Aston Villa eyddi 55 milljónum í dag - Grealish í læknisskoðun á morgun Valur Páll Eiríksson skrifar 4. ágúst 2021 19:31 Ings mun veita Ollie Watkins samkeppni um framherjastöðuna hjá Aston Villa í vetur. EPA-EFE/Naomi Baker Aston Villa hefur gengið frá kaupum á enska framherjanum Danny Ings frá Southampton fyrir 25 milljónir punda. Búist er við að Villa selji fyrirliða sinn Jack Grealish til Manchester City á allra næstu dögum. Ings skrifaði undir þriggja ára samning við Aston Villa í dag en hann hefur leikið með Southampton frá árinu 2018. Hann hefur skorað 46 mörk í 100 leikjum fyrir suðurstrandarfélagið síðan þá. Fyrir það var Ings leikmaður Liverpool en Púlarar eru sagði fá tvær milljónir punda af þeim 30 sem Villa greiðir fyrir framherjann. Welcome to Aston Villa, @IngsDanny! #WelcomeDanny— Aston Villa (@AVFCOfficial) August 4, 2021 Ings er annar leikmaðurinn sem Villa semur við í dag en Jamaíkumaðurinn Leon Bailey kom til félagsins frá Bayer Leverkusen í Þýskalandi fyrr í dag. Sá kostaði 30 milljónir punda en fyrr í sumar var argentínski kantmaðurinn Emiliano Buendía keyptur frá Norwich á 38 milljónir punda. Einnig sneri Ashley Young aftur til félagsins er hann kom frá Ítalíumeisturum Internazionale en hann lék áður með Villa frá 2007 til 2011. Talið er að Villa vinni gegn þessari svakalegu eyðslu með sölu á fyrirliða sínum Jack Grealish en fregnir frá Bretlandseyjum herma að Englandsmeistarar Manchester City séu við það að ganga frá kaupum á honum frá Aston Villa. Sky Sports greinir frá því að hann fari í læknisskoðun á morgun. Jack Grealish will undergo a medical at Manchester City on Thursday— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 4, 2021 Grealish mun kosta City 100 milljónir punda og verður hann dýrasti leikmaður sem enskt félagslið hefur keypt. Fyrra met á Paul Pogba sem Manchester United greiddi Juventus 85 milljónir fyrir árið 2016. Enski boltinn Tengdar fréttir Grealish færist sífellt nær City Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Jack Grealish gangi í raðir Englandsmeistara Manchester City. 4. ágúst 2021 12:00 Kveðst hafa fengið 200 morðhótanir á dag Sasha Attwood, kærasta Jack Grealish, leikmanns Aston Villa og enska karlalandsliðsins í fótbolta, sagði áskrifendum sínum á YouTube frá því gær hversu ógeðfelldu rafrænu ofbeldi hún hefði orðið fyrir á meðan Evrópumóti karla í fótbolta stóð í sumar. 4. ágúst 2021 07:15 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira
Ings skrifaði undir þriggja ára samning við Aston Villa í dag en hann hefur leikið með Southampton frá árinu 2018. Hann hefur skorað 46 mörk í 100 leikjum fyrir suðurstrandarfélagið síðan þá. Fyrir það var Ings leikmaður Liverpool en Púlarar eru sagði fá tvær milljónir punda af þeim 30 sem Villa greiðir fyrir framherjann. Welcome to Aston Villa, @IngsDanny! #WelcomeDanny— Aston Villa (@AVFCOfficial) August 4, 2021 Ings er annar leikmaðurinn sem Villa semur við í dag en Jamaíkumaðurinn Leon Bailey kom til félagsins frá Bayer Leverkusen í Þýskalandi fyrr í dag. Sá kostaði 30 milljónir punda en fyrr í sumar var argentínski kantmaðurinn Emiliano Buendía keyptur frá Norwich á 38 milljónir punda. Einnig sneri Ashley Young aftur til félagsins er hann kom frá Ítalíumeisturum Internazionale en hann lék áður með Villa frá 2007 til 2011. Talið er að Villa vinni gegn þessari svakalegu eyðslu með sölu á fyrirliða sínum Jack Grealish en fregnir frá Bretlandseyjum herma að Englandsmeistarar Manchester City séu við það að ganga frá kaupum á honum frá Aston Villa. Sky Sports greinir frá því að hann fari í læknisskoðun á morgun. Jack Grealish will undergo a medical at Manchester City on Thursday— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 4, 2021 Grealish mun kosta City 100 milljónir punda og verður hann dýrasti leikmaður sem enskt félagslið hefur keypt. Fyrra met á Paul Pogba sem Manchester United greiddi Juventus 85 milljónir fyrir árið 2016.
Enski boltinn Tengdar fréttir Grealish færist sífellt nær City Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Jack Grealish gangi í raðir Englandsmeistara Manchester City. 4. ágúst 2021 12:00 Kveðst hafa fengið 200 morðhótanir á dag Sasha Attwood, kærasta Jack Grealish, leikmanns Aston Villa og enska karlalandsliðsins í fótbolta, sagði áskrifendum sínum á YouTube frá því gær hversu ógeðfelldu rafrænu ofbeldi hún hefði orðið fyrir á meðan Evrópumóti karla í fótbolta stóð í sumar. 4. ágúst 2021 07:15 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira
Grealish færist sífellt nær City Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Jack Grealish gangi í raðir Englandsmeistara Manchester City. 4. ágúst 2021 12:00
Kveðst hafa fengið 200 morðhótanir á dag Sasha Attwood, kærasta Jack Grealish, leikmanns Aston Villa og enska karlalandsliðsins í fótbolta, sagði áskrifendum sínum á YouTube frá því gær hversu ógeðfelldu rafrænu ofbeldi hún hefði orðið fyrir á meðan Evrópumóti karla í fótbolta stóð í sumar. 4. ágúst 2021 07:15