Viðskipti innlent

Til­kynnt um eina hóp­upp­sögn í júlí

Eiður Þór Árnason skrifar
Atvinnuleysi dróst saman um átján prósent milli júní og júlí.
Atvinnuleysi dróst saman um átján prósent milli júní og júlí. Vísir/Vilhelm

Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í júlí þar sem fjórtán starfsmönnum var sagt upp störfum.

Stofnunin gefur ekki upp hvaða atvinnurekanda um ræðir en fólkið starfaði hjá fyrirtæki í heild- og smásöluverslun og sinnti til að mynda viðgerðum á ökutækjum. Uppsagnirnar taka gildi á tímabilinu ágúst til október.

Þetta kemur fram á vef Vinnumálastofnunar en tilkynnt var um tvær hópuppsagnir í júní þar sem 62 misstu vinnuna. Engar tilkynningar bárust í maí.

Skráð atvinnuleysi var 7,4 prósent í júní samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Alls fækkaði atvinnulausum að meðaltali um 3.062 eða um átján prósent frá fyrri mánuði.

Samkvæmt skilgreiningu Vinnumálastofnunar telst hópuppsögn til uppsagna á fastráðnum starfsmönnum þar sem fjöldi starfsmanna sem sagt er upp á þrjátíu daga tímabili er að minnsta kosti tíu starfsmenn í fyrirtækjum sem venjulega hafa 21 til 99 í vinnu, minnst tíu prósent starfsmanna í fyrirtækjum með 100 til 299 í vinnu eða minnst 30 starfsmenn þar sem venjulega eru 300 eða fleiri.


Tengdar fréttir

Tvær hóp­upp­sagnir í júní

Tvær hóp­upp­sagnir bárust Vinnu­mála­stofnun í júní þar sem 62 starfs­mönnum var sagt upp störfum.

Tvær hóp­upp­sagnir í júní

Tvær hóp­upp­sagnir bárust Vinnu­mála­stofnun í júní þar sem 62 starfs­mönnum var sagt upp störfum.

Bjartsýn á að atvinnuleysi minnki áfram

Atvinnuleysi dróst saman um 2,8% á milli mánaða og stendur í tæpum sex prósentum samkvæmt nýju mati Hagstofunnar. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur víst að áfram muni draga úr atvinnuleysi í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×