Norðmaðurinn með heimsmet og Ólympíugull Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2021 08:01 Karsten Warholm fagnar sigri og heimsmetinu í nótt með því að rífa treyjuna sína. AP/David J. Phillip Karsten Warholm tryggði sér Ólympíugull í Tókýó í nótt um leið og hann var fyrsti maður sögunnar sem hleypur 400 metra grindahlaup á undir 46 sekúndum. Warholm var að bæta sitt eigið heimsmet og það um 76 hundraðshluta. Hann kom í mark á 45,94 sekúndum en gamla metið var hlaup upp á 46.70 sekúndum síðan í Osló í byrjun júlí síðastliðnum. Karsten Warholm take a bow!The #NOR athlete is Olympic champion after smashing his own World Record with a time of 45.94s in the men's 400m hurdles!@WorldAthletics #Athletics @idrett pic.twitter.com/3i2hhac7w5— Olympics (@Olympics) August 3, 2021 Bandaríkjamaðurinn Rai Benjamin fékk silfrið en hann hljóp einnig undir gamla heimsmetinu eða á 46,17 sekúndum. Alison dos Santos frá Brasilíu fékk brons. Warholm var mjög sáttur í lok hlaupsins að hann reif treyjuna sína en svo var eins og hann tryði því ekki að hafa komist undir 46 sekúndurnar. „Stundum voru þjálfararnir mínir að segja að þetta væri möguleiki með fullkomnu hlaupi. Það var samt erfitt að ímynda sér það því þetta er svo stór þröskuldur og þetta er eitthvað sem maður hefur ekki leyft sér að dreyma um,“ sagði Karsten Warholm. The faces of PURE AMAZEMENT Karsten Warholm demolishes his own world record to claim gold in the 400m hurdles final! pic.twitter.com/uXeskHnL3V— ESPN (@espn) August 3, 2021 Það tók menn til ársins 1948 að komast undir 46 sekúndurnar í 400 metra hlaupi án grindanna en heimsmetið í 400 metra hlaupi er 43,03 sekúndur. Það er aðeins 2,91 fljótara en hjá Warholm sem fór í gegnum tíu grindur á leið sinni. „Ég vissi samt að þetta væri möguleiki með fullkomnu hlaupi á Ólympíuleikunum. Ég trúi þessu samt ekki ennþá. Þetta er stærsta stund lífsins,“ sagði Warholm. #GER's Malaika Mihambo is Olympic champion!A huge jump of 7.00m earns her the gold medal in the women's long jump - Germany's first athletics gold of #Tokyo2020!@WorldAthletics #Athletics @TeamD pic.twitter.com/vXkvQ0UvA2— Olympics (@Olympics) August 3, 2021 Hin þýska Malaika Mihambo vann langstökkið með stökki upp á 7,00 metra í sinni lokatilraun. Brittney Reese frá Bandaríkjunum fékk því silfur á öðrum leikunum í röð en henni tókst ekki að svara Mihambo í sínu lokastökki. Ese Brume frá Nígeríu stökk jafnlangt og Reese en varð að sætt sig við brons þar sem sú bandaríska stökk lengra í sínu næstsíðasta stökki. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Noregur Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Warholm var að bæta sitt eigið heimsmet og það um 76 hundraðshluta. Hann kom í mark á 45,94 sekúndum en gamla metið var hlaup upp á 46.70 sekúndum síðan í Osló í byrjun júlí síðastliðnum. Karsten Warholm take a bow!The #NOR athlete is Olympic champion after smashing his own World Record with a time of 45.94s in the men's 400m hurdles!@WorldAthletics #Athletics @idrett pic.twitter.com/3i2hhac7w5— Olympics (@Olympics) August 3, 2021 Bandaríkjamaðurinn Rai Benjamin fékk silfrið en hann hljóp einnig undir gamla heimsmetinu eða á 46,17 sekúndum. Alison dos Santos frá Brasilíu fékk brons. Warholm var mjög sáttur í lok hlaupsins að hann reif treyjuna sína en svo var eins og hann tryði því ekki að hafa komist undir 46 sekúndurnar. „Stundum voru þjálfararnir mínir að segja að þetta væri möguleiki með fullkomnu hlaupi. Það var samt erfitt að ímynda sér það því þetta er svo stór þröskuldur og þetta er eitthvað sem maður hefur ekki leyft sér að dreyma um,“ sagði Karsten Warholm. The faces of PURE AMAZEMENT Karsten Warholm demolishes his own world record to claim gold in the 400m hurdles final! pic.twitter.com/uXeskHnL3V— ESPN (@espn) August 3, 2021 Það tók menn til ársins 1948 að komast undir 46 sekúndurnar í 400 metra hlaupi án grindanna en heimsmetið í 400 metra hlaupi er 43,03 sekúndur. Það er aðeins 2,91 fljótara en hjá Warholm sem fór í gegnum tíu grindur á leið sinni. „Ég vissi samt að þetta væri möguleiki með fullkomnu hlaupi á Ólympíuleikunum. Ég trúi þessu samt ekki ennþá. Þetta er stærsta stund lífsins,“ sagði Warholm. #GER's Malaika Mihambo is Olympic champion!A huge jump of 7.00m earns her the gold medal in the women's long jump - Germany's first athletics gold of #Tokyo2020!@WorldAthletics #Athletics @TeamD pic.twitter.com/vXkvQ0UvA2— Olympics (@Olympics) August 3, 2021 Hin þýska Malaika Mihambo vann langstökkið með stökki upp á 7,00 metra í sinni lokatilraun. Brittney Reese frá Bandaríkjunum fékk því silfur á öðrum leikunum í röð en henni tókst ekki að svara Mihambo í sínu lokastökki. Ese Brume frá Nígeríu stökk jafnlangt og Reese en varð að sætt sig við brons þar sem sú bandaríska stökk lengra í sínu næstsíðasta stökki.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Noregur Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira