Nítján ára vann yfirburðasigur á Akureyri - Tvö gull til GKG Arnar Geir Halldórsson skrifar 8. ágúst 2021 17:41 Íslandsmeistarar 2021. golf.is Hulda Clara Gestsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er Íslandsmeistari í golfi eftir frábæra frammistöðu á Jaðarsvelli á Akureyri undanfarna daga. Keppni í kvennaflokki lauk nú rétt í þessu í blíðviðri á Akureyri. Mætti segja að hin nítján ára gamla Hulda Clara hafi átt sigurinn vísan áður en kom að lokahringnum í dag þar sem hún byrjaði mótið frábærlega og var með átta högga forystu fyrir daginn í dag. Hulda Clara lauk keppni á samtals tveimur höggum yfir pari en hún lék á sex höggum yfir pari á lokahringnum í dag. Ragnhildur Kristinsdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur, hafnaði í öðru sæti á samtals níu höggum yfir pari. Aron Snær Íslandsmeistari í fyrsta sinn Það var sömuleiðis nýr sigurvegari í karlaflokki þar sem Aron Snær Júlíusson, úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, bar sigur úr býtum eftir nokkuð harða keppni. Aron Snær lék vel í dag og lauk keppni á samtals sex höggum undir pari en Jóhannes Guðmundsson, Golfklúbbi Reykjavíkur, varð annar á samtals tveimur höggum undir pari. Fara því báðir Íslandsmeistaratitlarnir í ár til Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Golf Íslandsmótið í golfi Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Keppni í kvennaflokki lauk nú rétt í þessu í blíðviðri á Akureyri. Mætti segja að hin nítján ára gamla Hulda Clara hafi átt sigurinn vísan áður en kom að lokahringnum í dag þar sem hún byrjaði mótið frábærlega og var með átta högga forystu fyrir daginn í dag. Hulda Clara lauk keppni á samtals tveimur höggum yfir pari en hún lék á sex höggum yfir pari á lokahringnum í dag. Ragnhildur Kristinsdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur, hafnaði í öðru sæti á samtals níu höggum yfir pari. Aron Snær Íslandsmeistari í fyrsta sinn Það var sömuleiðis nýr sigurvegari í karlaflokki þar sem Aron Snær Júlíusson, úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, bar sigur úr býtum eftir nokkuð harða keppni. Aron Snær lék vel í dag og lauk keppni á samtals sex höggum undir pari en Jóhannes Guðmundsson, Golfklúbbi Reykjavíkur, varð annar á samtals tveimur höggum undir pari. Fara því báðir Íslandsmeistaratitlarnir í ár til Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar.
Golf Íslandsmótið í golfi Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira