er svolítið brött, það eru margar brekkur og beygjur, það er svolítið krefjandi. En svo er þetta náttúrulega úthaldsíþrótt sem krefst mikilla æfinga og langra æfinga. Þetta snýst svolítið um að pína sig áfram.“ segir Arna sem var þá spurð hvort það krefðist ekki andlegs styrks að geta pínt sig áfram með þeim hætti. „Maður þarf að byggja hann upp líka. Það byggist upp með hjólinu alveg eins og líkamlegi styrkurinn.“ Arna Sigríður segir þá ætla að halda væntingum til hófs á komandi leikum, sem eru hennar fyrstu. „Ég ætla að hafa svona frekar hóflegar væntingar af því að þetta eru mínir fyrstu leikar og ég komst svona frekar óvænt inn. Auðvitað vil ég vera með þeim bestu og ég er ekkert að fara út bara til að vera með, alls ekki,“ segir Arna Sigríður sem mun taka þátt í hjólreiðakeppni á leikunum 31. ágúst og 1. september. Viðtal Guðjóns Guðmundssonar úr Sportpakka kvöldsins við Örnu Sigríði má sjá í spilaranum að ofan.
Hjólreiðar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira