Ótrúlegur endasprettur skilaði Hassan öðru gulli hennar á leikunum Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2021 14:31 Hassan kemur fyrst í mark í hlaupi dagsins. Patrick Smith/Getty Images Hollenska hlaupakonan Sifan Hassan fagnaði sigri í 10 þúsund metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Tókýó í hádeginu. Hún vann þar með til sinna þriðju verðlauna á leikunum. Hassan þótti á meðal þeirra sigurstranglegustu í hlaupinu en hún fagnaði sigri í greininni á HM 2019. Hún hefur þó tekið þátt í tveimur öðrum greinum fyrr á leikunum og var því spurning um hvort þreyta myndi segja til sín á lokadegi frjálsíþróttanna í dag. Hin eþíópíska Letesenbet Gidey leiddi hlaupið lengi vel en var með Hassan andandi ofan í hálsmálið á sér. Í bakinu á þeirri hollensku var hin eþíópíska Kalkidan Gezahegne sem keppir undir fána Barein. Aðrar konur höfðu helst úr lestinni og ljóst að þetta yrði þriggja hesta hlaup. Gidey leiddi þegar komið var á lokahring og jók hraðann. Þegar hringurinn var rúmlega hálfnaður missti hún hins vegar dampinn þegar þær þrjár hringuðu hóp kvenna sem ekki færði sig til hliðar. Gidey var innst á brautinni og þurfti því að hafa meira fyrir því að fara út fyrir hópinn. Hassan nýtti tækifærið og skaust fram úr henni, sem og Gezahegne. Gidey stífnaði þá upp og kom þriðja í mark langt á eftir þeim stöllum. Hassan spretti á svakalegum hraða í mark og gaf þeirri bareinsku aldrei möguleika, þrátt fyrir að hún hafi reynt sitt besta að halda í við þá hollensku. Hassan kom í mark á 29 mínútum og 55,33 sekúndum. Hún keyrði sig út og sást liggjandi lengi vel á brautinni eftir að hafa komið í mark. Hún var gjörsamlega örmagna eftir lokasprettinn í hitanum í Tókýó. Hassan hlaut sitt annað gull á leikunum og þriðju verðlaun í heild. Áður vann hún gull í 5000 metrum og hlaut brons í 1500 metra hlaupi. Hassan steinlá eftir endasprettinn.Cameron Spencer/Getty Images Hlaup Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Risamaraþon heimsins nú orðin sjö eftir að eitt bættist í hópinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Steinunn og Ingimar Íslandsmeistarar í CrossFit: „Stolt af sjálfri mér“ Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Dagskráin í dag: Glódís getur komist á toppinn Kennir sjálfum sér um uppsögnina Eygló best allra á EM og Erla fékk þrjú brons Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Sjá meira
Hassan þótti á meðal þeirra sigurstranglegustu í hlaupinu en hún fagnaði sigri í greininni á HM 2019. Hún hefur þó tekið þátt í tveimur öðrum greinum fyrr á leikunum og var því spurning um hvort þreyta myndi segja til sín á lokadegi frjálsíþróttanna í dag. Hin eþíópíska Letesenbet Gidey leiddi hlaupið lengi vel en var með Hassan andandi ofan í hálsmálið á sér. Í bakinu á þeirri hollensku var hin eþíópíska Kalkidan Gezahegne sem keppir undir fána Barein. Aðrar konur höfðu helst úr lestinni og ljóst að þetta yrði þriggja hesta hlaup. Gidey leiddi þegar komið var á lokahring og jók hraðann. Þegar hringurinn var rúmlega hálfnaður missti hún hins vegar dampinn þegar þær þrjár hringuðu hóp kvenna sem ekki færði sig til hliðar. Gidey var innst á brautinni og þurfti því að hafa meira fyrir því að fara út fyrir hópinn. Hassan nýtti tækifærið og skaust fram úr henni, sem og Gezahegne. Gidey stífnaði þá upp og kom þriðja í mark langt á eftir þeim stöllum. Hassan spretti á svakalegum hraða í mark og gaf þeirri bareinsku aldrei möguleika, þrátt fyrir að hún hafi reynt sitt besta að halda í við þá hollensku. Hassan kom í mark á 29 mínútum og 55,33 sekúndum. Hún keyrði sig út og sást liggjandi lengi vel á brautinni eftir að hafa komið í mark. Hún var gjörsamlega örmagna eftir lokasprettinn í hitanum í Tókýó. Hassan hlaut sitt annað gull á leikunum og þriðju verðlaun í heild. Áður vann hún gull í 5000 metrum og hlaut brons í 1500 metra hlaupi. Hassan steinlá eftir endasprettinn.Cameron Spencer/Getty Images
Hlaup Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Risamaraþon heimsins nú orðin sjö eftir að eitt bættist í hópinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Steinunn og Ingimar Íslandsmeistarar í CrossFit: „Stolt af sjálfri mér“ Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Dagskráin í dag: Glódís getur komist á toppinn Kennir sjálfum sér um uppsögnina Eygló best allra á EM og Erla fékk þrjú brons Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Sjá meira