Hafa rekið þjálfara Tímanovskaju úr Ólympíuþorpinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2021 07:25 Tímanovskaja er komin til Póllands þar sem henni hefur verið veitt dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Hún telur sig ekki örugga í heimalandinu. EPA-EFE/RADEK PIETRUSZKA POLAND OUT Tveir hvítrússneskir þjálfarar hafa verið reknir úr Ólympíuþorpinu eftir að þeir voru sakaðir um að reyna að senda íþróttamann nauðugan frá Tókýó. Þeir hafa misst allt aðgengi að svæðinu eftir að þjálfarapassar þeirra voru teknir af þeim. Alþjóðaólympíunefndin hefur staðfest að Artur Sjímak og Yury Maísevits hafi þegar yfirgefið Ólympíuþorpið. Þeir voru yfirþjálfarar spretthlauparans Krystsínu Tímanovskaju sem vakti alþjóðlega athygli fyrir tæpri viku síðan þegar hún neitaði að fara um borð í flugvél á leið til Hvíta-Rússlands með liðsfélögum sínum. Tímanovskaja leitaði hælis í pólska sendiráðinu í Tókýó þar sem hún hefur fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum og er hún nú komin í öruggt skjól í Póllandi. Tímanovskaja hyggst sækja um pólitískt hæli í Póllandi. Ástæða þess að Tímanovskaja neitaði að fara um borð í flugvélina var sú að þjálfararnir skyndilega tóku hana úr Ólympíuliði Hvíta-Rússlands eftir, að hennar sögn, hún gagnrýndi þá á samfélagsmiðlinum Telegram fyrir að ætla henni að keppa í boðhlaupi. Beindi sjónum að versnandi ástandi í Hvíta-Rússlandi Tímanovskaja fór á Ólympíuleikana til að keppa í spretthlaupi en var skyndilega skráð í boðhlaup, að henni óafvitandi, og segir hún ástæðuna þá að liðsmenn í boðhlaupsliðinu hafi vantað keppnisleyfi vegna þess að tilskilin lyfjapróf vantaði. Þjálfararnir hafa neitað því og segja hana hafa verið tekna úr liðinu að læknisráði vegna andlegrar heilsu hennar. Málið er nú til rannsóknar hjá Alþjóðaólympíunefndinni en hefur beint sjónum heimsins aftur að heimalandi hennar. Mikill pólitískur óstöðugleiki hefur verið í Hvíta-Rússlandi undanfarið árið eftir að Alexander Lúkasjenka, forseti landsins, bar sigur úr bítum í forsetakosningum. Margir telja að hann hafi beitt víðtæku kosningasvindli en þetta er sjötta kjörtímabilið sem hann situr við völd, eða frá árinu 1994. Síðan 9. ágúst í fyrra hefur mikil mótmælaalda riðið yfir landið vegna niðurstöðu kosninganna og fjöldi fólks hefur flúið. Hafa skipað sérstaka rannsóknarnefnd Í tilkynningu greindi Alþjóðaólympíunefndin frá því að aðgangspassar þjálfaranna tveggja hafi verið fjarlægðir „til öryggis… fyrir vellíðan íþróttamanna Ólympíunefndar Hvíta-Rússlands sem eru enn í Tókýó,“ sagði í tilkynningunni. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Alþjóðaólympíunefndin hefur kallað til sérstaklega rannsóknarnefnd til að skoða mál Tímanovskaju en báðir þjálfararnir munu fá tækifæri til að tala máli sínu fyrir nefndinni. Forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar Thomas Bach sagði á blaðamannafundi í morgun að nefndin væri ánægð að Tímanovskaja sé komin í öruggt skjól í Póllandi og sagði atvikið hafa verið hræðilegt. Hvíta-Rússland Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48 Timanovskaya farin frá Japan og er á leið til Vínarborgar Spretthlauparinn Krystina Timanovskaya frá Belarús (Hvíta-Rússlandi), sem leitaði hælis í sendiráði Póllands á Ólympíuleikunum í Tókýó, er farin frá Japan. BBC greinir frá því að hún hafi flogið þaðan í morgun að japönskum tíma á leið til Vínarborgar. 4. ágúst 2021 06:56 Alþjóðaólympíunefndin krefst útskýringa af Hvíta-Rússlandi Alþjóðaólympíunefndin hefur krafið Hvíta-Rússland um að skila inn skýrslu síðar í dag um meðferð hvítrússneska Ólympíuliðsins á spretthlaupara, sem flúði lið sitt og leitaði skjóls í pólska sendiráðinu í Tókýó, þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. 