Hafa rekið þjálfara Tímanovskaju úr Ólympíuþorpinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2021 07:25 Tímanovskaja er komin til Póllands þar sem henni hefur verið veitt dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Hún telur sig ekki örugga í heimalandinu. EPA-EFE/RADEK PIETRUSZKA POLAND OUT Tveir hvítrússneskir þjálfarar hafa verið reknir úr Ólympíuþorpinu eftir að þeir voru sakaðir um að reyna að senda íþróttamann nauðugan frá Tókýó. Þeir hafa misst allt aðgengi að svæðinu eftir að þjálfarapassar þeirra voru teknir af þeim. Alþjóðaólympíunefndin hefur staðfest að Artur Sjímak og Yury Maísevits hafi þegar yfirgefið Ólympíuþorpið. Þeir voru yfirþjálfarar spretthlauparans Krystsínu Tímanovskaju sem vakti alþjóðlega athygli fyrir tæpri viku síðan þegar hún neitaði að fara um borð í flugvél á leið til Hvíta-Rússlands með liðsfélögum sínum. Tímanovskaja leitaði hælis í pólska sendiráðinu í Tókýó þar sem hún hefur fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum og er hún nú komin í öruggt skjól í Póllandi. Tímanovskaja hyggst sækja um pólitískt hæli í Póllandi. Ástæða þess að Tímanovskaja neitaði að fara um borð í flugvélina var sú að þjálfararnir skyndilega tóku hana úr Ólympíuliði Hvíta-Rússlands eftir, að hennar sögn, hún gagnrýndi þá á samfélagsmiðlinum Telegram fyrir að ætla henni að keppa í boðhlaupi. Beindi sjónum að versnandi ástandi í Hvíta-Rússlandi Tímanovskaja fór á Ólympíuleikana til að keppa í spretthlaupi en var skyndilega skráð í boðhlaup, að henni óafvitandi, og segir hún ástæðuna þá að liðsmenn í boðhlaupsliðinu hafi vantað keppnisleyfi vegna þess að tilskilin lyfjapróf vantaði. Þjálfararnir hafa neitað því og segja hana hafa verið tekna úr liðinu að læknisráði vegna andlegrar heilsu hennar. Málið er nú til rannsóknar hjá Alþjóðaólympíunefndinni en hefur beint sjónum heimsins aftur að heimalandi hennar. Mikill pólitískur óstöðugleiki hefur verið í Hvíta-Rússlandi undanfarið árið eftir að Alexander Lúkasjenka, forseti landsins, bar sigur úr bítum í forsetakosningum. Margir telja að hann hafi beitt víðtæku kosningasvindli en þetta er sjötta kjörtímabilið sem hann situr við völd, eða frá árinu 1994. Síðan 9. ágúst í fyrra hefur mikil mótmælaalda riðið yfir landið vegna niðurstöðu kosninganna og fjöldi fólks hefur flúið. Hafa skipað sérstaka rannsóknarnefnd Í tilkynningu greindi Alþjóðaólympíunefndin frá því að aðgangspassar þjálfaranna tveggja hafi verið fjarlægðir „til öryggis… fyrir vellíðan íþróttamanna Ólympíunefndar Hvíta-Rússlands sem eru enn í Tókýó,“ sagði í tilkynningunni. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Alþjóðaólympíunefndin hefur kallað til sérstaklega rannsóknarnefnd til að skoða mál Tímanovskaju en báðir þjálfararnir munu fá tækifæri til að tala máli sínu fyrir nefndinni. Forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar Thomas Bach sagði á blaðamannafundi í morgun að nefndin væri ánægð að Tímanovskaja sé komin í öruggt skjól í Póllandi og sagði atvikið hafa verið hræðilegt. Hvíta-Rússland Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48 Timanovskaya farin frá Japan og er á leið til Vínarborgar Spretthlauparinn Krystina Timanovskaya frá Belarús (Hvíta-Rússlandi), sem leitaði hælis í sendiráði Póllands á Ólympíuleikunum í Tókýó, er farin frá Japan. BBC greinir frá því að hún hafi flogið þaðan í morgun að japönskum tíma á leið til Vínarborgar. 4. ágúst 2021 06:56 Alþjóðaólympíunefndin krefst útskýringa af Hvíta-Rússlandi Alþjóðaólympíunefndin hefur krafið Hvíta-Rússland um að skila inn skýrslu síðar í dag um meðferð hvítrússneska Ólympíuliðsins á spretthlaupara, sem flúði lið sitt og leitaði skjóls í pólska sendiráðinu í Tókýó, þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. 3. ágúst 2021 09:01 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira
