Hafnar því að hafa áreitt konur kynferðislega Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2021 19:23 Andrew Cuomo á í vök að verjast vegna ásakana um kynferðislega áreitni og mistök sem leiddu til fjölda dauðsfalla á hjúkrunarheimilum í kórónuveirufaraldrinum. AP/Richard Drew Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hafnaði því að hann hefði nokkru sinni snert konur á óviðeigandi hátt eða haft uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði á blaðamannafundi í dag. Hann er sakaður um að hafa áreitt fjölda kvenna. Niðurstöður rannsóknar á vegum Letitiu James, dómsmálaráðherra New York, voru kynntar í dag, þar á meðal að Cuomo ríkisstjóri hafi áreitt fjölda kvenna og brotið þannig alríkislög og lög New York-ríkis. Hann liggur undir miklum þrýstingi um að segja af sér. Á blaðamannafundi eftir að niðurstöðurnar voru kynntar lét Cuomo engan bilbug á sér finna. „Ég vil að þið heyrið það beint frá mér að ég snerti aldrei neinn á óviðeigandi hátt eða hafði uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði. Ég er 63 ára gamall. Ég hef lifað öll mín fullorðinsár í sviðsljósinu. Þetta er ekki sá sem ég er og þetta er ekki sá sem ég hef verið nokkru sinni,“ fullyrti Cuomo. Cuomo er sakaður um að hafa þuklað á ellefu konum, kysst þær og faðmað gegn vilja þeirra auk þess að hafa uppi óviðeigandi ummæli. Skrifstofa ríkisstjórans hafi verið „eitraður vinnustaður“ þar sem áreitni var látin líðast. Reyndi Cuomo að vefengja hlutleysi lögfræðinganna sem rannsökuðu ásakanirnar á hendur honum fyrir dómsmálaráðherrann. Einn þeirra átti meðal annars þátt í rannsókn alríkissaksóknara á meintri spillingu Cuomo og bandamanna hans. Sú rannsókn leiddi meðal annars til þess að náinn vinur og ráðgjafi Cuomo var dæmdur í fangelsi, að sögn AP-fréttastofunnar. „Staðreyndirnar eru allt aðrar en þær sem hafa verið kynntar,“ sagði Cuomo sem afsakaði háttsemi sína með því að þannig sýndi hann öðrum alúð. Birti hann myndband þar sem hann sást faðma og kyssa karla og konur við ýmis tækifæri, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bandaríkin MeToo Mál Andrew Cuomo Tengdar fréttir Ríkisstjórinn sagður hafa hyglað fjölskyldu við skimun Fjölskylda Andrews Cuomo, ríkisstjóra New York, og aðrir vel tengdir einstaklingar fengu forgang í skimun fyrir kórónuveirunni við upphaf faraldursins þar í fyrra. Á sama tíma áttu almennir borgarar í ríkinu erfitt með að komast í skimun. 25. mars 2021 09:37 Þrýstingur á ríkisstjóra New York um að segja af sér eykst Tveir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins frá New York bættust í hóp flokksmanna sem hvetja Andrew Cuomo, ríkisstjóra ríkisins, um að segja af sér í gær. Sjö konur hafa nú stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni eða óviðeigandi hegðun. 13. mars 2021 11:21 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Niðurstöður rannsóknar á vegum Letitiu James, dómsmálaráðherra New York, voru kynntar í dag, þar á meðal að Cuomo ríkisstjóri hafi áreitt fjölda kvenna og brotið þannig alríkislög og lög New York-ríkis. Hann liggur undir miklum þrýstingi um að segja af sér. Á blaðamannafundi eftir að niðurstöðurnar voru kynntar lét Cuomo engan bilbug á sér finna. „Ég vil að þið heyrið það beint frá mér að ég snerti aldrei neinn á óviðeigandi hátt eða hafði uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði. Ég er 63 ára gamall. Ég hef lifað öll mín fullorðinsár í sviðsljósinu. Þetta er ekki sá sem ég er og þetta er ekki sá sem ég hef verið nokkru sinni,“ fullyrti Cuomo. Cuomo er sakaður um að hafa þuklað á ellefu konum, kysst þær og faðmað gegn vilja þeirra auk þess að hafa uppi óviðeigandi ummæli. Skrifstofa ríkisstjórans hafi verið „eitraður vinnustaður“ þar sem áreitni var látin líðast. Reyndi Cuomo að vefengja hlutleysi lögfræðinganna sem rannsökuðu ásakanirnar á hendur honum fyrir dómsmálaráðherrann. Einn þeirra átti meðal annars þátt í rannsókn alríkissaksóknara á meintri spillingu Cuomo og bandamanna hans. Sú rannsókn leiddi meðal annars til þess að náinn vinur og ráðgjafi Cuomo var dæmdur í fangelsi, að sögn AP-fréttastofunnar. „Staðreyndirnar eru allt aðrar en þær sem hafa verið kynntar,“ sagði Cuomo sem afsakaði háttsemi sína með því að þannig sýndi hann öðrum alúð. Birti hann myndband þar sem hann sást faðma og kyssa karla og konur við ýmis tækifæri, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Bandaríkin MeToo Mál Andrew Cuomo Tengdar fréttir Ríkisstjórinn sagður hafa hyglað fjölskyldu við skimun Fjölskylda Andrews Cuomo, ríkisstjóra New York, og aðrir vel tengdir einstaklingar fengu forgang í skimun fyrir kórónuveirunni við upphaf faraldursins þar í fyrra. Á sama tíma áttu almennir borgarar í ríkinu erfitt með að komast í skimun. 25. mars 2021 09:37 Þrýstingur á ríkisstjóra New York um að segja af sér eykst Tveir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins frá New York bættust í hóp flokksmanna sem hvetja Andrew Cuomo, ríkisstjóra ríkisins, um að segja af sér í gær. Sjö konur hafa nú stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni eða óviðeigandi hegðun. 13. mars 2021 11:21 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Ríkisstjórinn sagður hafa hyglað fjölskyldu við skimun Fjölskylda Andrews Cuomo, ríkisstjóra New York, og aðrir vel tengdir einstaklingar fengu forgang í skimun fyrir kórónuveirunni við upphaf faraldursins þar í fyrra. Á sama tíma áttu almennir borgarar í ríkinu erfitt með að komast í skimun. 25. mars 2021 09:37
Þrýstingur á ríkisstjóra New York um að segja af sér eykst Tveir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins frá New York bættust í hóp flokksmanna sem hvetja Andrew Cuomo, ríkisstjóra ríkisins, um að segja af sér í gær. Sjö konur hafa nú stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni eða óviðeigandi hegðun. 13. mars 2021 11:21