3. ágúst 2021 09:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Alþjóðaólympíunefndin hefur staðfest að Artur Sjímak og Yury Maísevits hafi þegar yfirgefið Ólympíuþorpið. Þeir voru yfirþjálfarar spretthlauparans Krystsínu Tímanovskaju sem vakti alþjóðlega athygli fyrir tæpri viku síðan þegar hún neitaði að fara um borð í flugvél á leið til Hvíta-Rússlands með liðsfélögum sínum. Tímanovskaja leitaði hælis í pólska sendiráðinu í Tókýó þar sem hún hefur fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum og er hún nú komin í öruggt skjól í Póllandi. Tímanovskaja hyggst sækja um pólitískt hæli í Póllandi. Ástæða þess að Tímanovskaja neitaði að fara um borð í flugvélina var sú að þjálfararnir skyndilega tóku hana úr Ólympíuliði Hvíta-Rússlands eftir, að hennar sögn, hún gagnrýndi þá á samfélagsmiðlinum Telegram fyrir að ætla henni að keppa í boðhlaupi. Beindi sjónum að versnandi ástandi í Hvíta-Rússlandi Tímanovskaja fór á Ólympíuleikana til að keppa í spretthlaupi en var skyndilega skráð í boðhlaup, að henni óafvitandi, og segir hún ástæðuna þá að liðsmenn í boðhlaupsliðinu hafi vantað keppnisleyfi vegna þess að tilskilin lyfjapróf vantaði. Þjálfararnir hafa neitað því og segja hana hafa verið tekna úr liðinu að læknisráði vegna andlegrar heilsu hennar. Málið er nú til rannsóknar hjá Alþjóðaólympíunefndinni en hefur beint sjónum heimsins aftur að heimalandi hennar. Mikill pólitískur óstöðugleiki hefur verið í Hvíta-Rússlandi undanfarið árið eftir að Alexander Lúkasjenka, forseti landsins, bar sigur úr bítum í forsetakosningum. Margir telja að hann hafi beitt víðtæku kosningasvindli en þetta er sjötta kjörtímabilið sem hann situr við völd, eða frá árinu 1994. Síðan 9. ágúst í fyrra hefur mikil mótmælaalda riðið yfir landið vegna niðurstöðu kosninganna og fjöldi fólks hefur flúið. Hafa skipað sérstaka rannsóknarnefnd Í tilkynningu greindi Alþjóðaólympíunefndin frá því að aðgangspassar þjálfaranna tveggja hafi verið fjarlægðir „til öryggis… fyrir vellíðan íþróttamanna Ólympíunefndar Hvíta-Rússlands sem eru enn í Tókýó,“ sagði í tilkynningunni. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Alþjóðaólympíunefndin hefur kallað til sérstaklega rannsóknarnefnd til að skoða mál Tímanovskaju en báðir þjálfararnir munu fá tækifæri til að tala máli sínu fyrir nefndinni. Forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar Thomas Bach sagði á blaðamannafundi í morgun að nefndin væri ánægð að Tímanovskaja sé komin í öruggt skjól í Póllandi og sagði atvikið hafa verið hræðilegt.
Hvíta-Rússland Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48 Timanovskaya farin frá Japan og er á leið til Vínarborgar Spretthlauparinn Krystina Timanovskaya frá Belarús (Hvíta-Rússlandi), sem leitaði hælis í sendiráði Póllands á Ólympíuleikunum í Tókýó, er farin frá Japan. BBC greinir frá því að hún hafi flogið þaðan í morgun að japönskum tíma á leið til Vínarborgar. 4. ágúst 2021 06:56 Alþjóðaólympíunefndin krefst útskýringa af Hvíta-Rússlandi Alþjóðaólympíunefndin hefur krafið Hvíta-Rússland um að skila inn skýrslu síðar í dag um meðferð hvítrússneska Ólympíuliðsins á spretthlaupara, sem flúði lið sitt og leitaði skjóls í pólska sendiráðinu í Tókýó, þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. 3. ágúst 2021 09:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48
Timanovskaya farin frá Japan og er á leið til Vínarborgar Spretthlauparinn Krystina Timanovskaya frá Belarús (Hvíta-Rússlandi), sem leitaði hælis í sendiráði Póllands á Ólympíuleikunum í Tókýó, er farin frá Japan. BBC greinir frá því að hún hafi flogið þaðan í morgun að japönskum tíma á leið til Vínarborgar. 4. ágúst 2021 06:56
Alþjóðaólympíunefndin krefst útskýringa af Hvíta-Rússlandi Alþjóðaólympíunefndin hefur krafið Hvíta-Rússland um að skila inn skýrslu síðar í dag um meðferð hvítrússneska Ólympíuliðsins á spretthlaupara, sem flúði lið sitt og leitaði skjóls í pólska sendiráðinu í Tókýó, þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. 3. ágúst 2021 09:01