Alþjóðaólympíunefndin hefur staðfest að Artur Sjímak og Yury Maísevits hafi þegar yfirgefið Ólympíuþorpið. Þeir voru yfirþjálfarar spretthlauparans Krystsínu Tímanovskaju sem vakti alþjóðlega athygli fyrir tæpri viku síðan þegar hún neitaði að fara um borð í flugvél á leið til Hvíta-Rússlands með liðsfélögum sínum. Tímanovskaja leitaði hælis í pólska sendiráðinu í Tókýó þar sem hún hefur fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum og er hún nú komin í öruggt skjól í Póllandi. Tímanovskaja hyggst sækja um pólitískt hæli í Póllandi. Ástæða þess að Tímanovskaja neitaði að fara um borð í flugvélina var sú að þjálfararnir skyndilega tóku hana úr Ólympíuliði Hvíta-Rússlands eftir, að hennar sögn, hún gagnrýndi þá á samfélagsmiðlinum Telegram fyrir að ætla henni að keppa í boðhlaupi. Beindi sjónum að versnandi ástandi í Hvíta-Rússlandi Tímanovskaja fór á Ólympíuleikana til að keppa í spretthlaupi en var skyndilega skráð í boðhlaup, að henni óafvitandi, og segir hún ástæðuna þá að liðsmenn í boðhlaupsliðinu hafi vantað keppnisleyfi vegna þess að tilskilin lyfjapróf vantaði. Þjálfararnir hafa neitað því og segja hana hafa verið tekna úr liðinu að læknisráði vegna andlegrar heilsu hennar. Málið er nú til rannsóknar hjá Alþjóðaólympíunefndinni en hefur beint sjónum heimsins aftur að heimalandi hennar. Mikill pólitískur óstöðugleiki hefur verið í Hvíta-Rússlandi undanfarið árið eftir að Alexander Lúkasjenka, forseti landsins, bar sigur úr bítum í forsetakosningum. Margir telja að hann hafi beitt víðtæku kosningasvindli en þetta er sjötta kjörtímabilið sem hann situr við völd, eða frá árinu 1994. Síðan 9. ágúst í fyrra hefur mikil mótmælaalda riðið yfir landið vegna niðurstöðu kosninganna og fjöldi fólks hefur flúið. Hafa skipað sérstaka rannsóknarnefnd Í tilkynningu greindi Alþjóðaólympíunefndin frá því að aðgangspassar þjálfaranna tveggja hafi verið fjarlægðir „til öryggis… fyrir vellíðan íþróttamanna Ólympíunefndar Hvíta-Rússlands sem eru enn í Tókýó,“ sagði í tilkynningunni. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Alþjóðaólympíunefndin hefur kallað til sérstaklega rannsóknarnefnd til að skoða mál Tímanovskaju en báðir þjálfararnir munu fá tækifæri til að tala máli sínu fyrir nefndinni. Forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar Thomas Bach sagði á blaðamannafundi í morgun að nefndin væri ánægð að Tímanovskaja sé komin í öruggt skjól í Póllandi og sagði atvikið hafa verið hræðilegt.
Hvíta-Rússland Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48 Timanovskaya farin frá Japan og er á leið til Vínarborgar Spretthlauparinn Krystina Timanovskaya frá Belarús (Hvíta-Rússlandi), sem leitaði hælis í sendiráði Póllands á Ólympíuleikunum í Tókýó, er farin frá Japan. BBC greinir frá því að hún hafi flogið þaðan í morgun að japönskum tíma á leið til Vínarborgar. 4. ágúst 2021 06:56 Alþjóðaólympíunefndin krefst útskýringa af Hvíta-Rússlandi Alþjóðaólympíunefndin hefur krafið Hvíta-Rússland um að skila inn skýrslu síðar í dag um meðferð hvítrússneska Ólympíuliðsins á spretthlaupara, sem flúði lið sitt og leitaði skjóls í pólska sendiráðinu í Tókýó, þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. 3. ágúst 2021 09:01 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira
Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48
Timanovskaya farin frá Japan og er á leið til Vínarborgar Spretthlauparinn Krystina Timanovskaya frá Belarús (Hvíta-Rússlandi), sem leitaði hælis í sendiráði Póllands á Ólympíuleikunum í Tókýó, er farin frá Japan. BBC greinir frá því að hún hafi flogið þaðan í morgun að japönskum tíma á leið til Vínarborgar. 4. ágúst 2021 06:56
Alþjóðaólympíunefndin krefst útskýringa af Hvíta-Rússlandi Alþjóðaólympíunefndin hefur krafið Hvíta-Rússland um að skila inn skýrslu síðar í dag um meðferð hvítrússneska Ólympíuliðsins á spretthlaupara, sem flúði lið sitt og leitaði skjóls í pólska sendiráðinu í Tókýó, þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. 3. ágúst 2021 09:01